26.2.2011 | 16:30
Borgarslagur í Carling cup
Við vitum lítið um lífið í Birminghamborg en við vitum meira um knattspyrnulið Birmingham sem leikur úrslitaleik Carling Cup á morgun við Arsenal sem staðsett er í heimsborginni, London.
Í smásögu eftir Einar Kárason, edrúmennska nefnist hún er ein sögupersónan við nám í Birmingham. Þar segir um Birmingham: "Borgin virtist mér reyndar vera furðu daufleg; þetta er þó næststærsta borg Englands og var mikil iðnaðarmiðstöð, er í hjarta bresku hliðstæðunnar við Ruhr-héraðið í Þýskalandi sem kallað er "Black country", sjálfsagt út af kolareyk og járnsvarfi."
Eflaust er borgin og nágrenni að verða grænni og fallegri en mikið átak hefur verið í Bretlandi að bæta umhverfið svo lungu borgarbúa og knattspyrnumanna fyllist ekki af ólofti. Það er því skrítið að Íslendingar vilji fylgja dæmi Birmingham búa á 19. öld og staðsetja stóriðju í túnfætinum.
En snúum okkur að leiknum á Wembley, mekka knattspyrnunnar. Hvernig verður lið Arsenal skipað? En þessi bikar hefur verið notaður af Wenger til að gefa nýliðum tækifæri. Nú hefur orðið stefnubreyting. Einnig hefur leiðin í úrslitaleikin verið erfið. Besta mögulega lið mætir á Wembley. Ég ætla að nota Excel-hagfræðina, þó hún sé stórhættuleg, hún setti m.a. bankana á hausinn, og setja mínútur leikmanna inn í töflu.
Tot | New | Wig | Ips | Ips | ||
Djourou | 120 | 90 | 90 | 90 | 90 | 480 |
Koscielny | 120 | 90 | 90 | 90 | 90 | 480 |
Denilson | 120 | 90 | 90 | 90 | 90 | 480 |
Eboue | 120 | 90 | 90 | 90 | 72 | 462 |
Szczesny | 90 | 90 | 90 | 90 | 360 | |
Wilshire | 120 | 73 | 67 | 90 | 350 | |
Bendtner | 83 | 85 | 68 | 90 | 326 | |
Gibbs | 102 | 18 | 90 | 90 | 300 | |
Walcott | 90 | 90 | 90 | 6 | 276 | |
Vela | 72 | 69 | 90 | 11 | 242 | |
Arshavin | 48 | 79 | 84 | 211 | ||
Fabregas | 21 | 90 | 90 | 201 | ||
Rosicky | 72 | 90 | 162 | |||
van Persie | 73 | 84 | 157 | |||
Nasri | 120 | 17 | 6 | 143 | ||
Fabianski | 120 | 120 | ||||
Lansbury | 120 | 120 | ||||
Clichy | 18 | 90 | 108 | |||
Eastmond | 90 | 17 | 107 | |||
Sagna | 72 | 18 | 90 | |||
Chamakh | 48 | 22 | 70 | |||
Song | 23 | 23 | ||||
Emmanuel-Thomas | 7 | 5 | 12 |
Líklegt byrjunarlið: Szczesny í marki. Eboue, Koscielny, Djourou og Gibbs í vörn. Wilshire, Denilson og Diaby á miðjunni. Nasri og Arshavin á vængjum og frammi fyrirliðinn Robin van Persie.
En Birmingham mun ekkert gefa eftir. Í 136 ára sögu liðsins hefur það aðeins einu sinni lyft bikar á loft, það var einmitt deildarbikarinn árið 1963.
Bloggfærslur 26. febrúar 2011
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 3
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 294
- Frá upphafi: 236820
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 241
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar