DO Lykilmaður í efnahagshruni að mati Time

Árið 2009 birti hið virta tímarit Time 25 manna lista yfir þá aðila sem bera mesta ábrygð á efnahagshruninu sem nú hefur gengur yfir okkur.  Hinn mikli ræðumaður á Landsþingi Sjálfstæðismanna, DO komst á listann illu heilli.

blame_25_oddsson

Maður er steini lostinn þegar fréttir berast að því að þegar þessi maður gengur í salinn, þá standa allir Sjálfstæðismenn upp og klappa. Hverslags samkoma er þetta eiginlega? 

Ný smjörklípa var fundin upp:

„Þeir sem vilja velferð geta flutt út með Norrænu“

Mikil speki hjá Davíð sem gerir allt rétt. EF Seðlabankinn með Davíð í öndvegi hefði ekki keypt "ástarbréf" af bönkunum upp á hundruð milljarða sumarið 2008, þá hefði bankinn ekki orðið gjaldþrota.

Gjaldþrot Seðlabankans kostaði okkur lágmark 175 milljarða króna og ein af afleiðingum þess er sumir kaupa miða með Norrænu. Sé þeirri upphæð deilt jafnt yfir landsmenn er kostnaðurinn rúmlega 550.000 krónur á hvern Íslending eða 2,2 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu.

Ekki er Time Baugsmiðill, nú þarf að finna aðra smjörklípu í Evrópuklofinni Valhöll.


Bloggfærslur 20. nóvember 2011

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 236849

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband