Busavígsla í Pentlinum

Þegar siglingar með fisk voru stundaðar af kappi til Hull og Grimsby heyrði maður margar sögur af "Pentlinum" og þeim mikla straum sem liggur um hafsvæðið norðan Skotlands við Orkneyjar. 

Nokkrar sögur gengu af því er skipið, yfirleitt í vondu veðri og alveg að verða olíulaust, gekk á fullum hraða áfram, 12 mílur en færðist aftur um tvær mílur á siglingartækjunum. En alltaf enduðu þessar sögur vel.

Ein hefð er þó haldin þegar sjómenn fara í gengum hinn fræga Pentil í fyrsta skiptið. En þar eru þeir busaðir.

Ég var togarasjómaður á Þórhalli Daníelssyni, SF-71 og seldum við  í Hull í nóvember 1985. Ekki sluppum við við busun en hún var meinlaus en skemmtileg.  Ég á enn til verðlaunin sem ég fékk eftir að hafa tekið við smá sjó úr Pentilnum. Ró og skinna í benslagarni. Geymi "Pentil-orðuna" hjá hinum verðlaunapeningum mínum. 

Þessi busavígsla er ekkert á við það  sem ungi sjóveiki drengurinn sem  lenti í „svona vægri busun“ hjá skipsfélögum sínum í fyrstu veiðiferð. Manni verður óglatt við að lesa niðurstöðu dómsins og skuggi fellur á hetjur hafsins.

Gott hjá stráknum og móður hans að kæra málið. Vonandi verður það til að vekja umræðu og aga sjómenn.
mbl.is Níddust á 13 ára dreng í veiðiferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2011

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 140
  • Frá upphafi: 236849

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 107
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband