10.9.2010 | 22:11
Kópavogsliðin með yfirburði í yngri flokkum
Var að koma af úrslitaleik í Íslandsmótinu í 4. flokk á Kópavogsvelli. Það var hörku leikur milli nágrannana í Kópavogi, HK og Breiðabliks. Þeir grænklæddu uppskáru verðskuldaðan sigur í ágætis leik.
Í gær sá ég leik sömu liða í undanúrslitum 3. flokks á Smárahvammsvelli. Þar snerust úrslitin við og komur HK menn í úrslitaleikinn. Þeir spila um helgina við Breiðablik 2 en þeir lögðu Víkinga í hinum undanúrslitaleiknum.
Í 5. flokki gekk Kópavogsliðum ágætlega. Einnig í flokkunum þar fyrir neðan. En hver skyldi ástæðan vera. Eflaust eru frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar að skila sér í góðum árangri. Til eru tvær knattspyrnuhallir í Kópavogi, Fífan og Kórinn og einnig góð aðstaða fyrir félögin, HK og Breiðablik. Ekki má gleyma að þjálfarar eru færir í sínu fagi.
Gott dæmi um mun á aðstæðum er þegar Gylfi Þór Sigurðsson fór frá FH yfir til Breiðabliks þegar hann var táningur en hann stefndi hátt og aðstæður voru betri í Kópavogi en Hafnarfirði. Nú er Breiðablik að uppskera ríkulega fyrir knattspyrnumanninn. Þegar Gylfi fór fyrir mikinn pening frá Reading til Hoffenheim fékk Breiðablik yfir 100 milljónir á sinn reikning. FH og Breiðablik skiptu svo uppeldisupphæðinni á milli sín, 10 milljónum á félag.
Það er gott að spila fótbolta í Kópavogi.
Blikur á lofti í úrslitaleik HK og Breiðabliks í 4. flokki við frábærar aðstæður á Kópavogsvelli.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 10. september 2010
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 1
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 307
- Frá upphafi: 236807
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 247
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar