Einstakt afrek

Þetta er einstakt björgunarafrek í Krossá. Björgunarsveitarmaðurinn ungi, Ásmundur Þór Kristmundsson er frábær fyrirmynd og á orðu skilið.

Eflaust á eftir að koma upp umræða um þekkingarleysi erlendra ferðamanna á óbrúuðum straumhörðum ám í kjölfar óhappsins.

Fyrir tæpum tveim vikum fór ég í ævintýralega ferð að Lakagígum. Keyrt var upp veg, F206 og eru þrjú vöð á leiðinni. Geirlandsáin er vatnsmesta vaðið og getur hún vaxið hratt í úrkomu eins og flestar ár á svæðinu. Á undan okkur voru frönsk hjón á Toyota RAV4 með tvo unglingsstráka. Þau fóru greinilega eftir öllum reglum um óbrúaðar ár og könnuðu ánna með því að vaðafyrst út í straumlétta ánna. Fyrst fór elsti drengurinn og síðan fór móðirin á eftir.  Þegar á bakkann kom báru þau saman bækur sínar og vísuðu veginn yfir vaðið. Við fylgdum svo í sömu slóð á eftir.

Frönsku ferðamennirnir sem fóru yfir Krossá hefðu átt að kanna aðstæður betur í jökulánni. Æskilegast hefði verið að vaða út í ánna í klofstígvélum eða vöðlum með járnkarl í hendi og tengdur í öryggislínu. Þá hefðu menn komist fljótt að því að Krossá væri ekki bílfær.

Geirlandsá

 


mbl.is Bjargaði ferðamönnum úr Krossá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. ágúst 2010

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 310
  • Frá upphafi: 236810

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 250
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband