Varúð – Heimsmeistarakeppni framundan

„Það hefur ekki sést kjaftur hérna eftir að heimsmeistarakeppnin hófst.“  - Svo mælti einn svartsýnn ferðaþjónustuaðili í afþreyingu HM-árið 1994. Hann bölvaði um leið þessari vinsælu íþrótt og fann henni flest til foráttu og var einn meira pirraður út í að ferðafólk skyldi skipuleggja ferðalög sín í kringum sjónvarpsgláp yfir keppnina.

Ég var á þessum árum starfsmaður hjá Jöklaferðum  á Hornafirði og merktum við samdrátt í bókunum en vorum bjartsýnir á að lausaumferð myndi taka kipp eftir síðasta flaut. Það gekk eftir.

Ég fór því í rannsóknir og skoðaði tölur yfir þetta tímabil á DataMarket.com. Ekki er hægt að greina samdrátt í fjölda ferðamanna á HM eða EM ári en eflaust færist kúrfan til. Ferðamenn spretta upp eins og gorkúlur þegar keppninni lýkur.   Því má fólk í ferðaþjónustu ekki fara á taugum þó lok júní og byrjun júlí verði ekki eins góð sama tímabil 2009.

Taflan sýnir ferðamenn á síðasta áratugi síðustu aldar og breytingu á milli ára.

Ár

Fjöldi

Br.  %

1990

141.718

8.6

1991

141.413

1.2

1992

142.561

-0.6

1993

151.728

6.4

1994

169.504

11.7

1995

177.961

5.0

1996

195.669

10.0

1997

201.655

3.1

1998

232.219

15.2

1999

262.605

13.1

 

Heimsmeistaraárin 1990, 1994 og 1998 koma vel út í heildina. Olympíu- og Evrópumeistaraárið 1992, þegar Danir sigruðu eftirminnilega er eina samdráttarárið. 

Í Morgunblaðinu var gerð úttekt á tjaldstæðum í sunnudagblaðinu þann 23. ágúst, 1998.

„Kristján [Sigfússon] segir að aðsókn að tjaldstæðinu í Laugardal hafi ekki glæðst fyrr en heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Frakklandi lauk. "Það var lítið af fólki í júní og byrjun júlí en svo gjörbreyttist aðsóknin í kringum 10. júlí og hélst í hámarki þar til um síðustu helgi. Á heildina litið er aðsóknin hins vegar minni en í fyrra," segir hann.“

Eftir  17% fækkun ferðamanna í apríl og 15% í maí vegna eldgos í Eyjafjallajökli, þá kemur HM2010. Þetta er smá bræla hjá ferðaþjónustunni en það mun birta til. Fólk kemur til að upplifa fegurðina og sjá kraftinn í náttúrinni.

Nú er hlé á gosi í Eyjafjallajökli og átakið Inspired By Iceland í hármarki. Sóknin fer að skila árangri strax eftir HM.

 

Heimildir:

DataMarket.com úr gagnagrunni Hagstofunnar.

Morgunblaðið, gagnasafn, 23. ágúst 1998


mbl.is Milljón skoðað vefmyndavélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mexíkóskur matur í sókn

Vinsældir matar frá Mexíkó eru á mikilli uppleið hér á landi sýnist mér. Maturinn hentar vel til að bjóða upp á bragðgóða rétti sem skapa skemmtilegt andrúmsloft við matarborðið. Aðferðirnar eru oftast einfaldar og hentar alla daga.

Ég náði góðri röð í síðustu viku með mexíkóskan mat. Hátíðin byrjaði á föstudaginn 31. maí  og stendur yfir enn, rétt eins og gosið í Eyjafjallajökli.  Ég hafði lítið um röðina að velja.

Föstudagur:  Starfsmannafélagið Vektor stóð fyrir hófi í vinnunni. Einn vinnufélagi bjó til fínar Quesadilla með kjúkling og nautahakki. Pönnukökurnar fylltar ljúfmeti tókust mjög vel hjá honum.

Laugardagur: Frænka mín bauð til stúdentsveislu til að fagna áfanganum. Þar var mexíkósk kjúklingasúpa í aðalrétt. Mjög vel heppnuð.  Síðar um kvöldið var Eurovision keppni og mexíkóskar Nacho cheese flögur og Burrito. Ég missti af þeirri hátíð.

Sunnudagur:  Borðaði nokkrar mexíkóskar Nacho og Tortilla Chips flögur með mildri mexíkóskri  Chunky Salsa sósu frá Tex Mex.

Mánudagur:  Var að vinna í Borgartúni.  Endaði inn á Serrano og fékk mér Burrito með kjúkling.

Þriðjudagur. Kláraði mexíkósku sósuna og flögurnar frá helginni.

Miðvikudagur:  Var boðið í afmælisveislu og þar var kröftug mexíkósk kjúklingasúpa. Kjúklingabringurnar voru öflug uppistaða í súpunni.

Mér fannst þetta flott röð og velti fyrir mér hvort mexíkósk tískusprengja í matargerð væri á Ísland? Einnig velti ég fyrir mér hvort þetta væri eitthvað tákn um að maður ætti að fylgjast með Mexíkó á HM. Þeir löguð heimsmeistara Ítala en matargerð þeirra er rómuð, í æfingaleik á fimmtudag, 2-1.

Það verður mexíkóskt snakk, Nacho eða Tortilla og því dýft í salsasósu yfir leikjum Mexíkó á HM.


Bloggfærslur 5. júní 2010

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 317
  • Frá upphafi: 236817

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 257
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband