Óvænt heimsfrétt í óvissuferð

Það var góð eða slæm heimsfrétt, en það fer eftir því hvernig á það er litið, sem barst okkur í óvissuferð sem ég hafði skipulagt fyrir fjölskylduna um goslok í Eyjafjallajökli. Upphafleg  áætlun var að keyra á Þingvelli, ganga á lítið fell og fara þaðan í Fljótshlíð og skoða náttúruundrið. Síðan átti að safna ösku og setja í krukku til minningar um jarðfræðiferðalagið um Hvítasunnuna.

Þegar við vorum komin í helgi Þingvalla heyrðum við á öldum ljósvakans að gosið lægi niðri og aðeins gufubólstrar stigu til himins. Því var skoðunarferð aflýst. Umferð um Suðurlandsveg var þung og margir á leið úr borginni og eflaust fjöldi á leið í Fljósthlíð til að verða vitni að goslokum.

Þegar heim var komið hófust athuganir á vinsældum Eyjafjallajökuls. Vísitala Eyjafjallajökuls og annara jökla á Íslandi hefur aukist um 22% á milli mánaða.  Athugunin fer þannig fram að nafn viðkomandi jökuls er slegið inn í nefnifalli og leitarstrengir skráðir. Svona er staðan í dag:

 Stærð24.4.201023.5.2010Mism%
Vatnajökull8.300149.000196.00047.00032
Langjökull95380.70074.900-5.800-7
Hofsjökull92577.20079.5002.3003
Mýrdalsjökull596233.000268.00035.00015
Drangajökull16030.20032.2002.0007
Eyjafjallajökull785.650.0006.970.0001.320.00023
Tungnafellsjökull489.95012.0002.05021
Þórisjökull329.3709.010-360-4
Eiríksjökull2215.20020.3005.10034
Þrándarjökull222.9003.52062021
Tindfjallajökull1916.20020.6004.40027
Torfajökull1522.50023.6001.1005
Snæfellsjökull1169.30078.1008.80013

 

Tæplega 7 milljón leitarstrengir koma upp hjá Eyjafjallajökli í dag. Eldstöðin hefur náð að halda vinsældum sínum á Netinu síðasta mánuðinn enda kom öflug roka úr honum í byrjun maí og lokaði nokkrum flugvöllum í Evrópu. Einnig kemur gosið í Eyjafjallajökli oft fyrir í Eurovision keppninni. En athygli jarðeldsins hefur greinilega haft jákvæð áhrif á aðra íslenska jökla. 

Það veður spennandi að sjá leitarvísitöluna eftir mánuð. Vonandi fer Katla ekki af stað fyrr en í haust. Það má ekki ræna okkur sumrinu.

palligos.jpg

Á Sky News:  AFP: Geophysicist says Icelandic volcano is no longer active.


mbl.is Gosið liggur alveg niðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. maí 2010

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 292
  • Frá upphafi: 236818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 239
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband