Jarðeldurinn í Eyjafjallajökli myndaður

LjosmyndararGönguklúbburinn Skál(m) skellti sér í göngu á móbergsstapann Þórólfsfell (574 m) um dagmál á sunnudaginn. Það var bjart yfir Suðurlandi en mistur á leiðinni. Truflanir voru á flugi í Evrópu.

Við tókum stefnuna á fjarskiptamastrið á Þórólfsfelli og heyrðum reglulega í sprengingum í Eyjafjallajökli. Jökullinn var kolsvartur. Gufubólstrar stigu úr Gígjökli en þar tókust frost og funi á. Gosmökkurinn var grár og minnti á Lómagnúp séðan á hlið. Bólstrarnir náðu 5 til 6 km hæð. Merkilegt að þessi fína aska sem myndast í sprengingunum skuli hafa svona mikil áhrif á samgöngur víða um Evrópu. Þetta mun vera út af efninu í kvikunni, trakít og gassprenginga en kornastærð ryksins er minni en þykkt hársins á okkur.

Er við kjöguðum upp fellið sem kennt er við Þórólf Asksson, landnámsmann og ættingja Njáls á Bergþórshvoli, rákumst við á þrjá atvinnuljósmyndara. Þeir sátu kyrrir á bak við öflugar myndavélar og fylgdust vel með hverri sprengingu. Þeir voru aðeins að hita sig upp. Ljósaskiptin voru þeirra tími. Svona eru alvöru ljósmyndarar. Þolinmóðir og þrautgóðir. Þeir sáu eldingar í gosmekkinum.

Þegar komið var að endurvarpsmastri Mílu fundum við aðra tjaldborg. Síðan hrekktum við ættingja, hringdum í þá og sögðum að það væru miklar breytingar í gosinu. Hvöttum þá til að kíkja á eldgos.mila.is. Þegar þeir í öngum sínum fóru inn á síðuna blasti þreyttur göngumaður við þeim brosandi. Þetta klikkaði ekki. Þarna fengu skálmarar snert af heimsfrægð, því þúsundir manna horfa á gosið í beinni.

Á niðurleiðinni fór að rökkva og það var tilkomumikið að heyra sprengingarnar og sjá rauða, eldglóandi hraunklepra skjótast upp en þeir eru mældir í einingunni jeppar, slyddujeppar og stórir jeppar.

Daginn eftir, 12 tímum síðar hófst jarðskjálftahrina. Í kjölfarið kom dekkri gufubólstur og kornóttari aska sem var eins og fjörusandur. Merkilegt gos í Eyjafjallajökli.

 

 


Bloggfærslur 12. maí 2010

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 292
  • Frá upphafi: 236818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 239
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband