Kaldi - besti páskabjórinn

Það er orðin hefð hjá íslenskum bruggurum að bjóða upp á páskabjór. Fimm bjórar eru á markaðnum. Ég efndi til rannsóknar á vinnustað mínum og fékk átta bjóráhugamenn með í tilraunina. Smökkunin fór þannig fram að bjórinn var borinn fram í glösum og fengu smakkarar ekki að vita hvaða tengund var undir smásjánni. Fólk hafði í hug anda páskanna og vildi fá tenginu þarna á milli.  Smökkunin hófst á ljósustu bjórunum. Gefnar voru einkunir á bilinu 0 til 10.

 

Tegund

Styrkur

Flokkur

Litur

Verð

Lýsing

Stig

Egils páskabjór

5,0%

Lager

Gullinn

318

Meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Létt korn, kæfa, baunir, hey.

52

Tuborg páskabjór

5,4%

Lager

Gullinn

299

Meðalfylling, þurr, mildur, lítil beiskja. Létt malt, karamella, baunir.

54

Víking páskabjór

4,8%

Lager

Rafgullinn

309

Meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Léttristað korn, karamella, sítrus, mosi.

55

Kaldi páskabjór

5,2%

Lager

Rafgullinn

329

Mjúk meðalfylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Léttristað malt, grösugir humlar, baunir.

64

Miklholts papi

5,6%

Öl

Brúnn

399

Þétt fylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Malt, kakó, baunir, hey, létt krydd.

42

Kaldi - Paskabjor

Kaldi páskabjór frá Bruggsmiðjunni Árskógsströnd kom lang best út úr könnuninni. Hann fékk 64 stig. Hann er margslunginn og bragðgóður páskabjór sem kallar fram stemmingu og smellpassar með svínasteikinni.   Í bragðkönnun DV kom Kaldi eins vel út og var röðin mjög svipuð nema hvað vinnufélagar, sérstaklega kvennfólkið, var spart á háar einkunnir Miklholts Papa. Enda skapar sá bjór umræður.

Kaldi er bruggaður eftir aldagamli tékkneskri hefð. Vatnið er tekið úr lind við Sólarfjall í Eyjafirði. Saaz humlar og tékkneskt malt eru notaðir í framleiðsluna. Einn kostur er að bjórinn er án rotvarnarefna og viðbætts sykurs.

Ég er alltaf hrifinn af framleiðslu Ölvisholts manna. Finnst þessi súkkulaði-porter hjá þeim vel heppnaður og svo spyrða þeir söguna skemmtilega inn í framleiðsluna.

Risarnir, Egill, Tuborg og Vífilfell taka litla áhættu, þeir fylgja gömlu bragðlínunni og setja lítinn páskaanda í framleiðsluna.

Ég mæli því með bjórnum Kalda yfir páskahátíðina. Hann rímar einnig vel við veðrið síðustu daga, norðan Kaldi.


Bloggfærslur 1. apríl 2010

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 294
  • Frá upphafi: 236820

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 241
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband