He comes from Senegal

Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Þessi söngur var oft sunginn á Highbury.

He comes from Senegal
He plays for Arsenal
Vieira, o o o o oh Vieira (etc.)

Ég hlakka til að sjá Paddy spila á Emirates í apríl komandi. Vieira var uppáhaldsleikmaður minn og margra annarra Arsenal-manna.

Mér er alltaf minnisstæður fyrsti leikurinn sem hann spilað fyrir Arsenal. Man meira að segja hvar ég horfði á leikinn. Við í Skæ-klúbbnum höfðum aðstöðu í Golfskálanum á Hornafirði og sáum leiki í gegnum kapalinn. Einhver Wenger hafði verið ráðinn stjóri og með honum fylgdu tveir leikmenn, Garde og Vieira. Hvað var að gerast hjá mínum mönnum?

Leikið var heima við Sheffield Wednesday á köldu miðvikudagskvöldi  um miðjan september 1996. Vindurinn gnauaði um skálann.  Félagi Einar Jóhannes og Stebbi kokkur voru mættir. Einhverjir fleiri fylgdust með. Arsenal átti í vök að verjast í upphafi leiks. Miðvikudagsmennirnir komust verðskuldað yfir með marki frá Booth. Eitthvað varð að gera. Parlour var tekinn útaf og inná kom einhver Patrick Vieira. Þá höfðu 28 mínútur liðið af leiknum.

Eftir þessa skiptingu snerist leikurinn við. Öryggi færðist yfir leik Skyttnanna og allt stoppaði á Vieira. Allar sóknir hófust hjá Vieira. Í síðari hálfleik komu fjögur mörk og gerði Wright þrjú, Plattarinn potaði einu. Nýtt tímabil var hafið hjá Arsenal.


mbl.is Vieira: Við getum unnið deildina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2010

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 301
  • Frá upphafi: 236827

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 248
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband