16.9.2009 | 09:42
Strætóblinda
Ég lenti í undarlegi strætóblindu í gær. Þegar viðburðarríkum vinnudegi var lokið var mætt í biðskýlið við Laugaveg 182. Taka átti tvistinn upp í Hamraborg og var hans vænst kl. 17.04. Eftir að hafa beðið þolinmóður í nokkrar mínútur umfram áætlaðan tíma birtust þrír vagnar. Fremstur meðal jafningja var vagn nítján, síðan kom fimmtán. Þriðji vagninn kom strax í kjölfarið eða réttar sagt vagnfarið. Ég og annar umhverfisvænn ferðamaður sem tekur ávallt sama vagn stukkum upp í þriðja vagninn án þess að hika og sýndum strætókortin okkar.
Þegar strætó er að nálgast Laugardalinn, þá fer hann að ferðast undarlega. Leita á vinstri akreinina. Þetta var ekki samkvæmt norminu. Loks beygði hann niður Reykjaveg. Þar kom skýringin á undarlegu aksturslagi nokkru fyrr. Hinn strætófarþeginn fór fram og ræddi við bílstjórann. Hann sagðist vera leið 14 og færi um Vogana en kæmi á Grensásveg, þar gætum við náð tvistinum. Var hann hinn hjálplegsti.
Við félagarnir ræddum þessa strætóblindu í nokkurn tíma á eftir. Ég var sannfærður um að það stóð 2 framan á vagninum og ferðafélaginn var einnig á þeirri skoðun. Þegar hress strætóbílstjórinn skilaði okkur á Grensásveg, þá gekk ég framfyrir vagninn til að tékka á númerinu, þar stóð 14. Við báðir höfðum því verið slegnir strætóblindu sem er eflaust náskyld lesblindu.
Annars var þessi korters útidúr fínn. Við ferðuðumst eftir Langholtsvegi og sáum heimavöll mótmælanda Íslands, Helga Hóesasonar. Það var athyglisvert að sjá bóm og mótmælaskilti á bekk einum þar sem möguleg stytta gæti risið í framtíðinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 16. september 2009
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 2
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 236838
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 99
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar