Ruslpóstur kemur í ruslpósts stað

Vöxtur ruslpósts eykst enn á Netinu og aðferðirnar taka á sig sífellt nýja mynd. Kínverjar hafa leitt síðustu bylgju og er notkun mynda nýjasta bragðið.  Orsökin fyrir sókn Kínverja er talin vera sú að um miðjan nóvember á síðasta ári var McColo ruslpóstveitan upprætt. Við það datt ruslpóstur tímabundið niður um 75%. Þá kom tækifæri fyrir nýsköpun.

 Ruslpóstur

Á vef MessageLabs er haldið um þróunina í ruslpósts og vírusmálum. Það er fróðleg lesning. Bretland er hrjáðasta land hvað ruslpóst varðar en þar er hlutfallið 94%. Á eftir þeim koma Kína með 90% og Hong Kong með 89%. Ísland mælist ekki.

Einnig kemur fram að  meðaltali eru settar upp 3.561 vefsíður sem innihalda spillihugbúnað á dag. Förum því varlega og sérstaklega á Facebook en þar hafa þrjótarnir hreiðrað um sig.  En bragðið þar er að viðtakandi fær skeyti frá einum vina sinna með efnisinnihaldi, "hello" og innihaldið er tengill. Ef smellt er á tengilinn er viðtakandi sendur á síðu sem líkist innskráningu Facebook-síðu.  En með því að rýna slóðina, þá er uppruninn allt annar. Þannig ná árásaraðilar aðgangi að Facebook síðu þinni.


Bloggfærslur 1. maí 2009

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 113
  • Frá upphafi: 236854

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband