13.4.2009 | 16:11
Draumalandið
Páskadagurinn fór í Draumalandið. Heimildarmynd um álvæðingu landsins og möguleika okkar í framtíðinni. Ég tók Særúnu með en hún og bekkjarsystkini hennar munu erfa landið.
Myndin fer hægt af stað. Farið er yfir hugtök. Hagvöxtur er skilgreindur og hvað liggur á bak við hann. Síðari hluti myndarinnar er stórgóður, mikill stígandi og stutt í tilfinningarnar. Nokkrum sinnum greip maður um hausinn yfir einfaldleika stjórnmálamanna okkar sem við völdum.
Bandaríkjamaðurinn John Perkins, fyrrverandi efnahagsböðull kemur nokkrum sinnum með fróðleg innlegg og lýsir vel hvernig hann og efnahagsböðlar sem hann vann fyrir fóru með vanþróuð ríki. Í einni innkomu segir hann frá því hvernig stórfyrirtækin ná þingmönnum og bæjarstjórnarmönnum á sitt band. Þeir lofi þeim góðum stöðum þegar stjórnmálaferlinum lýkur. Í næsta skoti kemur Guðmundur Bjarnason fv. bæjarstjóri í Fjarðarbyggð í rammann. Hann segir stoltur frá 15 ára bæjarstjórnarferli, nú sé hann verkefnastjóri hjá ALCOA. Hann fellur alveg í spillingarformúluna, verkefnastjóri þjóðarinnar.
Valgerður Sverrisdóttir, álfrú, kemur einnig illa út úr þessari mynd og brandararnir sem hún segir er henni ekki til framdráttar.
Hvet alla sanna Íslendinga til að fara á draumamyndina, Draumalandið.
Bloggfærslur 13. apríl 2009
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 86
- Frá upphafi: 236869
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar