13.2.2009 | 18:43
Valentínusardagurinn - Dagur amapósta
Valentínusardagurinn er dagur elskenda. Sendendur amapósts elska þennan dag. Þarna er viðskiptatækifæri fyrir þá. Fjöldi amapóstsendinga hefur aukist um 9% frá byrjun mánaðarins skv. mælingum MessageLabs. Innihald póstsins eru bréf tileinkuð Valentínusardeginum, gjafir og tilboð. Inni í þessum girnilegum tilboðum eru yfirleitt spilliforrit.
Amapóstvarnir Símans halda vel en í dag slapp inn einn amapóstur með uppskriftum. Voru þistilhjörtu þar í aðalhlutverki. Eitt víntilboð barst í tilefni dagsins en kom það í gengum póstlista sem ég er á.
Flestir amapóstar koma frá Cutwail laumunetinu. Xarvester kemur nokkuð á eftir en Mega-D hið virka laumunet er ekki með í slagnum í ár.
Nálgun Cutwail er einföld. Í efni póstanna stendur: "St. Valentine's Bonus" eða "Make this Valentine's Day the most memorable ever".
13.2.2009 | 00:09
Tapslagatalningin (TST)
Ég ákvað að taka með mér nýtt vopn í brids í kvöld. Inn á borð hjá mér rakst nýverið bridsbókin Tapslagatalningin (TST) í þýðingu Ísaks Arnar Sigurðssonar sem byggir á riti Ástralans Ron Klinger, The modern losing trick count. Fjallar hún um þá matsaðferð að áætla tökuslagi út frá tapslögum. Í hverjum lit geta mest verið þrír tapslagir og þar með alls tólf á einni hendi. Mesti fjöldi tapslaga á tveimur höndum er þar með 24 (12+12). Aðferðin snýst um það að telja tapslagi beggja handa og draga frá 24, en þá kemur út áætlaður fjöldi tökuslaga.
Með þessa nýju visku fór ég til spila en einn kostur TST aðferðarinnar er að hægt er að hafa nota af henni án þess að samherji hafi kynnt sér hana. Einnig er hún óháð sagnkerfi. Ég taldi því punkta og tapslagi í allt kvöld og beið eftir góðu tækifæri í Butlertvímenning. Loks kom spil þar sem reglan gæti nýst. Í sextánda spili tók ég upp í norður:
S: J963 H:K92 T:K9543 L:7 alls 8 tapslagir og 7 punktar.
Makker í suður opnaði á einu hjarta eftir þrjú pöss. Ég hækkaði í 2 hjörtu. Makker kom með boð, 3 hjörtu og ég lyfti í geim. Ég ályktaði að hann ætti etv. 7 tapslagi eftir opnun og nú væru þeir komnir niður í 6. Samkvæmt formúlunni, þá væru tapslagir 8+6=14 og 24-14=10 því lyfti ég yfirvegað í geim. Makker átti:
S:KD10 H:108765 T:A76 L:AK alls 6 tapslagir og 16 punktar.
Það töpuðust tveir slagir á tromp og spaðás. Tíu slagir í húsi og 420 í okkar dálk.
Reglan svínvirkaði eins og svíningin í hjarta. Hluti af salnum náði ekki geiminu. Í nokkrum af næstu spilum sem á eftir komu var hægt að nýta regluna. Ég hef nú grun um að við hefðum náð geiminu með 23 punkta á milli handanna án TST en maður var öruggari og hafði betri forsendur fyrir hækkuninni. Þetta er því góð viðbót við sagnvenjur í brids. Bætist ofan á "Law of Total tricks", sem Larry Cohen hefur boðað.
Í lokaorðum bókarinnar stendur: Ef þú telur að TST sé gagnleg viðbót við venjulegar sagnir þínar, mun það sannarlega verða gott hjálpartæki. Ef þú lítur á það sem töfralausn á öllum sagnvandamálum, muntu verða fyrir bitrum vonbrigðum og gætir hafnað TST, en myndir þá tapa öllum kostum sem það bíður. TST er takmörkuð viðbót, en kemur að góðum notum ef trompsamlega finnst eða ef annar hvor er með sjálfspilandi lit. Í því samhengi er TST frábær matstækni. Það er ekki óbrigðult, en þú átt eftir að sjá að það er nákvæmara en nokkrar punktatalningaraðferðir.
Það má taka undir þetta.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 13. febrúar 2009
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 6
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 91
- Frá upphafi: 236874
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar