Ímynd Íslands

"stunning, scenic, volcanic"
Er ekki eftirsóknarvert að búa í svona landi?

Svona er dæmigert svar frá tilvonandi ferðamönnum sem heimsækja vefinn vatnajokull.com

Á vefnum vatnajokull.com eru upplýsingar um afþreyingu á Vatnajökli, stærsta jökli Evrópu. Hægt er að panta bæklinga með því að fylla út form á síðunni. Til gamans er spurt nokkura aukaspurninga. Þeim hefur verið safnað frá árinu 2001. Þriðja spurningin er á þessa leið:
Which three words come to mind first when you think of Iceland?

Niðurstaðan, Topp-10 orða listinn fyrir árið 2008.

   1. Glacier(s)
   2. Nature
   3. Vulcano
   4. Cold
   5. Ice
   6. Beautiful
   7. Adventure
   8. Geysir(s)
   9. Reykjavík
 10. Waterfall

 

Úrtakið dreifist um alla jörðina og er ekki hægt að greina mikinn mun á svörum frá Evrópu og Asíu.

Það þarf kannski ekki að koma á óvart að ferðamenn (markhópur) sem heimsækja vefinn vatnajokull.com hafi þessa ímynd en hún kemur vel saman við niðurstöðu ABC sjónvarpsstöðvarinnar sem tilnefndi íslensku jöklana og eldfjöllin undir þeim til sjö undra veraldar fyrir vel rúmu ári síðan.

Björk marði Eið Smára í einstaklingskeppninni. Reykjavík hefur yfirburði yfir örnefnin. Mörg lýsingarorð yfir fegurð landsins, ef þau væru flokkuð saman þá yrði sá  flokkur stærstur. "Beautilful" skorar hæst en lýsingarorð eins og: scenic, rugged, dramatic, solitary, remote, exciting, breathtaking, stunning, amazing, unique, magic og sensational komu upp í hugann.

Aldrei var minnst á fjármál þegar fjármálasnilli landsins reis sem hæst árið 2007. 


Náttúran er að rúlla þessu upp eins og fram kemur í grein þinni og gaman að velta því fyrir sér.  Við eigum klárlega sóknarfæri. Á föstudagskvöldið 5. júní sl. var athyglisverð frönsk heimildarmynd eftir Yann Arthus-Bertrand, Heimkynni (HOME) frumsýnd víða um heim og fjallar um framtíð jarðarinnar. Með sjálfbærni að leiðarljósi getum við orðið góð fyrirmynd. Hætt að eltast við að standa fyrir hluti sem við kunnum ekki, eins og nefnd um ímynd Íslands komst fyrir nokkru. 

Því má taka undir orð Roger Boyes um að Ísland hafi sérstöðu sem skýri hvers vegna allar þessar stjörnur komi til Íslands og það sé eitthvað sem landið eigi að halda á lofti og skapa sér sérstöðu í stað þess að setja upp útlend álver.


mbl.is Boyes: Of mikil áhersla á ál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. desember 2009

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 243
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 204
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband