Skötuveizla á Þorláksmessu

Þeir eru skemmtilegir þessar hefðir sem koma upp árlega.  Skötuveisla er ein af þeim.  Stór hluti af fjölskyldunni hittist á Ölver við skötuhlaðborðið.  Það var einnig boðið upp á tindabikkju, skötustöppu, saltfisk og hangikjöt með uppstúf. Einnig voru þrír góðir síldarréttir í boði. Það var skemmtileg stemming þegar komið var að veitingastaðnum, sterk skötulykt angaði fyrir utan húsið í kuldanum. Hvert sæti var skipað í stóra salnum og góð stemming.  Skatan var mjög sterk og tók vel í hálsinn. Ég var með smá vott að kvefi en það rauk úr mér. Réttirnir sem fylgdu á eftir voru bragðlitir.  Lengi lifi skatan.

skataV

 

Á Vísindavefnum stendur þetta um skötu á Þorláksmessu:

"
Í kaþólskum sið var fasta fyrir jólin og átti þá ekki að borða mikið góðgæti og einna síst á Þorláksmessu. Það átti að vera sem mestur munur á föstumat og jólakræsingum, auk þess sem ekki þótti við hæfi að borða kjöt á dánardegi heilags Þorláks. Þessir matsiðir héldust í stórum dráttum þótt hætt væri að tilbiðja Þorlák sem dýrling. Þó var fólki stundum leyft að bragða aðeins á jólahangikjötinu ef það var soðið á Þorláksmessu."

Það er einnig gaman að velta því fyrir sér hvernig þessir siðir urðu til.

"Alþekkt er í heiminum að matréttir sem upphaflega urðu til vegna fátæktar eða skorts á framboði þykja seinna lostæti. Ástæðan er oft það nostur sem hafa þurfti við matreiðsluna til að gera hráefnið gómsætt. Þetta á til dæmis við um ýmsa franska skelfisks- og sniglarétti. Fyrir utan skötuna má á Íslandi nefna laufabrauðið sem þurfti að vera örþunnt vegna mjölskorts á 17. og 18. öld, og rjúpuna sem upphaflega var jólamatur þeirra sem ekki höfðu efni á að slátra kind"

 

Þorvarður Sigurðsson frá Teigaseli (1942-2001) að verka skötu fyrir utan saltskemmurnar á Hornafirði fyrir 27 árum.


Bloggfærslur 23. desember 2009

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 243
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 204
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband