Skytturnar lögðu Græna herinn

Hann varðist vel Græni herinn á iðjagrænum Emirates gegn Skyttunum. Fyrstu orrusturnar gengu ágætlega hjá þeim grænu en stríðið tapaðist, 3-1.  Þeir grænklæddu, eða stuðningsmenn þeirra, bera nafnið The Green Army. Er sá litur góður í baráttu fyrir grænum gildum, en ekki er hann góður fyrir knattspyrnulið. Einungis tvö lið á Englandi eiga græna búninga. Breiðablik hefur þó fylgt í spor þeirra en aldrei náð að verða annað en efnilegir, þó með nokkrum undantekningum í kvennaknattspyrnunni. Ég sá á síðasta ári leik Barcelona og Levante. Þeir síðarnefndu voru í algrænum búningum og gekk mér  illa að sjá leikmenn á vellinum. Mér er minnisstætt eitt sinn er löng sending kom út á vænginn. Hræðileg sending hugaði ég. Skyndilega fór boltinn að ferðast hornrétt á fyrri stefnu og ég ekki búinn að drekka neinn bjór. Var þar vængmaður Levante að geystast upp kantinn!  Leikkerfi sem minnti á skæruhernað.

Plymouth_Argyle_FCÞað er gaman að upplifa söguna í gegnum ensku knattspyrnuna. Í merki Arsenal er fallbyssa sem hefur tengingu í Búastríðin í S-Afríku. Í merki Plymouth Argyle er þrímastra seglskip, Mayflower en það flutti 102 púrítana, pílagrímsfeðurna, frá Plymouth á suðvesturströnd Englands til Massachusetts í N-Ameríku 1620. Þeir stofnuðu fyrstu eiginlegu nýlenduna í Nýja-Englandi.  Því hefur Plymouth annað gælunafn, The Pilgrims.

Sagan tengist íslenskum íþróttaliðum, þó ekki eins og hjá Bretum. Helst fornsögur. Á Hofsósi er Vesturfarasetur og Ungmennafélagið Neisti. Væru enskar hefðir viðhafðar, þá gætu stuðnigsmenn Neista, kennt sig við Vesturfarana. Hvernig væri það? 

En við Arsenal fögnum því að vera komnir í 32 liða úrslit í Ensku bikarkeppninni, frægustu, elstu og virtustu keppni heims. Milljónalið Manchester City og stuðningsmenn þess geta ekki fagnað því í kvöld.


mbl.is Nottingham Forest skellti City - Southend náði jöfnu gegn Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2009

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband