Davíð til Vanúatú

Á Borgarafundinum í Háskólabíó sl. mánudag fór breski hagfræðingurinn Robert Wade á kostum. Hann flutti mjög áhugavert erindi, kom með óhuggulega spá um aðra kreppu í vor, og var með lausnir.  Hann skaut ýmsum fróðleik á milli skrifaðs texta í ræðunni og nefndi góð dæmi. Eitt dæmið hreif fundarmenn alla svo vel að þeir risu upp úr sætum sínum og klöppuðu af hrifningu. Þá var hann að fjalla um seðlabankastjóra núverandi og hvar hann væri best niðurkominn. Tillaga Wade var sú að gera hann að sendiherra á eyjunni Vanúatu.

En er þessi eyja til og hvar er hún?

Flag of VanatuVanúatú er 1,750 km norðaustan við Ástralínu, í suður-kyrrahafi. Vanúatú hlaut sjálfstæði og varð lýðveldi árið 1980. Það samanstendur af 80 eyjum, sem áður hétu Nýju Hebrídeyjar, og tilheyrðu áður Bretlandi og Frakklandi. Búið er á 65 þessara eyja. Íbúafjöldi er liðlega 215 þúsund. Höfuðborgin heitir Port-Vila.

Tveir þriðju íbúa Vanúatú lifa af kotbúskap en fiskveiðar, ferðaþjónusta og erlend bankaþjónusta eru vaxandi gjaldeyrislind.

Geir Haarde, í fjarverðu Davíðs utanríkisráðherra skrifaði undir yfirlýsingu um stofnun stjórnmálasambands fyrir Íslands í september 2004. Þeir félagar eiga því að þekkja vel til eyjarinnar.

Vanúatú og Ísland eiga margt sameiginlegt. Því ætti Davíð að getað fundið sig vel á kyrrahafseyjunni.

Heimildir:

http://en.wikipedia.org/wiki/Vanuatu

http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/2369


Bloggfærslur 16. janúar 2009

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband