27.9.2008 | 12:47
FH eða ÍBK
Ég er mjög hlutlaus í þessu mál, hverjir verða Íslandsmeistarar? Ég gæti dæmt leikinn. Vona að allt fari vel fram og bezta liðið verði Íslandsmeistari. Keflvíkingar hafa örlítið forskot fyrir lokaumferðina.
Fyrir 19 árum var sama staða. Þá voru Hafnfirðingar i sporum Keflvíkinga í dag.
Ég man eftir leiknum fræga FH - Fylkir árið 1989. Ég var á honum. Ef FH hefði sigrað Fylki, sem var fallin þá hefði Íslandsmeistaratitilinn komið í Fjörðinn. Fylkir vann óvæntan sigur, 1-2 og KA sigraði í sínum leik 2-0 og tók Íslandsbikarinn í fyrsta og eina sinn. Það var undarleg tilfinning að ganga af Kaplakrikavelli, allir voru svo þögulir. Ég þekkti einn leikmann FH mjög vel, miðvallaleikmanninn Magnús Pálsson en við stunduðum saman tölvunám í HÍ. Því studdi ég FH í baráttunni en það dugði eigi. Keflavík féll þetta ár úr deildinni, ásamt Fylki.
Einn leikmaður sem á rætur að rekja til Hornafjarðar leikur í liði Fylkis í dag. Heitir sá Ásgeir Örn Arnþórsson og ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Það verður gaman að fylgjast með honum.
Þrátt fyrir tvo frábæra leki í Íslandsmótinu ætlum við Ari ætlum að fylgjast með Kópavogsslagnum í dag, Breiðablik - HK.
En skyldi sagan endurtaka sig frá 1989?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2008 | 01:32
Hull City
Það er rúm öld síðan Arsenal og Hull City áttust við í fyrsta skipti. Síðan hafa fáir leikir verið á milli liðanna, eða ellefu alls. Enginn af þeim hefur verið í efstu deild.
Ég hef góðar taugar til Hull. Orsakir þess má rekja til fyrstu og einu siglingar minnar en siglingar voru hápunktur sjómennskunnar og til hafsjór af siglingasögum hjá hetjum hafsins. Ég var togarasjómaður á Þórhalli Daníelssyni, SF-71 og seldum við í Hull í nóvember 1985 eftir að hafa farið í gegnum hinn fræga Pentil. En þar eru sjómenn busaðir.
Við gerðum ágæta sölu, þó Moggin segi annað og vorum með fullfermi. Eftirminnilegt var að sigla inn Humber ánna og þræða dokkirnar. Eftirstöðvar þorskastríðsins voru öllum ljósar, stórir togarar lágu bundnir við bryggju og lifðu á fornri frægð. Mér fannst borgin ekki spennandi en um 250 þúsund manns bjuggu þar. Skammt suður af Hull er Grimsby en þessir staðir voru mikið í sjávarfréttum. Næturlífið var hins vegar mjög eftirminnilegt og til ógrynni af sögum og ljóðum úr ferðinni. Einn staður Camio, pöbb var þungamiðja sögusviðsins.
Eftir nokkra daga í Hull var haldið yfir Norðursjó og yfir til Þýskalands en þar fór skipið í slipp í Busum. Þar hélt ævintýrið áfram. Ég fylgdist vel með enska boltanum á þeim árum. Ég man að Everton var bezta liðið. Arsenal átti útileik við Everton og ég keypti dagblaðið Der Spiegel til að fræðast um úrslit og þjálfa slaka þýskukunnáttu. Þar var greint frá úrslitum og þar stóð, Everton - Arsenal 6-1. Ég trúði þessum úrslitum ekki, og taldi að prentvillupúkinn væri á ferð. Ég ákvað því að kaup hið virta Die Welt. Mér til mikillar vonbrigða stóðu sömu úrslit.
Eftir heimsókn okkar Hornfirðinga til Hull hefur borgin reist úr kútnum og orðin kraftmikil borg. Ávöxtur af uppsveiflunni endurspeglast í árangri knattspyrnuliðsins Hull City. Nýliðinum hefur gengið vel í Úrvalsdeildinni, þvert ofan á allar spár. Hins vegar verður róðurinn erfiður gegn ungliðum Arsenal.
Ég spái góðum sigri Arsenal og ætla að horfa á leikinn og rifja upp frábæra tíma á Ölver á morgun.
Bloggfærslur 27. september 2008
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 6
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 236912
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 83
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar