20.9.2008 | 23:00
Leikjadagurinn mikli
Leikjadagurinn mikli hófst í Íþróttahúsi Snælandsskóla er 8. flokkur HK hélt fyrstu laugardagsæfingu vetrarins. Níu guttar mættu til leiks og höfðu mismikinn skilning á knattíþróttinni. Fyrst var hitað upp með bolta, síðan var hefðbundinn stórfiskaleikur. Eftir hann var skipt í tvö lið og var mikið skorað enda lítið um varnir. Ari stóð sig vel, raðaði inn mörkum, þau urðu vel yfir tíu og rétt dugði það til sigurs. Er heim var komið fór Ari í bað enda var vel tekið á því. Síðan var haldið í fjölskylduveislu í Digranesi en í boði voru tveir handboltaleikir hjá HK við Fram og ýmislegt fyrir áhorfendur í boði. Flott umgjörð í byrjun handboltatímabilsins.
Særún og handboltastúlkurnar í HK voru fánaberar er liðin komu inn á völlinn og sáu um kústinn. Stelpurnar í HK hófu leikinn af krafti á móti Fram og komust í góða forystu. Ekkert gekk hjá HK í seinni hluta hálfleiksins. Var staða Fram væn, 8-13 í hálfleik. Mikið var um sendingarfeila og mistök. Í stöðunni 6-7 fyrir Fram gekk hvorki né rak hjá báðum liðum. Þó víti, dauðafæri og hraða leik gekk ekkert að skora. Í síðari hálfleik hélst munurinn til að byrja með en svo kom góður leikkafli hjá HK stúlkum. Kom hann er strákarnir í HK birtust í dyragætinni. Hafa þeir eflaust æst stúlkurnar upp en einnig voru gerðar taktískar breytingar í sókn og vörn. Lokin voru stórspennandi og höfðu HK stúlkur frækilegan og óvæntan sigur, 21-19.
Klukkan fjögur hófst leikur sömu liða í karlaflokki. Það var gaman að fylgjast með upphituninni og var mikil samstaða í liði HK. Það dugði ekki til, því Fram vann sigur 23-27 á yfirspenntum HK-mönnum eftir að hafa náð góðri forystu í byrjun leiks.
Síðan var haldið á Players og horft á síðari hálfleik hjá Bolton og Arsenal. Við fegðar borðuðum kvöldmatinn þar, pizza varð fyrir valinu. Lítið markvert gerðist fyrr en Walcott kom inná. Átti hann góðan sprett sem tryggði 1-3 sigur og toppsætið í amk. sólarhring.
Þrír sigrar og einn ósigur, ágætur leikjadagur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2008 | 01:08
Klukkaður.....
Suðursveitungurinn og bloggarinn Sigfús Már klukkaði mig í vikunni. Ég er ekki mikið fyrir að eyða bandvíddinni og diskplássi í keðjuleiki en tek þessari klukkun til að líta til baka.
Lestartröll og pokamaður á Þórhalli Dan. Saltfiskur hjá Benta. Tölvufræðingur hjá KASK, Eldsmiðnum, Skímu, Símanum og Stika. Ferðaþjónusta hjá Jöklaferðum.
Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:
Börn náttúrunnar e. Friðrik Þór.
Doctor Zhivago e. David Lean.
Saving Private Ryan e. Steven Spielberg
Battleship Potemkin e. Sergei M. Eisenstein
Höfn í Hornafirði, Laugarvatn, Reykjavík, Kópavogur
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
ÚtSvar, Gettu Betur, Enski boltinn, Silfur Egils.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Víti í Öskju, Hvannadalshnjúkur, Emirates Stadium í London og Hornafjörður
mbl.is, visir.is, arsenal.com og horn.is (þangað til vefurinn fór í langt sumarfrí).
Þorramatur, humar, fjallalamb og fiskur
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft.
Sálmurinn um blómið, e. Þórberg Þórðarson
Við rætur Vatnajökuls, árbók FÍ 1993
Leiðin til frelsis, sjálfsævisaga Nelson Mandela
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 20. september 2008
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 6
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 236912
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 83
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar