16.9.2008 | 09:09
Hljóðlaus hurðarskellur
Þegar ég renndi í gegnum blöðin meðan ég borðaði musli morgunverðinn um kl. 7.25 í morgun kom skyndilega þrýstingshögg, búmp. Hver skellir svona á eftir sér hurðum hugsaði ég en ekkert hljóð fylgdi. Ég ætlaði að kíkja út og fylgjast með mannaferðum en frétt um gjaldþrot Lehman Brothers stöðvaði mig. Ekki velti ég þessu meir fyrir mér. En á leiðinni í vinnuna frétti ég af snörpum jarðskjálfta upp á tæp fjögur Richterstig. Ég bý uppi á heiði í Kópavogi, vil hafa útsýni og sleppa við flóð. Borðkrókurinn er í 128 metra hæð yfir sjávarmáli. Hér er GPS punktur: N: 64.06.634 - W 021.51.981. Ekki veit ég hvort það sé dempari undir grágrýtisheiðum Kópavogs en lítið fór fyrir skjálftanum.
Ísland er í stöðugri mótun og eru jarðskjálftar innifaldir ríkisborgararéttinum.
Bloggfærslur 16. september 2008
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 6
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 236912
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 83
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar