Fangar frelsisins

FangarFrelsisinsÍ dag eru rétt tíu ár síðan minnismerkið um Fjalla-Eyvind og Höllu, Fangar frelsisins,  var afhjúpað á Hveravöllum.

Í fjallaferðum um óbyggðir Ísland er mér ávallt hugsað til þessara útileguhetja. Saga þeirra hefur gefið manni kraft.

Ég var staddur á Hveravöllum á heitasta degi ársins, miðvikudaginn 30. ágúst þegar hitamet féllu. Þau skötuhjú hafa örugglega ekki  upplifað annan eins hita á allri sinni æfi á Hálendi Íslands.

Listaverkið er eftir Magnús Tómasson, myndlistarmann á Ökrum á Mýrum. Fjalla-Eyvinarfélagið stóð á bakvið hugmyndina.

Listaverkið samanstendur af rimlum og steinum. Innan rimlanna eru tvö steinhjörtu, annað er sótt til Súðavíkur í fæðingarsveit Höllu, hitt að Hlíð í Hrunamannahreppi á fæðingarstað Eyvindar.

Á Kiðagili í Bárðardal er sýningin útilegumenn í Ódáðahrauni - goðsögn eða veruleiki og koma þau Eyvindur og Halla við sögu þar einnig Grettir og fleiri góðir menn. 

Útlagar neyddust til að draga fram lífið í útjaðri samfélagsins. Sögur af útlögum í fornsögum minna oft á útlagana í villta vestrinu, en margir hafa bent á líkindi með þeim sagnaheimum.

Nú fer eflaust að styttast í að stórmynd um útilegumenn verði framleidd á Íslandi en á fyrri hluta síðustu aldar voru leikrit og kvikmyndir byggðar á sögu Fjalla-Eyvindar vinsælt efni.


Bloggfærslur 9. ágúst 2008

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 12
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 236918

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 89
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband