23.8.2008 | 15:56
Craven Cottage
Leikmenn Fulham 2004/05 frá: Kanada, Kamerún, Hollandi, USA, Skotlandi, Englandi, Wales, Frakklandi, Þýskalandi, Danmörku og Portúgal.
Það er skemmtileg útfærsla á uppruna liðsmanna á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Þeir hengja þjóðfána hvers leikmanns upp í rjáfri á Hammersmith End stúkunni. Ég heimsótti leikvöllinn árið 2005 en þá var Heiðar Helguson ekki gengin í raðir Fulham. Þá hefði íslenski fáninn verið uppi í rjáfri.
Ellefu fánar voru á vormánuðum 2005 og endurspeglar það hversu alþjóðlegur enski boltinn er orðinn en flóran er fjölbreyttari hjá öðrum liðum, t.d. Arsenal. Erlendum áhorfendum hefur einnig fjölgað. En ekki í sama hlutfalli og leikmenn.
Það var gaman að heimsækja Craven Cottage. Fulham spilaði ekki á leikvellinum tímabilið 2003/2004 en þá var verið að endurbyggja endastúkurnar sem kenndar eru við hverfin tvö, Hammersmith End og Putney End. Völlurinn var byggður árið 1896 og 26.000 áhorfendur og var auðvelt að fá miða. Aðkoman að leikvellinum með jarðlest er frá Putney Bridge og er nokkuð löng og bugðótt ganga eftir gróðursælum stígum meðfram Thames ánni. Það er skemmtileg ganga í góðu veðri. Þegar maður nálgast völlinn, þá heyrist söngur stuðningsmanna og gengur maður einfaldlega á hljóðið og fylgir fólkinu sem er í liðsbúningum. Glæsileg hús eru í Fulham hverfinu sem ber vott um að þar býr efnað fólk.
Fulham gegn Arsenal
Fulham 0-3 Arsenal 19-01-2008
Fulham 2-1 Arsenal 29-11-2006
Fulham 0-4 Arsenal 04-03-2006
Fulham 0-3 Arsenal 11-09-2004
Fulham 0-1 Arsenal 09-05-2004
Fulham 0-1 Arsenal 03-11-2002
Fulham 1-3 Arsenal 15-09-2001
Fulham komst upp í Úrvalsdeildina árið 2001 og hefur verið þar síðan. Arsenal hefur spilað 7 leiki við Fulham og unnið 6. Því er þessi aldni litli völlur hagstæður Arsenal. Líkleg úrslit eru 0-2.
Adebayor gæti komið við sögu en hann hefur kunnað vel við sig á vellinum.
Erlendum áhorfendum hefur einnig fjölgað. Björn Guðbjörnsson og undirritaður fyrir utan Putney Stand í byrjun apríl 2005.
Fulham - Portsmouth 3-1, 3. apríl 2005. Lualua kom Portsmouth yfir en í seinni hálfleik skoruðu Cole, McBride og Boa Morte. Áhorfendur 20.502.
![]() |
Erlendir fjölmennastir í Englandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2008 | 10:30
Forsíður dagblaðanna
Það var gaman að fara yfir forsíður dagblaðanna í morgun. Handboltahetjur okkar áttu sviðið eftir frækilegan sigur á Spánverjum. Á forsíðu Moggans var stór mynd af Guðjóni Val Sigurðssyni. 24 Stundir fyglja athyglisverðu viðtali við móður Björgvins Páls Gústafssonar með forsíðumynd og Fréttablaðið bitir risa mynd af þeim félögum, Sigfúsi Sigurðssyni og Ólafi Stefánssyni í spennufalli.
Val á forsíðumynd er erfitt, þær eru svo margar hetjurnar í Peking og endurspeglar breiddina í liðinu. Ekki má heldur gleyma þeim sem starfa á bakvið tjöldin. Má þar meðal nefna fimmtánda manninn, Bjarna Fritzson, læknaliðið, þjálfarateymið og stjórnarmenn.
Nú er undirbúningur hafinn af morgunverði á morgun eftir hátíð dagsins í gær og dag. Það var gaman að sjá norsku stúlkurnar vinna gullið í handbolta í morgun. Vonandi verða okkar menn ekki saddir og verða í sömu sporum.
Það er gaman að heyra þetta markmið hjá Ólafi Stefánssyni um gullið og þjóðsönginn. Það sama gerðu íslensku bridsspilararnir í Yokohama er þeir unnu Bermúdaskálina 1991. Með því urðu þeim fyrstu heimsmeistarar Íslendinga í flokkaíþrótt.
![]() |
„Ég vil fá gullið og þjóðsönginn“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 23. ágúst 2008
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 12
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 236918
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar