Vefveiðar á snarsambandi (MSN phishing)

Ný óværa herjar á notendur snarsambands, (MSN þjónustunnar).   Hún lýsir sér þannig að skyndilega birtast skilaboð frá spjallvini sem jafnharðan skráir sig út.  Hér er dæmi um færslu  MSN-vinar sem heitir fiskholl:

fiskholl says:

      http://fiskholl.imagefrosty.info

Hér kemur í fyrri hluta slóða kenni vinar en svo eru til fleiri afbrigði af léninu. T.d. get-that-stuff.info og  cooooolio.info

Ef notandi smellir á tengilinn, sem ég mæli ekki með að sé gert, því að forðast ber að smella á tengla í snarsambandi nema rík ástæða sé til. Þá kemur þessi vefsíða.

Msn-password

Hér er óværan að reyna vefveiðar. Hún er að fiska (phishing) netfang þitt og lykilorð.  Sláir þú inn þær upplýsingar þá hefur vefveiðarinn náð tilgangi sínum og þú gengið í gildruna. 

Vefveiðararnir eru meira svo kræfir að birta skilaboð, þegar ýtt er á LOGIN um að skráning hafi mistekist. Þannig að notandinn reynir aftur.

Það eru mjög margir sem hafa fallið fyrir þessu einfalda bragði hér á landi, því mikið er um að fólk sé að fá skilaboð í gegnum snarsamband sitt.

Spjallvinurinn er greinilega sýktur, hann þarf að breyta lykilorði á snarsambandi sínu svo hann og spjallvinir verði í friði.  Notandinn sem fær skilaboðin er í lagi svo fremi sem hann gefi ekki neitt upp.


Bloggfærslur 12. júlí 2008

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 236928

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband