1.6.2008 | 00:02
Sjómannadagurinn
Þegar ég var sjómaður fyrir rúmum tuttugu árum var Sjómannadagurinn helsti hátíðisdagur ársins. Það var mikil stemming um borð í skuttogaranum Þórhalli Daníelssyni þegar komið var í land fyrir helgina miklu. Áhöfnin tók yfirleitt þátt í kappróðri og komst ég einu sinni í róðraliðið. Það var mikill heiður og mjög gaman að taka þátt. Enginn tími gafst til róðraæfinga svo við hoppuðum beint í keppnisbáta. Einn okkar manna tapaði ár þannig að við stóðum okkur eins og íslenskt keppnislið í knattleikjum. Um kvöldið á Sjómannadag var hápunkturinn, þá bauð Borgey skipverjum í veislu á Hótel Höfn og var ávallt gaman þar innan um hetjur hafsins og spúsur þeirra. Oftast var haldið til hafs síðdegis á mánudegi og var það einn erfiðasti dagur ársins.
Ég sótti sjóinn stíft á togaraárum mínum. Fór í fyrstu veiðiferð í júlí 1985 og náði 22 uppgjörum í röð. Tók aðeins eitt frí, í júní 1986 á rúmu ári. Man að mikil veiði var um sumarið 1986 og peningar söfnuðust hratt inn á bankareikning minn, mun hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir og er það í eina skiptið sem það undur hefur gerst á ævinni.
Heldur hefur dregið úr sjarma sjómannadagsins. Kvótakerfið er einn sökudólgurinn í því. Ég ætla samt að taka þátt í hátíðarhöldum hér í höfuðborginni, taka þátt í samkomunni, Hátíð hafsins og jafnvel kíkja á sjóarann síkáta í Grindavík ef bræla verður ekki á Suðurnesjum.
Myndin er tekin um borð í Þórhalli Daníelssyni, SF-71 fyrir um 20 árum. Björn Ragnarsson, sem nú er búsettur á Selfossi er bæta trollið og í bakgrunni er dóttir kokksins, Þórarins Sigvaldasonar. Hún var með okkur úti í einni veiðiferð sem stóð í viku og skemmti sér vel.
Sjómenn til hamingju með daginn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 1. júní 2008
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 4
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 236931
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar