4.5.2008 | 12:34
Góða ferð Flamini
Hún er orðin langdregin og leiðinleg sápusagan af Flamini og nýja samningnum. Fyrst kom kvittur á kreik í mars um að kappinn myndi yfirgefa Vopnabúrið, síðan hefur málið dregist og nú í dag er lokadagur.
Flamini kom til Arsenal frá Marseille 23. júlí 2004 og fyrsti leikur hans var innáskipting fyrir Gilberto Silva í leik gegn Everton í 4-1 sigri á Goodison Park.
Hann notaði sömu aðferð er hann kom til Arsenal og hann notar núna. Lét samninginn renna út og hélt spilum sínum þétt að sér. Eflaust góður pókerspilari með mikið sjálfstraust.
Hann gekk ekki beint inn í ósnertanlegt lið Arsenal. Hann þurfti að sanna sig. Fyrsta tímabilið hóf hann þó leik níu sinnum og kom inná í tólf leikjum.
Leikmaður númer 16, Flamini var kynntur til sögunnar á sama tíma og Cesc Fabregas. Ég man eftir því að hafa lent í viðtali árið 2005 á Skjá Sport í þættinum Liðið mitt er Böðvar Bergsson stjórnaði
Þar var ég beðin um að leggja mat á nýju leikmennina tvo sem voru að brjóta sér leið inn í Arsenal-liðið. Ég spáði Fabregas miklum frama og að hann ætti eftir að verða stórstjarna. En Flamini væri svona Grimandi týpa.
Þannig mátum við Flamini í lok árs 2005. Grimandi týpa er leikmaður sem hægt er að nota víða á velli og er ekki stórstjarna. Lætur verkin tala og vinnur verkin hægt og hljótt. "Unsung hero", kallar Tjallin þessa leikmenn, nauðsynlegir í öllum liðum.
Þessi orð voru höfð eftir Wenger fyrir rúmum mánuði.
Samvinna þeirra Fabregas og Flamini er sú besta sem ég hef kynnst hjá Arsenal. Þeir hafa báðir afburða tækni og eru hreyfanlegir. Kannski má segja að þeir séu ekki jafn líkamlega sterkir og Vieira og Flamini en skilningur þeirra á leiknum er til fyrirmyndar og þeir bakka hvorn annan upp einstaklega vel.
Flamini stóð vaktina frábærlega í vinstri bakverði og hjálpaði Arsenal alla leið i úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Flamini kom inná fyrir Fabregas í úrslitaleiknum geng Barcelona. Ekki ætla ég að kenna skiptingunni um tapið en tvö mörk komu í ljós hjá Barcelona skömmu eftir skiptin. En franska stoltið sagði svo til sín. Hann neitaði að spila vinstra meginn í vörninni.
Í byrjun síðasta keppnistímabils leit út fyrir að Flamini færi frá Arsenal og myndi kaupa upp samninginn. Eftir góðan fund ákvað hann að verða um kyrrt og bíta á jaxlinn. Hann kom fílefldur inn í þetta keppnistímabil og var stálið á miðjunni með Fabregas. Fyrirliði Brasilíumanna, Gilberto Silva hafði fyrir vikið sætaskipti við hann á varamannabekknum.
Flamini kom mikið við sögu í fyrsta leiknum sem ég sá á Emirates við Wigan í febrúar 2007. Leikmaðurinn þindarlausi kom inná um miðjan seinni hálfleik, á 67. mínútu en Wigan leiddi leikinn og það stefndi í fyrsta tapið á Emirates.
Skyndilega kom stungusending inn fyrir vörn Arsenal og hinn tröllvaxni Heskey fékk boltann. Flamini veitti honum eftirför og slengdi hönd í öxl sóknarmannsins þegar þeir voru komnir inn í vítateig. Heskey féll við, eins og hann hefði verið skotinn.
Dómarinn lét leikinn fljóta áfram. Boltinn barst til markvarðarins, Lehmann's sem skipti um kant með því að henda knettinum til hægri. Sending kom áfram og hver haldið þið að sé mættur hægra meginn á miðjuna. Jú, leikmaður númer 16, Flamini.
Hann er örlítið fyrir innan vörn Wigan sem hafði varist vel er hann fékk boltann og sending fyrir markið frá honum orsakaði sjálfsmark hjá Hall á 81. mínútu. Fyrsta tapinu á Emirates var afstýrt. Þökk sé Flamini. Nokkru síðar skoraði Rosicky sitt fyrsta deildarmark og tryggði stigin þrjú.
En það kemur maður í manns stað. Líklega fer Gilberto í sumar. Denilson og Song eru kandídatar en etv. verður kíkt á markaðinn og verslað eitthvað meira en efnilegt efni.
Góða ferð Flamini og gangi þér vel á varnarsinnaðri Ítalíu. Hafðu þökk fyrir 153 leiki og átta mörk.
Í dag er leikur Arsenal og Everton, skyldi síðasti heimaleikur Flamini hjá Arsenal enda 4-1?
![]() |
Flamini sagður vera búinn að semja við AC Milan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Bloggfærslur 4. maí 2008
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 11
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 110
- Frá upphafi: 236938
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 94
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar