Eldlandið

Varð að fara að hlusta á fjallamanninn með hnífinn, Simon Yates í kvöld. Hann sagði frá Eldlandinu, Tierra del Fuego, syðsta landi Suður-Ameríku. Það var uppgötvað af Ferdinand Magellan árið 1520. Því er skipt á milli Chile og Argentínu. Flestir búa austanmeginn í Eldlandinu, Argentínu-meginn en vesturhluti landsins minnir á Grænland. Þó er hlýrra, vindasamara og hornfiskari fjöll. Gróður er mun meiri en á Grænlandi. Minnir einnig á Noreg eða jafnvel Austfirði séð úr 2000 metra hæð. Jöklar eru staðsettir þarna og kelfa í sjó. Frægastur þeirra er Moreno jökullinn. 

Það var athyglisvert að fylgjast með fjallaferðum Simon's og fjölskyldu til Eldlandsins.  Ekki var mikið um átroðning ferðamanna í fjöllum en það á eflaust eftir að aukast í framtíðinni. Syðsti hluti S-Ameríku heitir Cape Horn, hvað annað.

Moreno jökullinn

Símon var ekki mikið að eyða tímanum hjá Moreno jöklinum en fann einn af svipaðri fegurð í djúpum firði er hann kleif Mount Iorana 2.300 metra hátt fjall. Veðrið sem fjallgöngumenn fengu var glæsilegt og ótrúlega fallega myndir sem hann sýndi okkur. Kyrrðin og fegurðin "æpti" á okkur í myrkvuðum Ferðafélagssalum.


Bloggfærslur 28. maí 2008

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 110
  • Frá upphafi: 236938

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband