14 tindar yfir 8000 metrar

Það var gaman að fylgjast með ÚtSvari um helgina. Mikið stóðu Fljótsdalshérað sig vel gegn skemmtilegum tónlistarmönnum frá Norðurþing.  Úrslitin eins og í góðum körfuboltaleik, 114 gegn 83 fyrir Héraðsbúa. Góð skemmtun og ekki að furða að áhorf sé mikið skv. mælingum Capacent.

Ein mjög skemmtileg spurning kom upp í valflokkunum í liðnum há fjöll. Þar var spurt um hversu mörg fjöll væru yfir 8.000 metra hæð á Himalaya eða Karakoram svæðiu í Asíu. Skáldið, bridsspilarinn og bóndinn Þorsteinn Bergsson skoraði 5 stig fyrir  Fljótsdalshérað með því að svara rétt:  14.

Það er búið að ganga á alla þessa fjórtán tinda. Því takmarki náði fyrstur Þjóðverjinn, Reinold Messner á árunum 1970 til  1986.

Everest                8848 m     Nepal/China    
K2                        8611 m     Pakistan/China
Kanchenjunga     8586 m     Nepal/India   
Lhotse                 8516 m     Nepal/China         
Makalu                 8463 m     Nepal/China        
Cho Oyu              8201 m     Nepal/China                    
Dhaulagiri            8167 m     Nepal    
Manaslu               8163 m     Nepal    
Nanga Parbat      8125 m     Pakistan    
Annapurna          8091 m     Nepal                        
Gasherbrum I      8068 m     Pakistan/China    
Broad Peak          8047 m     Pakistan/China    
Gasherbrum II     8035 m     Pakistan/China                  
Shishapangma     8027 m     China

Átta hæstu fjöllin eru í  Himalaya en það níunda, Nanga Parbat (nakta fjallið) er í Pakistan. Það var fyrsta fjallið í glæsilegri hjáfjallaröð Messener.


Bloggfærslur 7. desember 2008

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 5
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 81
  • Frá upphafi: 236887

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband