Erfið fæðing hjá Arsenal

Þetta er erfið fæðing hjá Arsenal gegn Tony Adams og félögum. David James hefur gert mikið til að auðvelda fæðinguna á þrem stigum með tveim mistökum en færin hafa ekki verið nýtt. Loks kom að því, vígamaðurinn Gallas skellti sér í sóknina og  mark.  Fyrir akkúrat þrem árum spiluðu þessi sömu lið og hafði Arsenal 4-0 sigur. Létt fæðing.

Meðan leikurinn rúllaði í gegn, þá dundaði ég mér við að athuga hvort stigin á fyrri hluta keppnistímabils væru þau fæstu síðan Wenger tók við. Hér eru niðurstöðurnar eftir 19. leiki.

                  Stig
2008/09      32
2007/08      43
2006/07      33
2005/06      33
2004/05      41
2003/04      45       meistarar
2002/03      39
2001/02      36       meistarar
2000/01      35
1999/00      42
1998/99      32
1997/98      34       meistarar
1996/97      36

Eins og sést, þá er stigafjöldinn í ár með því minnsta, þó ekki afburðalélegur árgangur. Liðið hefur oft átt slæman nóvember en hrokkið í gang með hækkandi sól. Því er ekki öll nótt úti en með að tímabilið endi með stæl, þó fæðingarnar séu erfiðari.


mbl.is Chelsea missti dýrmæt stig gegn Fulham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. desember 2008

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 77
  • Frá upphafi: 236883

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband