26.12.2008 | 13:19
Stórbrotin þjónusta hjá Canon og Beco
Fyrir fjórum árum keyptum við stafræna Canon A70 myndavél sem fjölskyldan nýtti til brúks. Fyrir nokkru hætti vélin að virka. Þegar kveikt var á henni kom svartur skjár og svartar myndir skrifuðust á diskinn. Vélin var komin úr ábyrgð og mikið myndefni framundan. Ég leitaði á Netinu og fann færslur um þetta vandamál í vélunum. Ég hafði samband við Nýherja en þeir hafa umboð fyrir Canon hér á landi. Þeir svöruðu fljótt og bentu mér á að hafa samband við Beco. En Beco sér um viðhald á Canon vélunum. Ég gerði það og fékk strax jákvæðar viðtökur. Vandamálinu var lýst og bent á hvenær myndavélin var keypt. Viðgerðarmaður Beco bað mig að koma með gripinn. Ef þetta væri skjáflagan, þá fengi ég tjónið bætt, annars borgaði það sig varla að gera við gripinn. Nokkuð dæmigert svar.
Farrið var með myndavélina til Beco og símanúmer tekin niður. Okkur var farið að lengja eftir svari en á Þorláksmessu hringdi síminn. Það var komin lausn. Hún var sú að þetta væri galli í skjáflögu sem þriðji aðili framleiddi. Við gætum fengið nýja myndavél, Canon A470 í staðin. Mér fannst þetta stórbrotin þjónusta hjá Canon og Beco. Maður er ekki svikin á því að eiga þessi merki að. Þetta kallast á gæðamáli að standa við að uppfylla væntingar viðskiptavina.
Hugurinn hvarflaði aftur í tímann. Ég tók langan tíma í ákvörðun um myndavélakaup þegar ég var 15 ára. Canon AE-1 varð fyrir valinu. Það varð að vanda valið. Öll sumarhýran sem safnaðist úr byggingarvinnu hjá Guðmundi Jónssyni, það sumar fór í myndavélina. Hún hefur fylgt mér síðan. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun með Canon. Allavegana ekki í dag. Ég hvet fólk til að verzla Canon vörur. Þær eru góðar, Canon er leiðandi á sínu sviði og þjónustan mögnuð.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 26. desember 2008
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 5
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 81
- Frá upphafi: 236887
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar