NÚNA er tækifærið

Var á baráttufundi hátækni- og sprotafyrirtækja í kvöld.  Fundurinn kallaðist „Núna“ er tækifærið því að núna er einmitt tæifærið til að hefja markvissa uppbyggingu hátækni- og sprotafyrirtækja með virku samstarfi og samstöðu stjórnvalda, stjórnenda og starfsmanna um að treysta stoðir nýsköpunar og virkja mannauðinn. Tilgangur fundarins var að efla sóknarhug og sjálfstraust.

Það tókst vel til. Stemmingin var stundum eins og á rokktónleikum. Margar kraftmiklar ræður haldnar af fulltrúum fyrirtækja og stjórnvalda. Það eru mörg tækifæri núna, mátti greina í máli fundarmanna. Flest fyrirtækin gátu bætt við sig mannskap, en á móti vildu fyrirtæki fá hluta af þróunarkostnaði endurgreiddan. Svipað og í löndunum í kringum okkur. Einnig var krafa um eðlilegt rekstrarumhverfi.

Svana Helen frá Stika sagði frá nýjum mannaráðningum og að gæða- og öryggisvottanir væru öflugt vopn í útflutningi.  Hilmar Pétursson frá CCP var fullur sjálftrausts og flutti kraftmikla ræðu um sýndarveruleikann í fjármálaheiminum og leikjaheiminum. Björk Guðmundsdóttir brýndi menn áfram og sagði frá fórnum sem leggja þarf á sig til að komast á toppinn.

Að fundinum stóðu Samtök iðnaðarins, Samtök líftæknifyrirtækja, Samtök sprotafyrirtækja, Samtök upplýsingafyrirtækja og Háskólinn í Reykjavík.


Bloggfærslur 15. nóvember 2008

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband