Bilderberg hópurinn

Heyrði athyglisverða kenningu í dag. Ég var spurður hvort ég teldi að Bilderberg hópurinn stæði á bak við bankakreppuna.  Ég taldi svo ekki vera. Hún væri Alan Greenspan fv. seðlabankastjóra Bandaríkjanna að kenna.   Það spurði viðmælandi mig hvort Bilderberg hópurinn stæði ekki á bak við Alan Greenspan?  Ég fór að pæla.


Hópurinn kom fyrst saman í Oosterbeek í Hollandi árið 1954 að frumkvæði Pólverjans Joseph Retinger og Bernhards Hollandsprins.

Kveikjan að hugmyndinni voru áhyggjur Retingers af aukinni andúð íbúa Vestur-Evrópu í garð Bandaríkjamanna og var yfirlýstur tilgangur hópsins að auka skilning milli Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku með óformlegum viðræðum milli helstu valdamanna landanna á flestum sviðum þjóðfélagsins. Með árunum hefur áhrifasvið hópsins þó teygt anga sína víðar, og meðal annars er stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak af mörgum talinn eiga rætur sínar að rekja til þeirra Bilderberg-manna.

Dulúðlegu fundirnir, sem að jafnaði eru haldnir árlega, fara fram víðs vegar í Evrópu og Norður-Ameríku og þá dugar ekkert minna en fimm stjörnu hótel undir öll fyrirmennin og herlegheitin.

Þrír Íslendingar eru í hópnum. Davíð Oddson, Geir Hallgrímsson og Björn Bjarnason. Jón Sigurðsson hefur einnig mætt á fund.

Heimildir:

http://en.wikipedia.org/wiki/Bilderberg_Group

http://www.deiglan.com/index.php?itemid=10356

http://www.vald.org


Bloggfærslur 31. október 2008

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband