29.10.2008 | 22:56
4:4
"A night to remember", söguð þulirnir á Sky. Ekki eru þetta góðar minningar. Tveggja marka forysta Arsenal hrundi eins og íslenska bankakerfið á síðustu mínútunum. Að tapa tveim stigum á heimavelli og nokkrar sekúndur til leiksloka gegn neðsta liði deildarinnar, Tottenham er klúður. Með svona spilamennsku verður Arsenal aldrei enskur meistari. Kannski Evrópumeistari.
Þeir hafa oft verið magnaðir nágrannaslagirnir í norður Lundúnum. Skemmst er að minnast 5:4 leiksins fyrir fjórum árum er mörkin níu skiptust niður á jafnmarga leikmenn.
Þessi leikur minnti mig hins vegar á leik fyrir sjö árum á Lane. Pires hafði komið Arsenal yfir eftir áttatíu mínútna barning. Það var komið fram yfir níutíu mínútur. Arsenal-menn reyndu að bæta við öðru markinu. Pires og Kanu gerður heiðarlega tilraun. Sullivan varði, sparkaði langt fram og skyndilega berst boltinn til Poyet. Hann á laust skot að marki sem efnið Richard Wright, átti að verja auðveldlega en inn fór boltinn. Pirrandi jafntefli var niðurstaðan. Eftir þetta fóru Arsenal-menn að leika út að hornfána til að tefja leikinn og geta varist. Þetta bragð gleymdist í kvöld.
![]() |
Liverpool áfram á toppnum í Englandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 29. október 2008
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring: 23
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar