15.9.2007 | 10:38
Ísland, Hong Kong norðursins
Svo mælti Vilhjálmur Stefánsson (1879-1962), landkönnuður og mannfræðingur.
Íshafsleiðin liggur á milli Norður-Atlantshafs og Kyrrahafs. Án hafíss væri þessi stysta leið milli heimshafanna tveggja fjölfarnasta siglingaleið jarðar!
Íshafsleiðin, var fyrst farin af rússneska skipinu Alexander Sibiryakov árið 1932. Frá Íslandi er þessi siglingaleið til Tokyo innan við 7000 sjómílur (18-20 dagar), en ef farið er um Suezskurðinn er hún um 12,500 sjómílur (34-36 daga sigling).
Í marz árið 2003 sótti ég málstofu hjá Umhverfisstofnun Háskóla Íslands. Þar voru frummælendur frummælendur Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur hjá Skipulags- arkitekta- og verkfræðistofu ehf. og Dr. Þór Jakobsson, veðurfræðingur og verkefnisstjóri hafísrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Fyrirlestur Gests og Þórs hafði mikil áhrif á mig og ég hef fylgst vel með umræðu um norðurheimsskautið síðan. Athyglisverðast fannst mér hve harkalega Gestur gagnrýndi stjórnvöld fyrir sofandahátt í aðgerðum varðandi siglingar um norðrið. Prestssonurinn var ekki eins gagnrýninn á stjórnvöld en sagði skemmtiega sögu frá Hveragerði. Þar var hann í afslöppun í hver. Þar var einnig staddur Japani. Sá erlendi endaði umræðuna ávallt á setningunni, "Ísland, Hong Kong norðursins". Jakob gekk á hann og spurði hvað hætt meinti. Japaninn benti honum á að þegar hægt yrði að sigla yfir Norðurpólinn þá myndi opnast miklir möguleikar fyrir Ísland. Síðar kom í ljós að sá erlendi var með margar gráður í hagfræði.
Vegna legu landsins á miðju Atlanshafi milli Evrópu og Ameríku skapast miklir möguleikar á að gera Ísland að öflugri umskipunarhöfn Hong Kong norðursins, sérstaklega er horft til austurstrandar Bandaríkjanna. Einnig er hægt að aðstoða Rússa við að koma vörum sínum á markað, t.d. olíu, timbri og málmum.
Umskipunarhöfn
Í málstofunni lærði ég orðið umskipunarhöfn. En þar var sagt frá framtíðaráætlunum um siglinar um Íshafsleiðna. Stefnan var sú að á árunum 2008-2010 verði flutt 10 milljón tonn um Íshafsleiðina og þó um Ísland færi ekki nema 5-10% af því þá yrði um gífurlega mikla flutninga að ræða.
![]() |
Norðvesturleiðin hefur opnast vegna bráðnunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 15. september 2007
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 3
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 428
- Frá upphafi: 235391
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 353
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar