21.8.2007 | 23:32
Svínafellsjökull
Fréttirnar af ungu Þjóðverjunum sem eru týndir í Vatnajökulsþjóðgarði setja að manni beyg. Ekkert hefur heyrst frá félögunum Mattthias Hinz (29) og Thomas Grundt (24) í þrjár vikur.
Síðustu fréttir eru þær að þeir hafi síðast sést við Svínafellsjökul um mánaðarmótin. Skriðjökullinn var notaður í bakgrunn í stórmyndinni Batman Begins. Atriði voru kvikmynduð í mars 2004 og voru m.a. stórleikararnir Liam Neeson og Christian Bale í þeim tökum.
Maður vonar það besta. Mér var hugsað til frægs ferðalags tveggja félaga sem endaði í bókinni "Touching the void" er ég heyrði fréttirnar í kvöld. Björgunarsveitarmenn vinna frábært starf og þekkja svæðið afburða vel.
Myndir sem teknar voru fyrir tæpum tveim árum við jökulsporð Svínafellsjökuls en jökullinn er magnaður að sjá ofanfrá. Þá er hann eins og fljót að sjá. Þá er augljóst að sömu frumefni eru í jökli og vatni, bara á öðru formi.
Sporður Svínafellsjökuls er grár. Jökullinn er að hörfa og því hefur myndast lón milli jökuls og bakka sem hann hefur myndað. Jökulruðningar í fjarska. Lómagnúpur er hnípinn í þokunni.
Úfinn er hann Svínafellsjökull en sviðsmynd Batman Begins var vinstra meginn á myndinni.
![]() |
Enn hefur ekkert spurst til þýskra ferðalanga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 21. ágúst 2007
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 434
- Frá upphafi: 235397
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 359
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar