16.8.2007 | 14:42
Vatnajökulsþjóðgarður á heimsminjaskrá UNESCO
Það verður stór stund þegar Vatnajökulsþjóðgarður verður formlega stofnaður. Það er von mín að þegar stjórnin er búin að móta þjóðgarðinn skoði hún hvort hann hagnist ekki verulega á að fara á heimsminjaskrá UNESCO. Sá í frétt fyrir stuttu að hinn tilvonandi þjógarður sé á umsóknarlista ásamt Surtsey. Vatnajökulsþjóðgarður hefur alla burði til að fara í efsta flokk.
Ég eyddi tveim vikum á Tenerife í sumar. Í júní sl. fengu stjórnvöld á Tenerife þau skilaboð að El Teide þjóðgarðurinn hefði verið tekinn inn á heimsminjaskrá UNESCO. Tenerife búar, sem keppa við Íslendinga um ferðamenn, voru mjög ánægðir með niðurstöðuna. Höfðu eignast tákn "emblem" um náttúru eyjunnar. Á Tenerife er borgin La Laguna á heimsminjaskránni og þjóðgarðurinn á næstu eyju, La Gomera.
![]() |
Skipað í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 09:36
Ekkert Grímseyjarferjuslys í Hornafjörð
Í Eystrahorni í dag er frétt um bændur í Nesjum í Hornafirði sem stefnt hafa Vegagerðinni og ríkinu. Nesjabændur vilja hindra stórfellt umhverfis- og skipulagsslys í Hornafirði.
Ég hef ekki náð að fara í saumana á þessu máli en hrikalega eru veglínurnar ljótar á korti. Þetta eru hræðileg ör á fögru landslagi. Hins vegar er krafan um öryggari og styttri hringveg 10-12 km góð og gild.
Ég treysti Nesjabændum betur en Vegagerðinni, sérstaklega eftir ævintýrið með Grímseyjarferjuna og afglöpin sem fyldgu henni hjá vegagerdin.is
En hver er bezta lausnin, hvað um jarðgöng?
Að vísu dýr en umhverfið nýtur vafans.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 16. ágúst 2007
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 432
- Frá upphafi: 235395
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 357
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar