Uppselt á The Simpsons movie

Fór með Ara litla á The Simpsons movie í dag. Stefnan var tekin á Laugarásbíó, tvöbíó. Þegar við nálguðumst kvikmyndahúsið var mikið af bílum á bílastæðinu og mikill mannfjöldi við miðasölu. Fólk fór að snúa frá og kom í ljós að uppselt var á bæði ensku og íslensku sýninguna. Því var haldið í Regnbogann á þrjúsýningu. Þar var mikil biðröð og mikið um erlenda ferðamenn. Aðeins var boðið upp á ensku raddirnar. Við Ari sluppum inn en salurinn var fullur er myndin hófst.

En hvernig var myndin? Hún var skemmtileg. Umhverfismál voru tekin í gegn og Lisa Gore stóð sig vel. Stemmingin í salnum var góð og greinilegt að hörðustu Simpsons aðdáendurnir voru mættir. 

Því má segja að Íslendingar hafi tekið jafnmiklu ástfóstri við Simpsons fjölskylduna og Kanar og Kanadabúar. 


mbl.is Kvikmyndin um Simpsonsfjölskylduna fram úr vonum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórbergur Þórðarson, lýsir borgarmenningunni.

Fyrr í mánuðinum heimsótti ég Þórbergssetur á Hala í Suðursveit. Það var skemmtileg og fróðleg heimsókn. Svo vel vildi til að lesið var úr verkum Þórbergs á safninu. Þorbjörg Arnórsdóttir sá um lesturinn og gerði vel.

Ég hlustaði á lesturinn um baðstofuna í Bergshúsi við eftir gerð af Bergshúsi. Þórbergur var nákvæmur meður og lýsti hlutum vel og skemmtilega. Hann kunni að lesa hús. Það var gaman að sjá safngripinn umvafinn sögunni. 

Þorbjörg Arnórsdóttir benti á að bókmenntafræðingar hefðu fundið út að Þórbergur væri fyrsti sem skrifaði um lífið í borginni á 20. öldinni. Það á eflaust eftir að gera Þórberg merkilegri í framtíðinni. Þórbergur var því bloggari á undan sinni samtíð.

Í gærkveldi keyrði ég frá Keflavík í borgina sem Þórbergur lýsti svo vel fyrir öld. Snæfellsjökull og Snæfellsnes var glæsilegt að sjá í sólsetrinu. Skýin voru mögnuð, mynduðu flott mynstur í ákveðinni hæð eftir ósýnilegri beinni línu. Bezt að enda blogg dagsins á lýsingu á glugga í Bergshúsi.

"Og þegar við litum út um hann, blasti Faxaflóinn við augum okkar, en handan við flóann reis Snæfellsjökull yzt við sjóndeildarhringinn eins og risavaxinn tólgarskjöldur með gömlum myglufeyrum.
Það þótti fögur sjón, þegar maður gat borgað fyrir sig um næstu mánaðarmót. En hve heimurinn yrði fagur, ef allir gætu borgað fyrir sig!"

Ofvitinn, Þórbergur Þórðarson. Kaflinn um baðstofuna.


Bloggfærslur 29. júlí 2007

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 434
  • Frá upphafi: 235397

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 359
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband