Lítið rætt á Kanaríeyjum

Miðlar á Kanaríeyjum fjalla lítið um innflytjendur frá Afríku. Ég var á Tenerife í tvær vikur og fylgdist vel með miðlum á enskum. Í fréttablöðum sem koma viku og hálfsmánaðarlega út var ekki stafur um flóttamenn og aðbúnað þeirra.  

Íbúar Tenerife eru þó meðvitaðir um vandan og var árleg hátíð sem haldin er í Orotava  tileinkuð vandamálum afrískra innflytjenda sem leggja allt í sölurnar til að eiga tækifæri á betra lífi. 

Landfræðilega eru Kanaríeyjar á Afríkuflekanum og um 100 km frá  norðvestur Afríku, Marakó og Vestur Sahara.

Á Tenerife voru nokkuð um konur frá Afríku sem höfðu atvinnu við að flétta hárið á unglingsstúlkum og tóku frá krónum 1.500 til 5.000 eftir því hvernig um samdist. Fléttað hár á stúlkum var nokkuð algeng sjón á ströndum Tenerife og fer þeim vel. Innflytjendurnir  eru að búa til afríska hártísku fyrir ferðamenn.

 


mbl.is Aðbúnaður barna slæmur í innflytjendabúðum á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reina Sofia airport og flugvöllur Vigdísar forseta

Sumarævintýrinu á Tenerife lauk kl. 22.53 á flugvellinum Sofia Reina í gærkveldi. Flugvél frá Astreus beið okkar og lentum við á Keflavíkurflugvelli kl. 3.25.

Annar alþjóðaflugvöllur er í norðri á eyjunni, hjá La Laguna. Hann heitir Tenerife Los Rodeos Airport.

Flugvöllur drottningar Soffíu var byggður og tekin í notkun árið 1978 eftir slysið hörmulega á Los Rodeos 27. mars árið 1977 er 583 farþegar létust og 61 slasaðist er tvær Boeing 747 þotur lentu í árekstri á flugvellinum. "Tenerife disaster" er þessi atburður kallaður og er mannskæðasta flugslys sögunnar.

En víkjum að nafninu á syðri flugvellinum í Tenerfie. Reina þýðir drottning of Sofia er nafnið á núverandi drottningu Spánar, Soffíu frá Greece og Denmark. Hún tók við tign árið 1975 og er gift Juan Carlos.

Erlendir flugvellir heita oft eftir þjóðhöfðingum sínum eða þekktum einstaklingum. Má nefna fyrir utan flugvöll Soffíu drottningar, John F. Kennedy flugvöll  hjá New York, Charles de Gaulle  hjá París og John Lennon í Liverpool.

Því spyr ég hvenær við Íslendingar eignumst okkar alþjóða flugvöll sem ber nafn þjóðhöfðinga okkar. Hefðin er að skíra flugvelli eftir nálægum stað, t.d. Hornafjarðarflugvöllur og Akureyrarflugvöllur. Hvernig væri að eignast Vigdísar flugvöll og flugvöllur Ólafs Ragnas.  Við höfum stigið skrefið til hálfs, nefnt flugstöðina eftir gamalli þjóðhetju, Leifi Eiríkssyni.

Íslendingar hafa ekki verið duglegir að halda nöfnum þjóðhöfðinga á lofti. Etv.  vegna þess að stéttarskipting er ekki mikil hér á landi. Ekki er til stytta af neinum af forsetum okkar, bara til af athafnaskáldum. 

Það hefði verið gaman að lenda í nótt á Vigdísar flugvelli eftir að hafa tekið á loft hjá Soffíu drottningu!


Bloggfærslur 26. júlí 2007

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 435
  • Frá upphafi: 235398

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 360
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband