Hvað eiga Hornafjörður og Schwarzsee sameiginlegt?

Ég tók þykka bók að láni í Bókasafni Kópavogs um daginn. Fjallamenn heitir hún frá árinu 1946. Höfundur er Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Ég var ekki viss um að komast í gegnum doðrantinn og ætlaði að fletta í gegnum verkið hjá listamanninum en hann teiknaði margar myndir sem birtast í bókinni.  Eftir að hafa komist í gegnum fyrsta kaflann leist mér mjög vel á verkið. Guðmundur hefur verið mikill raunvísindamaður og hefur góðan stíl. Það er alltaf gaman að lesa lýsingar ferðamanna á Hornafirði. Allir alltaf jafn jákvæðir enda Hornfirðingar höfðingjar heim að sækja.

Hann er að fara í ferð um Vatnajökul austanverðan og kemur með strandferðaskipi til Hornafjarðar.(bls. 84)
 
"Hornafjörður á engan sinn líka að margbreytilegri fegurð. Þó er til í smækkaðri mynd líking af skriðjöklunum fimm, sem steypast þar í hálfhring ofan af hájöklinum. Það er við Schwartzsee (Svartavatn) í Zillertal í austurrísku Ölpunum. Ekki skorti góðar viðtökur í gistihúsinu og hjá öðrum íbúum þorpsins. Það er alltaf gaman að koma í þorp, þar sem maður getur átt von á að mæta kúm og kindum á götunni og sér fólkið með amboð um öxl eða þá akandi með skarkola og annan fisk utan úr firðinum; fiskmeti, sem varla er metið til peninga, af því að hægt er að sækja það fyrirhafnarlítið."
 
aust_map_Zillertal_berliner

Ég fór strax á Netið og leitaði að þessari perlu í austurrísku Ölpunum. En gekk illa að finna staðinn. Stafsetningin á Svartavatni hefur líklega breyst með árunum. Þegar leitað var eftir Schwarzsee kom mikið af síðum. En staðurinn er í 2.472 m hæð í Zillertal dalnum. 

Það er rétt hjá Guðmundi, staðirnir tveir eiga margt sameiginlegt. Ég stefni til Tíról í gönguferð á næstu árum og einnig að jóðla. Verzt að kunna ekkert á skíði en ég veit aðeins um einn Hornfirðing sem kann þá íþrótt.

 

 

 

 

 

Tenglar

http://www.naturpark-zillertal.at/index.php?id=1015 

http://www.summitpost.org/image/176413/176305/berlinerspitze-from-schwarzsee.html 

1218


Bloggfærslur 23. október 2007

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 350
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband