23.10.2007 | 21:52
Hvað eiga Hornafjörður og Schwarzsee sameiginlegt?
Ég tók þykka bók að láni í Bókasafni Kópavogs um daginn. Fjallamenn heitir hún frá árinu 1946. Höfundur er Guðmundur Einarsson frá Miðdal. Ég var ekki viss um að komast í gegnum doðrantinn og ætlaði að fletta í gegnum verkið hjá listamanninum en hann teiknaði margar myndir sem birtast í bókinni. Eftir að hafa komist í gegnum fyrsta kaflann leist mér mjög vel á verkið. Guðmundur hefur verið mikill raunvísindamaður og hefur góðan stíl. Það er alltaf gaman að lesa lýsingar ferðamanna á Hornafirði. Allir alltaf jafn jákvæðir enda Hornfirðingar höfðingjar heim að sækja.

Ég fór strax á Netið og leitaði að þessari perlu í austurrísku Ölpunum. En gekk illa að finna staðinn. Stafsetningin á Svartavatni hefur líklega breyst með árunum. Þegar leitað var eftir Schwarzsee kom mikið af síðum. En staðurinn er í 2.472 m hæð í Zillertal dalnum.
Það er rétt hjá Guðmundi, staðirnir tveir eiga margt sameiginlegt. Ég stefni til Tíról í gönguferð á næstu árum og einnig að jóðla. Verzt að kunna ekkert á skíði en ég veit aðeins um einn Hornfirðing sem kann þá íþrótt.
Tenglar:
http://www.naturpark-zillertal.at/index.php?id=1015
http://www.summitpost.org/image/176413/176305/berlinerspitze-from-schwarzsee.html
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggfærslur 23. október 2007
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 425
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 350
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar