13.10.2007 | 10:14
Bridshátíð 2002
Á Bridshátið 2002, þeirri 21. í röðinni, mættu margir góðir spilarar að vanda. Ég skrapaði í sveit rétt fyrir hátíð. Markmiðið var að ná í þrjú gullstig til að ná í spaðanálina, 250 meistarastig. Ég hafði samband við Baldur Kristjánsson og hann var til í átökin. Sveinn Rúnar keppnisstjóri fann svo þétt par frá Akureyri með okkur. Þá Örlyg Má Örlygsson og Reyni Helgason.
Okkur gekk þrælvel. Eftir þrjá stóra sigra í fyrstu þrem umferðunum fengum við verðugt verkefni. Leik við alþjóðasveit Geir Helgemo og sýna átti leikinn á töflu. Ekki hafði ég lenti í því fyrr en þetta var skemmtileg áskorun. Ég og klerkurinn vorum sendir niður í lokaða salinn en Norðlendingarnir voru uppi í opna salnum. Þar glímdu þeir við Hacket tvíburana ungu og efnilegu. Þegar niður var komið voru Norðmaðurinn Geir Helgemo og eldri maður, enskt prúðmenni sem kynnti sig sem Paul Hacket. Ég hafði lesið um norðmanninn Geir, sem hafði Prins Valiant klippingu að hann væri geysiöflugur úrspilari. Hann hafði oft unnið verðlaun fyrir bestu sókn eða bestu vörn í mótum. Paul var hinsvegar þekktastur fyrir að vera faðir bridstvíburanna.
Við fórum yfir sagnkerfi á örstundu. Þeir spiluðu einfalt standard kerfi en opnuðu á hálit með fjórlit. Hvur röndóttur hugsaði ég, hvernig skal verjast því? Það verður gaman eða hitt þó heldur að glíma við það í beinni útsendingu! Síðan hófust leikar. Spilin voru einföld, opnun og stokkið í geim. Yfirleitt stóðu þau og skiptust frekar jafnt á milli para.
Í tíunda og síðasta spili töfluleiksins opnar séra Baldur á 2 laufum, alkrafa. Ég svara frekar jákvætt, átti nálægt átta punktum. Baldur endaði í hálfslemmu í hjarta og stóð hana með vandaðri spilamennsku. Þegar við komum upp var spilamennsku lokið í opna salnum og búið að reikna allt. Það er kosturinn við að vera í töfluleik. Flesti spilin féllu en hálfslemman hans Baldurs var góð sveifla til okkar og hafðist eftirminnilegur sigur 17-13 á móti þessari firna sterku sveit.
Toppnum hjá mér í brids var náð og ég hætti keppnisspilamennsku.
Geir hélt áfram og er orðin heimsmeistari. Ég óska Norðmönnum hjartanlega til hamingju.
Heyja Norge.
![]() |
Norðmenn heimsmeistarar í brids |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 13. október 2007
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.4.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 425
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 350
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar