Færsluflokkur: Spil og leikir

Bridshátíð 2002

Á Bridshátið 2002, þeirri 21. í röðinni, mættu margir góðir spilarar að vanda. Ég skrapaði í sveit rétt fyrir hátíð. Markmiðið var að ná í þrjú gullstig til að ná í spaðanálina, 250 meistarastig.  Ég hafði samband við Baldur Kristjánsson og hann var til í átökin. Sveinn Rúnar keppnisstjóri fann svo þétt par frá Akureyri með okkur. Þá Örlyg Má Örlygsson og Reyni Helgason.

Okkur gekk þrælvel. Eftir þrjá stóra sigra í fyrstu þrem umferðunum  fengum við verðugt verkefni.  Leik við alþjóðasveit Geir Helgemo og sýna átti leikinn á töflu. Ekki hafði ég lenti í því fyrr en þetta var skemmtileg áskorun. Ég og klerkurinn vorum sendir niður í lokaða salinn en Norðlendingarnir voru uppi í opna salnum. Þar glímdu þeir við Hacket tvíburana ungu og efnilegu. Þegar niður var komið voru Norðmaðurinn Geir Helgemo og eldri maður, enskt prúðmenni sem kynnti sig sem Paul Hacket.  Ég hafði lesið um norðmanninn Geir, sem hafði Prins Valiant klippingu að hann væri geysiöflugur úrspilari. Hann hafði oft unnið verðlaun fyrir bestu sókn eða bestu vörn í mótum. Paul var hinsvegar þekktastur fyrir að vera faðir bridstvíburanna.

Við fórum yfir sagnkerfi á örstundu. Þeir spiluðu einfalt standard kerfi en opnuðu á hálit með fjórlit. Hvur röndóttur hugsaði ég, hvernig skal verjast því? Það verður gaman eða hitt þó heldur að glíma við það í beinni útsendingu!  Síðan hófust leikar. Spilin voru einföld, opnun og stokkið í geim. Yfirleitt stóðu þau og skiptust frekar jafnt á milli para. 

Í tíunda og síðasta spili töfluleiksins opnar séra Baldur á 2 laufum, alkrafa. Ég svara frekar jákvætt, átti nálægt átta punktum. Baldur endaði í hálfslemmu í hjarta og stóð hana með vandaðri spilamennsku. Þegar við komum upp var spilamennsku lokið í opna salnum og búið að reikna allt. Það er kosturinn við að vera í töfluleik. Flesti spilin féllu en hálfslemman hans Baldurs var góð sveifla til okkar og hafðist eftirminnilegur sigur 17-13 á móti þessari firna sterku sveit.  

Toppnum hjá mér í brids var náð og ég hætti keppnisspilamennsku.

Geir hélt áfram og er orðin heimsmeistari. Ég óska Norðmönnum hjartanlega til hamingju.

Heyja Norge. 


mbl.is Norðmenn heimsmeistarar í brids
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilar gervigreindarhugbúnaðurinn á næsta stórmóti í Hornafjarðarmanna?

Það verður gaman að keppa við gervigreindarhugbúnaðinn á næsta stórmóti í Hornafjarðarmanna!

Glæsilegt hjá  Yngva og Hilmari hjá Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík.


mbl.is Íslenskur hugbúnaður sigrar í gervigreindarkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimsmeistaramót í Hornafjarðarmanna

Heimsmeistaramótinu í Hornafjarðarmanna, því tíunda í röðinni var spilað um síðustu helgi á Humarhátíð Hornfirðinga. Hundrað og ellefu spilarar hófu leik á 37 borðum. Eftir sex umferðir í undanúrslitum komust 27 efstu spilarar áfram í úrslitakeppni. Síðan var fækkað niður í 9 manns og loks spiluðu þrír beztu spilararnir úrslitakeppni. Þessi skemmtilega keppni er til að halda um menningarsérkenni byggðarlagsins.  

Eftir jafna og spennandi keppni stóð Reykvíkingurinn Halldór Pétursson uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti var fyrrverandi heimsmeistari,  Magnús Hjartarson og Valgerður Sigurðardóttir í því þriðja. Það er athyglisvert að meistarinn frá 2006, Magnús, var nálægt því að verja titilinn en aðeins munaði einu priki á honum og Halldóri.

Það hefur verið sagt að mót þetta sé keppni í heppni. Það má taka undir það og er mín kennig að Hornafjarðarmanni sé 70% heppni og 30% spilahæfileikar. En úrslitin núna sýna að það er hægt að búa til sína heppni. Magnús var nálægt því að verja titilinn og Halldór spilaði mjög vel og vel að sigrinum kominn. Hann gaf ekki eftir mögulegan slag og náði að þræða erfiðustu þrautir með hundana sína. 

Ég undirbjó mig vandlega fyrir mótið. Gekk Fimmvörðuháls um Jónsmessuna. Fékk fimm prik í plús og komst ekki áfram. Átta prik þurfti til að komast í úrslit. Fyrir næsta mót geng ég á betur varðaðan háls! 

Næsta Hornafjarðarmannamót verður á Unglingalandsmót UMFÍ á Hornafirði um verslunarmannahelgina. Þá verður reynt að setja Íslandsmet í þátttökufjölda á spilamóti. Ekkert þátttökugjald verður en áheit fyrir hvern þátttakanda mun renna til til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNECEF

AlbertVerdlaun

 

 

 

 

 

 

 

Albert Eymundsson, útbreiðslustjóri Hornarjarðarmanna ásamt verðlaunahöfum.

HM-Halldor

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Halldór Pétursson, heimsmeistari með verðlaunin. Hann spilaði mjög vel og vel að sigrinum kominn.

Nánari upplýsingar um Hornafjarðarmanna

 

 

 

 


16. júní bridsmót ML

Bridsfélag Menntaskólans að Laugarvatni var eitt af öflugari bridsfélögum landsins fyrir tveim til þrem áratugum. Nú er ekkert gripið í spil í Menntaskólanum.  Það var árviss viðburður ML-inga að mæta á sextándaball þann 16. júní en sú hefð hefur einnig dáið út hjá menntskælingum.

Því brugðu góðir menn úr ML, Gunnlaugur Karlsson og Ómar Olgeirsson á það ráð að hóa gömlum bridsspilurum saman á 16. júní. Var þetta í annað skptið sem mótið er haldið.  Spilaður var árshátíðartvímenningur með þáttöku 14 para á Grand hótel og máttu fleiri en stórspilarar frá ML taka þátt.  Ég spilaði við gamlan spilafélaga, Guðmund Guðjónsson og enduðum við fyrir ofan miðju. Sigurvegarar urðu Þröstur Ingimarsson og Ragnar Jónsson en þeir voru í MK fyrir tveim áratugum.

Spiluð voru 28 spil og var þetta mér minnisstæðast.  Ég sat í norður og var sagnhafi í 4 spöðum og fékk ellefu slagi en þeir voru alltaf á borðinu. Varnarspilarar voru samt ósáttir við vörnina og ræddu opinskátt um hvað hefði betur mátt fara. Eitthvað gekk þeim illa að hefja sagnir og ég ákvað því að opna á hættunni með þessa hendi!  Opnaði á veikum 2 hjörtum. Með sexlit í hjarta og átta háspilapunkta.

S: 864

H: AG10862

T: K75

L: 6

Úff, þarna  braut keppnisstjórinn spilareglurnar. Kallað var í Svein Rúnar keppnistjóra og hann þuldi reglurnar eins og útlærður lögfræðingur. Austur mátti taka sögnina gilda og þá væri allt eðilegt eftir það. Því neitaði opnari. Því hóf hann sagnir en nú mátti makker ekkert melda og ég þurfti að melda fyrir okkur báða.  Austur passar. Makker kemur með þvingað pass. Þá er röðin komin að vestri. Hann passar. Nú er ég í bobba. Ekki eiga þeir opnun, því hlýtur makker að eiga einhverja punkta. Ég meldaði því geim, fjögur hjörtu.  Makker lagði niður fína hönd en með einspil í trompi. Til að gera langa sögu stutta stóðu fjögur hjörtu slétt.  Salurinn var í þrem gröndum slétt staðin og 600, við félagar með hreinan topp. Stundum kemur maður standandi niður á löppunum!


« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 226390

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband