Færsluflokkur: Mannréttindi
2.8.2022 | 11:00
Stríð og Rauði krossinn
Það var áhrifaríkt að sjá hauskúpurnar 2.500 og bein í San Martino beinakapellunni. Þarna eru bein hermannanna sem létu lífið í blóðugu orrustunni við Solferno 24. júní 1859.
Brotin hauskúpa eftir byssukúlu vakti hughrif um unga menn sem áttu drauma en enduðu sem safngripur. Virðing fyrir lífum kom upp í hugann. Stríð í Evrópu. Hefur mannkyninu ekkert farið fram?
Stríðið leiddi til þess að Ítalía sameinaðist í eitt ríki 1861, Rauð krossinn var stofnaður 1863 og Genfarsáttmálinn 1864.
Maður hugsaði til hræðilegs stríðs í Úkraínu og tilgangsleysi mannfórna þar fyrir einhvern hégóma.
"Make Love, Not War" eftir John Lennon og Friðarsúlan hjá Yoko er fallegri boðskapur.
Sagan á bakvið stofnun Rauð krossinn er áhrifarík. Hinn vellauðugi Genfarkaupmaður Jean Henri Dunant ætlaði að ná fundi við Napóleon III, Frakkakeisara. Erindi hans var að fá heimild hjá keisaranum til þess að byggja kornmyllur í Alsír. En í þessu stríði tóku þjóðhöfðingjar sjálfir þátt í stríðnu. Frakkar með Napoleon III og Victor Emanuel III með Sardínu-Piedmont herinn gegn Austurríkis-Ungverjalands mönnum leiddir áfram af keisaranum Francis Joseph.
Rauði krossinn
Henri Dunant kom að blóðvellinum kvöldið eftir hina miklu orrustu við Solferini, þar sem 300 þúsund hermenn höfðu háð grimmilega orrustu og um 40 þúsund manns lágu í valnum. Svona var þá styrjöld! Henri Dunant varð skelfingu lostinn. Í fyrstu vissi hann varla hvert halda skyldi. Hvarvetna ómuðu angistaróp og stunur særðra og deyjandi manna. Dunant gleymir öllu um tilgang ferðarinnar.
Hann fer þegar að líkna særðum og þjáðum með aðstoð sjálfboðaliða og liðsinnir Austurríkismönnum, Frökkum og Ítölum á þrem dögum og gerir ekki upp á milli vina og óvina, - þegar haft er orð á því við hann er svarið: "Við erum allir bræður"
Þessi dagur varð honum örlagaríkur um alla framtíð. Þegar hann kom heim til Genfar tók hann að starfa af kappi fyrir glæsilega, fagra hugsjón: Stofnun alþjóðlegs félagsskapar til hjálpar særðum hermönnum. Henri gaf út bók "Endurminningar frá Solferino". Úr þessu spratt Rauði krossinn og Genfarsáttmálinn.
Genfarsáttmáinn hefur verið margbrotinn í stríði Rússa við Úkraínu og óhuggulegt að heyra fréttir. Nú síðast af árás á fangelsi þar sem stríðsfangar voru í haldi. En Rauði krossinn hefur unnið þarft verk í heimsmálum, ekki bara á stríðstímum.
Jean Henri Dunant varð fyrstur að fá friðarverðlaun Nóbels 1901 ásamt Frakkanum Frédéric Passy.
Safn sem geymir hergögn frá stríðinu er í San Martino og hægt að ganga upp í 64 metra turn og sjá yfir svæðið þar sem hildarleikurinn var háður. Frábært útsýni yfir vel ræktað land, mest vínekrur og í norðri sér til Gardavatns.
Afleiðing stríðs. Áhrifarík sýn.
Heimildir
Morgunblaðið - Solferino 1859 og stofnun Rauða krossins
Rauði krossinn - Henri Dunant (1828-1910)
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2015 | 14:57
Kakóið í páskaegginu
Æ, nú skemmir maður kannski páskastemminguna. En maður kemst ekki hjá því að rifja upp hvaðan súkkulaðið kemur sem er í páskaegginu og hvernig það var framleitt.
Sá grein í The Guardian um slæmar aðstæður kakóbænda á Fílabeinsströndinni og Ghana en 60% af kakóbaunum heimsins koma þaðan. Þar er mikið byggt á vinnu barna, 1,5 milljón barna vinna við að koma vörunni á markað, annað orð yfir þessa vinnu er barnaþrælkun.
Dæmigerður kakóbóndi fær aðeins 6,6% af verði afurðarinnar í sinn hlut og vinnuaðstæður eru slæmar.
Verst er að heyra að ef aðeins 1% af 86 milljón dollara markaðskostnaði væri notað til að styrkja bændur þá myndu kjör þeirra bætast gífurlega.
Þrír risar eru á páskaeggjamarkaðnum íslenska, Nói-Síríus, Góa og Freyja. Aðeins eitt er með verkefni fyrir bændur en það er Nói-Síríus.Súkkulaði frá þeim er QPP framleitt. QPP (Quality partner program) gerir kakóræktendum kleift að rækta og framleiða kakóið á sjálfbæran og ábyrgan hátt.
Freyja og Góa gefa ekki upp neina vottun á sínum vefsíðum. Þau vinna ekki að samfélagslegri ábyrgð.
Vona að þið njótið páskanna en pælið í þessu og skrifið íslenskum páskaeggjaframleiðendum bréf og biðjið um stefnu þeirra um siðræna vottun í aðfangakeðjunni.
Ég naut betur páskaeggs #2 frá Nóa-Síríus þegar ég las um QPP verkefnið.
Kakóbaun sem súkkulaðið í páskaegginu er unnið úr.
Tenglar:
1.12.2013 | 21:17
ISO 27001 öryggisvottun
Eftirlit á Íslandi er í rúst. Nærtækasta dæmið er hrunið, en þá brugðust eftirlitsstofnanir.
Öflugur miðill ætti nú að kanna hve mörg af 100 stærstu fyrirtækjum Íslands hafa öryggisstefnu og fylgja henni eftir með mælingum. Einnig athyga hvort áhættumat hafi verið framkvæmt, námskeið í öryggisvitnd og þjálfun starfsmanna.
Á Íslandi eru 20 fyrirtæki með ISO27001 öryggisvottun. En öll fyrirtæki í upplýsingatækni eiga að vera með þá vottun.
Viðurkenna skelfileg mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt 3.12.2013 kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2010 | 17:22
Borgar sig ekki að haardera
Það borgar sig ekki að haardera þegar maður er í ríkisstjórn. Vissulega eiga ráðherrarnir fjórir allir að fara fyrir Landsdóm og fá niðurstöðu sem þeir eiga skilið. Þá fer okkur fram sem þjóð.
Á slangurorðabókinni snara.is er þessi skilgreining á nýyrðinu haardera.
Haardera
Tvær tillögur um málshöfðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2009 | 17:47
Saklausar raddir
Í Sjónvarpinu í gærkveldi var sýnd mexíkósk kvikmynd, Saklausar raddir (Voces inocentes). Myndir frá Mexíkó eru ekki algengar á Fróni og var þessi mynd góð sending. Hún greinir frá ungum dreng, Chava í El Salvador á 9. áratug síðustu aldar sem reynir að lifa eðlilegu lífi þótt alls staðar í kringum hann geisi borgarastríð. Drengurinn býr í fátækrahverfi en það er stutt í gleðina. Á kaldastríðsárunum 1980 til 1992 geysaði borgarastrið í El Salvador og létu 75.000 manns lífið. Skæruliðar FMLN sem voru kommúnistar og undir kúbönskum áhrifum börðust við stjórnarherinn sem studdur var af Reagan stjórninni.
Það er athyglisvert að sjá sjónarhorn drengsins og einhvernvegin finnst manni Guantanamo fangabúðirnar vera léttvægar þegar mannréttindabrot í borgarastríði eru sagðar. Í samantekarlista í lokin er sagt frá áhrifum borgarastríðsins. En börn frá El Salvador voru send til 40 landa. Borgarastríð eru ömurleg stríð.
Ein bandarísk mynd sem kemur upp í hugann þegar þessi mynd er skoðuð er Salvador, frumburður Oliver Stone. James Woods leikur þar vel ljósmyndara. Það var eftirminnileg mynd.
Skora á Sjónvarpið að skoða heiminn og sýna kvikmyndir frá fleiri menningarsvæðum. Það gera fleiri góðar kvikmyndir en Íslendingar og Hollywood.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 233593
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar