Færsluflokkur: Löggæsla

Heljarmenni á ferð

Þetta er mikið afrek hjá Guðjóni og félögum í Flugbjörgunarsveitinni. Björgunarsveitarmenn eiga heiður skilinn fyrir gott starf við eldstöðvar.  Brekkan er um 140 metrar há eða tvær Hallgrímskirkjur. Annars kemur það mér á óvart að þyrlan skyldi ekki geta lent á Morinsheiði, því hún er eins og þyrlupallur í laginu.

Hér fylgir með mynd sem var tekin á föstudaginn langa og sýnir brekkuna, hún er tekin í 765 metra hæð. Það var stanslaus umferð fólks upp og niður snjóbrekkuna.

Brekkan


mbl.is „Tók hana á öxlina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Adobe Reader - stór öryggisgalli

Adobe Acrobat Reader er vinsælt forrit til að lesa .pdf skjöl. Þetta er vinsælasta forritið á tölvum heims í dag. Það vita tölvuþrjótar og hafa því fundið veikleika í forritinu sem leiða til þess að komast inn í einkatölvur.  

Mikko Hypponen, vírusveiðimaður hjá F-Secure segir að frá 1. janúar til 16. april  2008 hafi fundist 128 afbrigði af árásum en sama tímabil í ár eru þær orðnar 2.035 eða nær 16 földun. Hann mælir eindregið að fólk hætti að nota Adobe Acrobat Reader.

Einn öflugasti Trjouhestur sem nú gengur um á Netinu heitir Gumblar og er ættaður frá Kína. Hann kemst inn í einkatölvur í gegnum .pdf skjöl og nýtir sér veikleika í JavaScriptum í Adobe Reader.  Talið er að markaðshlutdeild hans sé 40% af spilltum vefsíðum. Nái Gumblar að sýkja einkatölvu verða leitir á Google leitarvélinni ómarktækar og eru síður sem upp koma beint á vefsíður með enn meiri spillikóða. 

Ein leið sem tölvunotendur geta er að hætta að nota Adobe Reader og sækja sér annað tól til að lesa .pdf skrár.

Önnur leið er að uppfæra reglulega Adobe og hafa nýjustu vírusvarnir tiltækar.

Vilji fólk halda áfram með Adobe Reader 9, þá geta þeir tekið út sjálfvirkar stillingar í sambandi við JavaScriptur.

1. Vekið Acrobat or Adobe Reader.
2. Veljið Edit > Preferences
3. Veljið  JavaScript  flokkinn
4. Afhakið ‘Enable Acrobat JavaScript’ möguleikann

5. Smellið á OK

Adobe

Heimildir:

SecurityProNews, USA Today, itNews.com


« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 226011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband