Færsluflokkur: Spaugilegt

Þórbergur í Tjarnarbíó

„Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem veitir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess.“ - Þórbergur Þórðarson

Öll þrjú boðorð Þórbergs eru uppfyllt í þessari sýningu, Þórbergur í Tjarnarbíó. Maður sá meiri fegurð í súldinni, maður var spakari og maður varð glaðari eftir kvöldstund með Þórbergi.

Er ungur ég var á menntaskólaárunum, þá fór ég á Ofvitann í Iðnó og skemmti mér vel. Man mjög vel eftir frábærum  samleik Jóns Hjartarsonar og Emils Guðmundssonar.  Nýja leikritið ristir ekki eins djúpt.

Ef hægt er að tala um sigurvegara í leiksýningunni er það Mamma Gagga sem leikin er af Maríu Hebu Þorkelsdóttur. Hún fær sitt pláss og skilar því vel. Á eftir verður ímynd hennar betri. Líklega er það út af því að með nýlegum útgáfum bóka hefur þekking á hlutverki hennar aukist og svo er verkið í leikgerð Eddu Bjargar Eyjólfsdóttur og þaðan kemur femínísk tenging.

Leikmynd er stílhrein og einföld. Viðtal í byggt á frægum viðtalsþætti, Maður er nefndur og spurningar sóttar í viðtalsbók,  í kompaní við allífið. Sniðug útfærsla.  Sveinn Ólafur Gunnarsson skilar Magnúsi spyrli og  vel og verður ekki þurrausinn.  Friðrik Friðriksson á ágæta spretti sem Þórbergur. Sérstaklega fannst mér hann góður þegar hann tók skorpu í Umskiptingastofunni með Lillu Heggu í Sálminum um blómið. Stórmerkar hreyfimyndir af Þórbergi að framkvæma Mullersæfingar lyfta sýningunni upp á æðra plan.

Mannbætandi sýning og ég vona að fleiri sýningar verði fram eftir ári. Meistari Þórbergur og listafólkið á það skilið.

Þórbergur


Saklausar raddir

Saklausar raddirÍ Sjónvarpinu í gærkveldi var sýnd mexíkósk kvikmynd, Saklausar raddir (Voces inocentes). Myndir frá Mexíkó eru ekki algengar á Fróni og var þessi mynd góð sending.  Hún greinir frá  ungum dreng, Chava í El Salvador á 9. áratug síðustu aldar sem reynir að lifa eðlilegu lífi þótt alls staðar í kringum hann geisi borgarastríð. Drengurinn býr í fátækrahverfi en það er stutt í gleðina. Á kaldastríðsárunum 1980 til 1992 geysaði borgarastrið í El Salvador og létu 75.000 manns lífið.  Skæruliðar FMLN sem voru kommúnistar og undir kúbönskum áhrifum börðust við stjórnarherinn sem studdur var af Reagan stjórninni.

Það er athyglisvert að sjá sjónarhorn drengsins og einhvernvegin finnst manni Guantanamo fangabúðirnar vera  léttvægar þegar mannréttindabrot í borgarastríði eru sagðar. Í samantekarlista í lokin er sagt frá áhrifum borgarastríðsins. En börn frá El Salvador voru send til 40 landa. Borgarastríð eru ömurleg stríð.

Ein bandarísk mynd sem kemur upp í hugann þegar þessi mynd er skoðuð er Salvador, frumburður Oliver Stone. James Woods  leikur þar vel ljósmyndara. Það var eftirminnileg mynd.

Skora á Sjónvarpið að skoða heiminn og sýna kvikmyndir frá fleiri menningarsvæðum. Það gera fleiri góðar kvikmyndir en Íslendingar og Hollywood.


Þegar ég verð stór...

Föstudagur í dag, falleg helgi framundan. Bretar að snjóa í kaf.  Því kemur þetta heimaverkefni mér í hug.

skoflur.jpg


Svona gerast kaupin á Hesteyrinni!

Vona ég að rannsóknablaðamenn fjalli um Eignarhaldsfélagið Hesteyri ehf  og gefi lesendum sínum nánari upplýsingar um þetta athyglisverða félag en það hefur tölt mjög hljóðlega um markaðinn.  

Eindarhaldsfélagið Hesteyri var stofnað árið 1989 og var tilgangur félagsins þá: Leiga atvinnuhúsnæðis. Síðan hefur verið mörkuð ný stefna eftir 21. nóvember 2002 og félagið komið í rekstur og starfsemi eignarhaldsfélaga. Hættir í leiguharkinu.

Í Frjálsri verslun um haustið 2002 er athyglisverð úttekt á Hesteyri og ber greinin nafnið: “Hófadynur Hesteyrar”.   En þar er flóknum kapli eiganda lýst. Var eignarhaldsfélagið Hesteyri ehf, lykilfélag í kaupum S-hópsins á Búnaðarbanka Íslands.   Komu þar við sögu félög sem heita Ker, S-hópur, Straumur, Norvik (móðurfélag BYKO), VÍS  og auk Hesteyrar sem flækja svo málið í valdabaráttu milli tveggja Framsóknarkónga,  Þórólfs Gíslasonar og Ólafs Ólafssonar.

Í lok greinarinnar í Frjáls verslun stendur:

“Það verður að að segjast eins og er að þetta er ein mesta leikflétta í íslenskum viðskiptum í áraraðir og verðskuldar Þórólfur Gíslason sannarlega athygli fyrir vikið. Gleymum ekki þætti
Hornfirðingana í þessu máli, þeir eiga Hesteyri með Skagfirðingum.” 


mbl.is Ekkert jafnræði hluthafa VÍS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsgrannskoðanin

Eftir skelfilegar ófarir okkar í bankamálum, þá þurfum við erlenda aðstoð við að rannsaka málið og gera upp sakir. Ég mæli með þessari stofnun, ríkisendurskoðun í Fræreyum.  Landsgrannskoðanin heitir hún og er ekki hægt að finna traustara nafn. Það verður allt grandskoðað. 

Hún er skemmtilg færeyskan!


Já, ráðherra

Íslenski sjávarútvegsráðherrann hitti svissneska kollega sinn og spurði hann af hverju Svisslendingar væru með sjávarútvegsráðherra það væri jú engin sjór í kringum Swiss.

Svissneski ráðherrann svaraði með annarri spurningu:

"Hvað eruð þið að gera með fjármálaráðherra ????"

1975

Fimm sannanir fyrir því að árið 1975 er komið aftur. 

1. Við eigum í stríði við Breta
2. Það eru gjaldeyrishöft
3. Það ríkir óðaverðbólga
4. Vinsælustu lögin eru með ABBA og Villa Vill
5. Forsætisráðherrann heitir Geir og er Sjálfstæðismaður


Nýjasta pick-up línan á djamminu: “Sæl, ég er ríkisstarfsmaður”


Dofinn

Maður er hálf dofinn eftir ævintýri dagsins. Var að vona að botninum væri náð síðasta mánudag, en jökulsprungan er dýpri en maður hélt. Vonum að hún sé V-laga. Næsti mánudagur verður betri.

Heyrði þetta spakmæli, sem upphaflega er ættað úr Hávamálum en hefur þróast á góðum stað í dag.

"Margur verður að aurum api og af seðlum górilla."


Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 233593

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband