Færsluflokkur: Tölvur og tækni
14.9.2007 | 14:38
Árnaðaróskir - Google rúllar upp leitarmarkaðnum
Til hamingju með daginn Googglarar!
"Gogglaðu bara", er orðin algeng setning á hinu íhaldsama Íslandi þegar leita skal upplýsinga á Netinu.
Google leitarvélin hefur verið í stórsókn síðustu árin. Í október 2002 var Google með 53,2% markaðshlutdeild. Nú er öldin önnur. Google leitarvélin hefur yfirburðarstöðu í Bandaríkjunum og sama gildir um öflugustu lönd Evrópu.
Kíkjum á markaðshlutdeild Google í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi.
Með markaðshlutdeild upp á 88.5%, er Google leiðandi leitarvél í Þýskalandi. Yahoo hefur 3.4%, síðan kemur þýska leitarvélin ISP T-Online (2.2%), MSN (1.4%) og AOL (1.3%).
Í Frakklandi er sama staða. Með 89.79%, hefur Google yfirburða stöðu. Yahoo kemur með 3.14%. MSN nær í 2.48%, frönsku leitarvélarnar ISP's Orange og Free ná 1.89% og 0.72%.
Sama er uppi á tengingum í Bretlandi. Google hefur markaðshlutdeild upp á 79.38%. Yahoo nær í 7.72%. Með 4.48% nær Ask.com í þriðja sætið. Leitarvélar Microsoft's MSN og Live ná í 3.75% og 1.53% (samtals 5.28% fyrir leitarvélar Microsoft).
Því er nauðsynlegt fyrir íslensk fyrirtæki að vera sýnileg á Google ætli þau að ná árangri erlendis.
Leitarvélar gegna lykilhlutverki á Netinu og er stundum talað um að þær séu fimmta valdið, þið þekkið undirstöður lýðræðisins, framkvæmda-, löggjafar- og dómsvald. Fjölmiðlar eru stundum kallaðir fjórða valdið og leitarvélar það fimmta. Ef þú ert ekki þar, þá ertu ekki til í Rafheimum!
Sagan um Google leitarvélina er dæmigerð fyrir fyrirtæki í upplýsingatækni.
Google var stofnuð um miðjan 10. áratug síðustu aldar af tveim guttum, Larry Page (24) og Sergey Brin (23) sem námu við Stanford háskólann. Markmið þeirra var að hanna hraðvirka, nákvæma og einfalda leitarvél. Þeir gerðu frumgerðina í heimavistinni hjá Larry í Stanford og síðla árs 1998 var starfsemin komin í bílskúr en mörg tölvufyrirtæki hafa byrjað á sama hátt. Þessi bílskúr hafði þó þann lúxus að hafa sjálfvirkan hurðaopnara.
Lykilinn að nákvæmi leitar hjá Google byggir á algrími sem kallast PageRank en þar er skjölum raða upp eftir því hversu margar tengingar eða meðmæli eru í skjalið. Þar sem litið er á að ef síða A vísar í síðu B sé hún í raun að mæla með henni. En Google skoðar einnig meðmæli síðunnar A sem vísaði og skoðar meðmæli hennar. Síður sem fá mörg meðmæli eru taldar vera áreiðanlegri en síður sem færri vísa í og þeim er því raðað framar í leitarniðurstöðunum.
Kíkjum aðeins á PageRank algrímið.
PR(A) = (1-d) + d(PR(t1)/C(t1) + ... + PR(tn)/C(tn))
![]() |
Tíu ár síðan lénið google.com var skráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 21:44
Persónuvernd í 25 ár
Er með í höndunum afmælisrit Persónuverndar, Persónuvernd í 25 ár. Um síðustu áramót voru liðin 25 ár frá því að fyrsta löggjöfin um með ferð persónuupplýsinga hér á landi öðlaðist gildi. 15 persónur skrifa hugleiðingar sínar um vernd persónuupplýsinga og einkalífsvernd. Þetta er þarfasta rit og varpar ljósi á mikilvægi laga um persónuvernd.
Ein grein eftir Svönu Helen Björnsdóttur nefnist Eftir hrun Berlínarmúrsins. Þar er borið saman Austur-Þýskaland fyrir og eftir fall Berlínarmúrsins. En íbúar landsins þurftu að lifa allt sitt líf undir smásjá valdhafa sem gátu hvenær sem er gripið til aðgerða og hengt einstaklingum fyrir óæskilega hegðun. Leyniþjónustan Stazi sá um upplýsingaöflun og hafði um hundrað þúsund almenna borgara til að njósna um nágranna sína. Þetta var kúgun sem valdhafar beittu fólk með skefjalausu eftirliti og persónunjósnum.
Í upplýsingasamfélagi nútímans er hægt að fá upplýsingar um neyslu fólks, skoðanir, hegðun, heilsu, búsetu og margt fleira. Hægt að búa til rafrænan prófíl af einstaklingum. Þeir sem eignast slíkan prófíl fá einnig ákveðið vald yfir viðkomandi einstaklingum.
Því er hægt að taka undir niðurstöðu Svönu að við skulum vera afar nísk á upplýsingar sem varða persónu okkar.
Í framhaldi af þessu ætla ég að sjá kvikmyndina Sicko eftir Michael Moore en þar er bandaríska heilbrigðiskerfið tekið í gegn. Hef heyrt að tryggingarfélögin þar séu alræmd og því skil ég ótta fólk í Bandaríkjunum um að tryggingarfélög komist í rafræna prófil þeirra.
9.8.2007 | 09:58
Virkni hugbúnaðar
Það var fróðlegur hádegisfyrirlestur sem ég var á í Háskóla Reykjavíkur í gær. Pétur Orri Sæmundsen frá Sprett fjallaði um Agile og kröfur.
Agile samfélagið á Íslandi er að gera góða hluti í að breiða út agile hugmyndir og aðferðir í hugbúnaðarþróun. Trú þeirra er að kvik aðferðafræði margfaldi árangur og skilvirkni í hugbúnaðarverkefnum. Einnig að aðferðin verði sjálfgefin í allri hugbúnaðarþróun innan fárra ára.
Eitt af lykilatriðum í kvikri hugbúnaðarþróun lágmarka breytingar. Ná öllu rétt í fyrsta skipti. Til þess þarf að farmkvæma kröfugreiningu, forgangsraða kröfum og hafa góð samskipti milli viðskiptavins og þróunarteymis.
Það var merkilegt að sjá rannsóknarniðurstöðu Standish Group um virkni (feature) í kerfi eða forriti.
- 45% Aldei notuð
- 19% Sjaldan
- 16% Stundum
- 13% Oft
- 7% Alltaf
20% af virkni forrita er því oft eða alltaf notuð, 64% sjaldan eða aldrei. Það bendir til að viðskiptavinurinn hafi farið offari í hugarfluginu. Gott dæmi um forrit sem þetta gildir um er Word.
Hvað notar þú lesandi góður mikið af virkni Word?
Agile byggir á samskiptum. Sálfræðin er komin í hugbúnaðargerð.
29.6.2007 | 09:11
Gullvottun Microsoft
Síðustu mánuði höfum við hjá Stika stefnt á að ná í Gullvottun Microsoft - Microsoft Gold Certified Partner - Í vikunni kom staðfesting frá Microsoft um að Stiki hefði náð markmiði sínu, við erum velkomin í Gullklúbb Microsoft.
Vottunin þýðir að starfsmenn Stika uppfylla ítrustu kröfur um þekkingu og þjónustu við kerfishugbúnað og lausnir frá risanum Microsoft. Stiki er áttunda fyrirtækið á Íslandi til að ná þessum áfanga. Hin eru TM Software, EJS, Opin kerfi, AcoTæknival, Nýherji, Maritech og Annata.
Gullvottun Microsoft staðfestir að Stiki er í fremstu röð við að taka upp nýjungar frá Microsoft. Stiki fær aðgang að þjónustuborði Microsoft og greiðari aðgang að menntun og þjálfun en Microsoft leggur árherslu á virkt samstarf við gullvottuð fyrirtæki.
Það var gaman að ganga í vinnuna í morgun, gullfallegur dagur og gullklúbbur framundan!
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2007 | 11:34
StorIce - hátækni á Hornafirði
Var að fletta Eystrahorni á netinu, eystrahorn.is og sá þar athyglisverða frétt. Nýtt hátæknifyrirtæki er komið í fjörðinn. StorIce ehf. í eigu hornfirskra fjárfesta og starfsmanna. Fyrirtækið býður upp á afritunar- og endurheimtunarþjónustu og er um að ræða mjög hraðvirka og sjálfvirka afritun gagna í gegnum internetið. Fyrirtækið er til húsa í sérhönnuðu tækjahúsnæði við hæsta mögulega öryggisstig í jarðstöðinni sem var varaleið Íslands við umheiminn. Starfsemi í jarðstöðinni hefur verið hætt.
Vonandi gengur fyrirtækið vel og það vaxi jafnt og þétt.
Svo er næsta vers að stofna netþjónabú á Hornafirði. Ekki er mikið um ógnir af náttúrunar hendi í Hornafirði ef byggt verður á hól.
14.6.2007 | 13:53
SCRUM sumar
SCRUM, er það nú enn ein skamstöfunin er það fyrsta sem lesendum dettur í hug þegar þeir sjá orðið SCRUM. En orðið er ekki skammstöfum, heldur er þetta orð fengið úr athöfn í rúgbý.
Scrum er aðferðafræði í verkefnastjórnun sem notuð er við hugbúnaðargerð. Aðferðafræðin er oft kölluð ofurframleiðnitólið. Stiki hefur verið verið að innleiða aðferðafræðina í einu hugbúnaðarverkefni. Þetta er spennandi verkefni undir Agile hugmyndafræðinni.
Verkefnastjórnun í Agile verkefnum er gjörólík hefðbundinni verkefnastjórnun. Í stað þess að áætla, skipa og stýra þá er það hlutverk verkefnastjóra að miðla, þjálfa og leiðbeina. Til þess að leggja áherslu á ný ábyrgðasvið verkefnastjórans hefur Scrum aðferðafræðin sett fram nýtt nafn á verkefnastjórann sem heitir nú ScrumMaster.
Í gær komu í hús tvær bækur sem ég keypti á Amazon, Agile project management with SCRUM og Agile Software Development with SCRUM. Höfundur þeirra er Ken Schwaber en hann er guðfaðir SCRUM. Hann verður með námskeið í lok ágúst hér á landi og það væri svalt að mæta og fá vottun sem Certified ScrumMaster.
Næstu dagar fara í að lesa bækurnar, það verða vonandi skemmtilegir dagar.
10.6.2007 | 13:45
RM Studio vottað af VeriTest
Síðasta vika var mjög góð hjá Stika. Niðurstöður komu frá Kína úr prófunum hjá VeriTest voru birtar og stóð RM Studio áhættumatshugbúnaðurinn okkar prófið. Það er glæsileg niðurstaða en kom okkur ekki á óvart. Enda vel skrifaður hugbúnaður.
Markmiðið með prófinu er að ná fá vottun frá Mircorsoft um að hugbúnaðurinn sé hannaður og keyri vandræðalaust á Windows netþjónahugbúnaði og Windows stýrikerfum, auk þess að vera hannaður fyrir .NET tækni Microsoft.
Mjög fáar hugbúnaðarlausnir frá Íslandi hafa fengið vottun hjá VeriTest en Microsoft krefst þess í sumum tilfellum hjá hugbúnaðarhúsum sem eru í hópnum Microsoft Partner en þangað stefnum við hjá Stika.
RM Studio hugbúnaðurinn er ætlaður fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum sem vilja tryggja öryggi í vinnslu upplýsinga. Byggt er á aðferðafræði öryggisstaðlanna ISO/IEC 17799:2005 og ISO/IEC 27001:2005.
Hugbúnaðurinn er byggður upp á nokkrum mismunandi kerfiseiningum. Viðamesta einingin í RM Studio er áhættumats einingin sem leiðir notanda á skipulagðan máta í gegn um áhættumatsferli. Í RM Studio er jafnframt eignakerfiseining til að skrá upplýsingaeignir.
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2007 | 09:58
Tækni og vit 2007

Stórsýning tileinkuð tækniþróun og þekkingariðnaði stendur nú yfir í Fífunni í Kópavogi. Þetta er glæsileg sýning sem undirstrikar það að þekkingariðnaðurinn á eftir að verða þriðja stoðin í hagkerfi Íslendinga.
Það hefur verið gaman að fylgjast með og vera þáttakandi í sýningarhaldi. Á fimmtudag kíkti ég á opnunarhátíðina og var þar góð stemming. Mest annríki var við bás Auðkennis enda voru þeir að afhenda gestum rafræn skilríki. Það er stemming fyrir þessari vöru núna enda uppskáru rafræn skilríki titilinn athyglisverðasta varan.
Stiki ehf, fyrirtækið sem ég vinn hjá var mjög farsælt um helgina. Á föstudag var Stiki eitt af fjórum fyrirtækjum sem fékk viðurkenningu fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækja. Hin sprotafyrirtækin voru Stjörnu-Oddi, Gagarín og Marorka sem hampaði Vaxtasprotanum.
Ég mætti ásamt nokkrum starfsmönnum Stika á föstudaginn niður í Gerðuberg en Jón Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra afhenti Vaxtarsprotann. Gott framtak hjá Samtökum iðnaðarins, Rannsóknamiðstöð Íslands og Háskólans í Reykjavík en þau standa á bakvið viðurkenninguna.
Stiki var með í sprotabás Samtaka iðnaðarins og hlaut sá bás verðlaun fyrir athyglisverðasta sýningarsvæðið á Tækni og vit 2007. Sýningarsvæði Samtaka iðnaðarins kallast Sprotatorg og er gróandinn þar í fyrirrúmi.
Góð helgi hjá Stika ehf.
Tölvur og tækni | Breytt 12.3.2007 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 3
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 234908
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar