Hlöđufell (1186 m)

Ćgifegurđ er ţađ fyrsta sem kemur upp í hugann ţegar mađur er kominn á topp Hlöđufells. Ţađ var ógnvekjandi og himneskt ađ vera á toppnum, altekinn af mikilfengleik sköpunarverksins og mađur upplifir smćđ sína um leiđ, ţó er mađur hávaxinn.

Víđsýniđ af Hlöđufelli var stórfenglegt. Ţegar horft var í norđvestur sást fyrst Ţórisjökull, síđan Presthnjúkur, Geitlandsjökull, Langjökull, Hagavatn, Bláfell, Kerlingarfjöll, Hofsjökull, Vatnajökull, Hekla, Tindfjallajökull, Eyjafjallajökull, Vestmannaeyjar, Ingólfsfjall, Esjan og Botnssúlur. Einnig sást inn á Snćfellsnes . Í suđvestri voru hin ţekktu Ţingvallafjöll, Skriđa ađ Skriđutindar og nágrannarnir, Kálfatindur, Högnhöfđi og Rauđafell. Síđan horfđum viđ niđur á Ţórólfsfell ţegar horft var í norđur.Skjaldbreiđur, ógnarskjöldur, bungubreiđur er magnađur nágranni en ţađ var dimmt yfir henni.

Gullni hringurinn og Hlöđufell, ţannig hljóđađi ferđatilhögunin. Lagt af stađ í skúraveđri frá BSI og komiđ viđ á Ţingvöllum. Ţar var mikiđ af fólki og margir frá Asíu. Eftir ađ hafa heilsađ upp á skálin Einar og Jónas var haliđ á Laugarvatn, einn farţegi bćttist viđ og haldiđ yfir Miđdalsfjall. Gullkista var flott en hún er áberandi frá Laugarvatni séđ. Síđan var keyrt framhjá Rauđafelli en ţar eru flott mynstur í móberginu. Ađ lokum var keyrt yfir Rótasand á leiđinni ađ Hlöđuvöllum.

Á leiđinni rifjuđum viđ Laugvetningarnir frá Menntaskólanum skemmtilega sögu sem Haraldur Matthíasson kennari átti ađ hafa sagt:  "ađ ţađ vćri ađeins ein fćr leiđ upp á á Hlöđufell og ţá leiđ fór ég ekki."

Viđ fórum alla vega einföldustu leiđina. Ţegar komiđ er ađ skála Ferđafélags Íslands sést stígurinn upp felliđ greinilega. Fyrst er gengiđ upp á stall sem liggur frá fellinu. Ţegar upp á hann er komiđ er fínt ađ undirbúa sig fyrir nćstu törn en ţađ er skriđa sem nćr í 867 metra hćđ. Klettabelti er efst á leiđinni en mun léttari en klettarnir í Esjunni. Síđan er nćsti áfangi en um tvćr leiđir er ađ velja, fara beint upp og kjaga í 1081 metra hćđ. Ţá sést toppurinn en um kílómeter er ţangađ og síđustu hundrađ metrarnir. Ţađ er erfitt ađ trúa ţví en stađreynd. 

Ţegar upp á toppinn er komiđ, ţá er geysilegt víđsýni, ćgifegurđ eins og áđur er getiđ. Á toppnum var óvćntur gjörningur. Einhverjir spaugsamir listamenn höfđu komiđ fyrir stöđumćli sem er algerlega á skjön viđ frelsiđ. Ţví stöđumćlar eru til ađ nota í ţrengslum stórborga. Einnig má sjá endurvarpa sem knúinn er af sólarrafhlöđum.

Gangan niđur af fjallinu gekk vel og var fariđ niđur dalverpiđ og komiđ ađ uppgönguleiđinni einu. Ţađan var keyrt norđur fyrir fjalliđ, framhjá Ţórólfsfelli og inná línuveg ađ Haukadalsheiđi. Gullfoss og Geysir voru heimsóttir á heimleiđinni.

 

Dagsetning: 19. september 2010
Hćđ: 1.186 metrar
Hćđ í göngubyrjun:  460 metrar, viđ Hlöđuvelli, skála (64.23.910 - 20.33.446) 
Hćkkun: 746 metrar          
Uppgöngutími:  120 mín (13:00 - 15:00), 2,5 km bíll - Tröllafoss
Heildargöngutími: 210 mínútur  (13:00 - 16:30)
Erfiđleikastig: 3 skór
GPS-hnit toppur:  N: 64.25.171 - W: 20.32.030
Vegalengd:  5,8 km
Veđur kl 15 Ţingvellir: 7,2 gráđur,  1 m/s af NA, léttskýjađ
Ţátttakendur: Ferđaţjónustan Stafafelli, 8 manns.                                                                   
GSM samband:  Já - gott samband á toppi en neyđarsímtöl á uppleiđ.
Gönguleiđalýsing: Lagt af stađ frá Hlöđuvöllum, gengiđ upp á stall, ţađan upp í 867 metra hćđ en dalverpi er ţar. Leiđin er öll upp í móti en ţegar komiđ er í 1.081 metra hćđ, ţá er létt ganga, kílómeter ađ lengd ađ toppinum. Minnir á göngu á Keili.  

 Hlodufell

Ferđafélagar á toppi Hlöđufells. Klakkur í Langjökli gćgist upp úr fönninni.

 Stöđumćlir

Stöđumćlirinn í víđerninu. Kálfatindur og Högnhöfđi á bakviđ.


Tröllafoss - Ţríhnúkar (279 m)

Mosfellingurinn og rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson skrifar skáldlegar og hástemdar náttúrustemmingar í bók sinni Himnaríki og helvíti. Ţar er ţessi fallega og spekingslega málsháttarsetning. "Fjöllin eru ekki hluti af landslaginu, ţau eru landslagiđ."

Gengiđ var á heimaslóđum Jóns Kalmans međ Útivistarrćktinni en ţar er mikiđ af fellum sem eru eđa móta landslag Mosfellsbćjar. Lagt var af stađ frá Hrafnhólum. Fyrst var Tröllafoss heimsóttur og síđan var haldiđ ađ Ţríhnúkum hjá Haukafjöllum. Gengiđ var međ Leirvogsá ađ Tröllafossi en áin skilur ađ sveitarfélögin Reykjavík (Kjalarnes) og Mosfellsbć. Telst Tröllafoss til Mosfellsbćjar en Ţríhnúkar til Kjalarnes.

Ţađ blés vél á göngumenn á hćđinni ţegar komiđ var ađ Tröllafossi, ágćtum fossi sem allt of fáir heimsćkja m.v. hvađ hann er nálćgt fjölbýlinu.

Hún var kröftur norđanáttin ţegar hún skellti sér niđur af Esjunni í dalinn. Vindstrengurinn viđ Ţríhnúka sem eru úr flottu stuđlabergi var óskaplegur. En Ísland er merkilegt land, eftir ađ hafa gengiđ niđur međ miđhnúknum, fannst skjólbelti og ţar var áđ og nesti snćtt.

Einn göngumanna mćlti ţessi orđ á Facebook í ferđalok. "Er bara pínulítiđ vindbarin eftir göngu kvöldsins...... ţvílíkt rok á toppunum ţremur ţ.e. Ţríhnúkum í Haukafjöllum en Tröllafoss skartađi sínu fegursta og lét vindinn ekki á sig fá. Fínt kvöld međ 40 manna hóp Útivistarrćktarinnar, takk fyrir mig í sumar ţetta var víst síđasta gangan!"

Dagsetning: 15. september 2010
Hćđ: 279 metrar
Hćđ í göngubyrjun:  134 metrar, viđ Hrafnhóla (64.12.423 - 21.33.994)             
Uppgöngutími:  60 mín (19:00 - 20:00), 1,5 km bíll - Tröllafoss
Heildargöngutími: 100 mínútur  (19:00 - 20:40)
Erfiđleikastig: 1 skór
GPS-hnit hnúkar:  N: 64.13.042 - W: 21.32.285
Vegalengd:  5,0 km
Veđur kl 21 Reykjavík: 6,2 gráđur,  7 m/s af NA, raki 73%, skyggni 70 km
Veđur kl 21 Skálafell: -0,9 gráđur, 21/26 m/s af NV, raki 106%
Ţátttakendur: Útivistarrćktin, 39 manns  einn hundur.                                                                     
GSM samband:  Já - gott samband
Gönguleiđalýsing: Ekiđ upp í Mosfellsdal fram hjá Gljúfrasteini og beygt inn á nćsta afleggjara til vinstri og ekiđ ađ Hrafnhólum.  Gengiđ upp ađ Tröllafossi í Leirvogsá og ţađan á Ţríhnúka í Haukafjöllum.

3Hnukar

Ţeir voru flottir stuđlabergshnúkarnir ţrír og minntu á densileg konubrjóst.


Stóri Sam hjá Blackburn

Smá stađreyndarvilla: 

"Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton sakar kollega sinn hjá Arsenal"

Sam Allardyce er hjá Blackburn  en Owen Coyle er núverandi stjóri Bolton. Ţessi frétt var rétt árin 1999 til 2007.

Arsenal spilađi viđ Blackburn í lok ágúst og hafđi sigur 1-2 en leikur viđ Bolton međ Owen Coyle var um síđustu helgi.


mbl.is Allardyce: Wenger međ flesta fjölmiđla í vasanum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Borgar sig ekki ađ haardera

Ţađ borgar sig ekki ađ haardera ţegar mađur er í ríkisstjórn. Vissulega eiga ráđherrarnir fjórir allir ađ fara fyrir Landsdóm og fá niđurstöđu sem ţeir eiga skiliđ. Ţá fer okkur fram sem ţjóđ.

 

Á slangurorđabókinni snara.is er ţessi skilgreining á nýyrđinu haardera.

Haardera

so.
gera ekki neitt, vísar til ţess ađ sumir töldu Geir Haarde gera helst til lítiđ eftir bankahruniđ haustiđ 2008
 
Ríkisstjórnin ákvađ ađ haardera máliđ.
 
http://slangur.snara.is/?s=haardera

mbl.is Tvćr tillögur um málshöfđun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kópavogsliđin međ yfirburđi í yngri flokkum

Var ađ koma af úrslitaleik í Íslandsmótinu í 4. flokk á Kópavogsvelli. Ţađ var hörku leikur milli nágrannana í Kópavogi, HK og Breiđabliks. Ţeir grćnklćddu uppskáru verđskuldađan sigur í ágćtis leik.

Í gćr  sá ég leik sömu liđa í undanúrslitum 3. flokks á Smárahvammsvelli. Ţar snerust úrslitin viđ og komur HK menn í úrslitaleikinn. Ţeir spila um helgina viđ Breiđablik 2 en ţeir lögđu Víkinga í hinum undanúrslitaleiknum.

Í 5. flokki gekk Kópavogsliđum ágćtlega. Einnig í flokkunum ţar fyrir neđan. En hver skyldi ástćđan vera. Eflaust eru frábćrar ađstćđur til knattspyrnuiđkunar ađ skila sér í góđum árangri. Til eru tvćr knattspyrnuhallir í Kópavogi, Fífan og Kórinn og einnig góđ ađstađa fyrir félögin, HK og Breiđablik. Ekki má gleyma ađ ţjálfarar eru fćrir í sínu fagi.

Gott dćmi um mun á ađstćđum er ţegar Gylfi Ţór Sigurđsson fór frá FH yfir til Breiđabliks ţegar hann var táningur en hann stefndi hátt og ađstćđur voru betri í Kópavogi en Hafnarfirđi. Nú er Breiđablik ađ uppskera ríkulega fyrir knattspyrnumanninn. Ţegar Gylfi fór fyrir mikinn pening frá Reading til Hoffenheim fékk Breiđablik yfir 100 milljónir á sinn reikning. FH og Breiđablik skiptu svo uppeldisupphćđinni á milli sín, 10 milljónum á félag.

Ţađ er gott ađ spila fótbolta í Kópavogi.

 blikur.jpg

Blikur á lofti í úrslitaleik HK og Breiđabliks í 4. flokki viđ frábćrar ađstćđur á Kópavogsvelli.


Seljadalur – Torfdalshryggur (341 m)

Veđurspáin lofađi skúrum en ţađ var ágćtis veđur ţegar lagt var í hann frá Toppstöđinni. Ţegar komiđ var á Torfdalshrygg var úrkoman orđin ţétt.

Fyrst var komiđ viđ hjá Hafravatnsrétt en ţađ er ágćtt útivistarsvćđi sem Mosfellsbćr og skógrćktin halda um. Ţangađ hafđi ég ekki komiđ áđur og eflaust kíkir mađur ţangađ í vetur. Frá réttinni var ekiđ inn Ţormóđsdal ađ grjótnáminu viđ Silungavatn. Stefnan var sett á Nessel sem er vel stađsett í Seljadal. Ţar var lesinn húslestur fyrir göngumenn.

Ţađan var haldiđ á Torfdalshrygg en tekur hann nafn af Torfdal. Torf var rist í Torfdal. Reiđingur var tekinn í Torfdalnum og notađur yfir hey sem stóđu í heygörđum.  Af Torfdalshrygg sást vel í nágrannan Grímarsfell og yfir í Helgadal. Einnig lá höfuđborgin undir fótum manns. Vífilsfell bar af í austri.

Úrkoma fćrđist í aukana ţegar haldiđ var niđur hrygginn ađ Bjarnarvatni en ţar eru efstu upptök Varmár.  Í útfalli vatnsins stóđ eftir stífla sem Sigurjón Pétursson á Álafossi lét reisa áriđ 1926 eđa 1927 til vatnsmiđlunar.  Viđ stífluna var nestisstopp í úrkomunni. Síđan hófst leitin ađ bílunum í kvöldrökkrinu.

Eftir ađ hafa gengiđ á hrygginn kom mér í hug hversu mörg örnefni tengjast mannslíkamanum. Hryggur, enni, kjálki (Vestfjarđakjálki), bak, barmur, bringa / bringur, geirvörtur, haus, háls,  höfuđ, hné, hvirfill, hćll, kinn, nef, rif, tá, tunga, vangi, ţumall og öxl. Síđan hef ég fundiđ nokkur í viđbót, sum má deila um; Kollseyra, Tannstađir, Skeggöxl, Augastađir, Síđa, Kriki, Kálfatindar, Skarđ, Leggjabrjótur, Kroppur og Brúnir.

Dagsetning: 8. september 2010
Hćđ: 341 metrar
Hćđ í göngubyrjun:  140 metrar, viđ Grjótnám í Ţormóđsdal (64.07.569 - 21.34.793)             
Uppgöngutími:  55 mín (19:10 - 20:15)  
Heildargöngutími: 125 mínútur  (19:10 - 21:15)
Erfiđleikastig: 1 skór
GPS-hnit varđa:  N: 64.08.611 - W: 21.34.555

Vegalengd:  7,0 km (2,0 km bein lína frá bíl ađ toppi.)
Veđur kl 21: 12,6 gráđur,  5 m/s af A og úrkoma, raki 84%, skyggni 35 km
Ţátttakendur: Útivistarrćktin, 36 manns, 12 bílar.                                                                     
GSM samband:  Já - gott samband
Gönguleiđalýsing: Létt ganga sem hófst viđ grjótnámiđ í Ţormóđsdal. Ţađan gengiđ inn Seljadal ađ Nesseli og á Torfdalshrygg. Gengiđ til baka međfram Bjarnarvatni. Vegalengd 7 km. Hćkkun 200 m.

IMG_3144

Af Torfdalshrygg. Flott birta og mosinn og grjótiđ takast á. Grímarsfell gćgist yfir hrygginn.


Last Chance to See

Hann er skemmtilegur og frćđandi heimildarţátturinn Síđustu forvöđ (Last Chance to See) sem er á mánudagskvöldum. En ţćttir frá BBC hafa ákveđin klassa yfir sér og komast fáir framleiđendur nálćgt ţeim.

Ţar ferđast félagarnir Stephen Fry, leikari og Mark Carwardine, dýrafrćđingur, ljósmyndari og rithöfundur um heiminn og skođa dýr sem eru í útrýmingarhćttu. Ţeir fylgja eftir ferđ og ţáttum sem gerđir voru fyrir 20 árum og bera saman.

hvalurMark Carwardine er Íslandsvinur. Ég hef orđiđ svo frćgđur ađ hitta hann eitt sinn á Hornafirđi en ţá var hann ađ hvetja menn til ađ hefja hvalaskođunarferđir hér viđ land. Ţetta hefur veriđ haustiđ 1993. Hann miđlađi mönnum af kunnáttu sinni. Ég man ađ hann var ađ skipuleggja ferđ norđur á land til Dalvíkur og Húsavíkur. Jöklaferđir voru ţá nýlega um sumariđ búnir ađ fara međ farţega í skipulagđar hvalaskođunarferđir á Sigurđi Ólafssyni frá Hornafirđi.

Mark var ţćgilegur í umgengni. Kurteis eins og allir vel uppaldir Englendingar. Sagđi "thank you" reglulega. Hann var međ fjölskyldumeđlimi í ferđinni á Hornafirđi og ţau áttu ekki orđ til ađ lýsa náttúrufegurđinni út um hótelgluggann ţegar skjannahvítan jökulinn bar viđ himinn.

Mark hefur ritađ bćkur sem gefnar hafa veriđ út hér á landi. Bókin Hvalir viđ Ísland, risar hafdjúpanna í máli og myndum ef eitt afkvćma hans.  Ari Trausti Guđmundsson ţýddi og Vaka-Helgafell gaf hana út áriđ 1998.

Á bókarkápu segir ađ  hann líti á Ísland sem annađ heimaland sitt og hefur komiđ hingađ meira en 50 sinnum frá árinu 1981.

Bókin hefst á ţessum skemmtilegu orđum: "Hvalaskođun viđ Ísland hefđi fyrir nokkrum árum ţótt jafnfjarri lagi og froskköfun í Nepal, skíđamennska í Hollandi eđa strandlíf á Svalbarđa. Fyrsta almenna hvalaskođunarferđin var farin frá Höfn í Hornafirđi 1991 til ađ skođa hrefnur og hnúfubaka undan hinni stórbrotnu suđausturströnd Íslands. Allar götur síđan hefur ţjónustugrein ţessi vaxiđ ađ umfangi og telst landiđ nú afar eftirsóknarvert međal hvalaskođara um heim allan."

Nú er bara ađ bíđa eftir nćstu ţáttaröđ hjá ţeim félögum, hann verđur kanski um dýralíf á Íslandi.


Rafmagnsflokkurinn

Allir vita hver Besti flokkurinn er en enginn veit um Rafmagnsflokkinn.

Rafmagnsflokkurinn: Fjárhagsleg undirstađa flokksins vćri rafvirkjun í geysistórum stíl, hagnýting stórra vatnsfalla sem síđan ćtti ađ stjórna međ landinu. Hann átti ađ stjórna landinu og leiđa ţađ til atorkusemi, velmegunar og andlegs ţroska.

Ţessi flokkur er hugsmíđ meistara Ţórbergs í nýútkominni bók, Meistarar og lćrisveinar. Í einum kaflanum, Blessed are the meek, ţá býr hann til persónu sem hann er meistari yfir. Lćrisveinninn tekur  á móti lífsspeki meistarans og sýnir miklar framfarir en fer síđan síđan sínar eigin leiđir. Hann stofnar Rafmagnsflokkinn, hlutafélag sem ćtlađi sér ađ gangast fyrir ţví ađ reist skyldi rafmagnsstöđ viđ Sogsfossana til ţess ađ veita Reykjavík og nágrenni raforku til ljósa og iđnađar. Eflaust er ţarna Einar Benediktsson á ferđ eđa andi hans.

En skyldi vera til rafmagnsflokkur í dag? 

Mér kemur strax í hug Sjálfstćđisflokkurinn en hann vill virkja helstu vatnsfjöll landsins á lćgsta orkuverđi í heimi til ađ skapa atvinnu. Ávinningurinn er nokkur störf, stórskemmd náttúra, gjaldţrota orkufyrirtćki og gjaldţrota bćjarfélög.

Einnig kemur Framsóknarflokkur Halldórs Ásgrímssonar upp í hugann en hann hefur ekki galađ eins mikiđ um álver međ nýjum foringja.

Rafmagnsflokkurinn hefur notađ nýja tćkni til ađ réttlćta framkvćmdir. Rafmagnsflokkur hefur innleitt hugtakiđ afleidd störf.

Rafmagnsflokkurinn minnist aldrei á umhverfisáhrif virkjanaframkvćmda.

Fyrir kosningarnar 2009  fór Rafmagnsflokkurinn hamförum í álversumrćđum, formađur ţeirra Bjarni Benediktsson fullyrti í kosningaţćtti Ríkissjónvarpsins ţann 8. apríl 2009 ađ ţau störf sem fylgja tveimur nýjum álverum og „… afleidd áhrif, skipta ţúsundum, skipta ţúsundum.” Í kosningaauglýsingum Sjálfstćđisflokksins er fullyrt ađ um sé ađ rćđa 6000 afleidd störf.

En hvar á ađ virkja og hvađ sköpuđust mörg afleidd störf á Austurlandi? Alla vega eru margar tómar íbúđir ţar í dag og fólki fćkkar í fjórđungnum. Starfsmannavelta er einnig mikil í verksmiđjunni.


Veikleikar í vefţjóni DV

Í vikunni varđ vefur DV fyrir árás rafbarbara. Árásin var rakin í vesturstrandar Bandaríkjanna en ţar hafa tölvuţrjótar uppgötvađ veikleika hugbúnađi á vefţjóni sem notađur var til ađ birta auglýsingar. Ţar plöntuđu ţrjótarnir niđurhalsveiru á vefţjóninum. Ţeir sem heimóttu fréttavefinn frá kl. 17:40 á miđvikudaginn til klukkan 11:50 á fimmtudaginn fengu flestir ađvörun frá vírusforriti sínu um ađ síđan vćri smituđ. Ţeir sem hafa Windows 7 stýrikerfiđ eiga ađ vera nokkuđ öruggir um ađ smitast ekki en ţeir sem hafa tölvur međ ófullkomnum vírusvörnum gćtu hafa smitast.

Svona atburđur er mikiđ áfall fyrir enda tekur framkvćmdastjóri DV, Bogi Örn Emilsson undir ţađ. Hann sagđi í frétt í Fréttablađinu: "árásina vera mikiđ áfall fyrir DV og ţeirra ímynd. Blađiđ sé í harđri samkeppni viđ önnur fjölmiđlafyrirtćki um veftrafflík og hćtt sé viđ ađ árásin hafi áhrif á ţađ.

Ég fór í kjölfariđ á ţessu áfalli DV-manna í smávćgis rannsókn á öđrum íslenskum vefmiđlum. Ég notađi til ţess veikleikaskönnunarforrit. Á vef Modernus er listi yfir nokkra af vinsćlustu vefjum landsins, samrćmd vefmćling heitir hann og tók ég fréttamiđlana út.

Ástandiđ er ágćtt hjá ţeim, enginn er međ ţekkta alvarlega veikleika og ţeim er vel viđhaldiđ. Ég er samt ekki ađ gefa neina syndakvittun, ţví mögulegt er ađ til séu óţekktar öryggisholur sem bíđa ţess ađ verđa misnotađar.

Ţessi árás er áfall fyrir DV en mér fannst viđbrögđ ţeirra góđ eftir ađ ţeir áttuđu sig á ţví hvađ var á seyđi. Hins vegar er tíminn sem leiđ frá ţví ađ óvćran kom á ţjóninn og ţangađ til ráđstafanir voru ferđar full langur. Svona hlutir eiga ađ finnast fyrr á svo fjölsóttum vef.

En hvađ geta eigendur vefmiđla gert til ađ minnka líkurnar á ţví ađ svona árásir verđi ekki gerđar sem eru mikiđ áfall fyrir reksturinn. 

  • Móta stefnu og innleiđa verklagsreglur fyrir rekstur upplýsingatćknikerfa
  • Búa til áćtlanir fyrir samfelldan rekstur
  • Framkvćma áhćttumat
  • Innleiđa ISO/IEC 27001 upplýsingaöryggisstađalinn en hann inniheldur öll atriđin fyrir ofan og meira til.
  • Fá faggilda vottun skv. ISO/IEC 27001

dv


Eyđibýlaganga á Ţingvöllum

Bláskógabyggđ heitir sveitin sem Ţingvellir eru stađsettir í. Í gćrkveldi bar byggđin međ réttu heitiđ Bláberjabyggđ svo mikiđ var af bláberjum í Eyđibýlagöngu Útivistarrćktarinnar. Bláskógar eru annađ nafn yfir Ţingvelli.

Lagt var af stađ frá Ţjónustumiđstöđinni og gengiđ eftir skógarrjóđri ađ Skógarkoti. Á leiđinni var mikiđ af bláberjum. Í Skógarkoti bjó mađur ađ nafni Kristján Magnússon (f. 1776) og var hreppstjóri.  Hann kom í Ţingvallasveit um áriđ 1800 og nćr í heimasćtuna í Skógarkoti 1801 og tekur viđ jörđinni áriđ 1806. Hann varđ mikilhćfur bóndi og nýtti skóginn vel  ásamt ţví ađ afla sér og sínum fiskjar úr Ţingvallavatni.  Hann átti í deilum viđ Ţingvallaprest um skógarnytjar en ţekktustu deilur hans voru vegna barnseigna en hann eignađist 7 börn međ eiginkonu sinni og 7 börn međ hjákonum.  Kristján var dćmdur til hýđingar vegna ţessara mála en sýslumađur fannst ekki tćkt ađ refsa besta hreppstjóra sínum og var ţađ aldrei gert.  Fróđir menn telja ađ um 6000 manns megi rekja til Kristjáns í dag.  Ég er ţó ekkert skyldur honum ţví Íslendingabók segir ađ enginn skyldleiki sé međ okkur.

Í bókinni Hraunfólkiđ - Saga úr Bláskógum eftir Björn Th. Björnsson er rakin saga Skógarkots og fólksins sem ţar bjó á 19. öld.

Ţađan var stefnan sett á Hrauntún. Fara ţarf yfir Ţingvallaveg og eru ţađan 1,8 km ađ garđhleđslu viđ Hrauntún. 

Í Hrauntúni má sjá rústir af koti sem var reist um 1830. Hrauntún var í eyđi um aldir og áriđ 1711 var ţađ einungis ţekkt sem örnefni í skóginum. Erfitt var um alla ađdrćtti í Hrauntúni og ţótti ţađ afskekkt. Áriđ 1828 flutti Halldór Jónsson í Hrauntún og eftir ţađ var samfelld byggđ í Hrauntúni í um 100 ár. Í dag bera veggjarbrot og tún enn merki um búskaparhćtti ţar.

Dagsetning: 1. september 2010
Hćđ: 108 metrar
Hćđ í göngubyrjun:  108 metrar, viđ Ţjónustumiđstöđ.             
Heildargöngutími: 115 mínútur  (19:20 - 21:15)
Erfiđleikastig: 1 skór
GPS-hnit Skógarkot:  N: 64.15.734 - W: 21.04.230

Vegalengd:  8,1 km

Veđur kl 21, Ţingvellir: 12,8 gráđur,  1 m/s af S, raki 85%
Ţátttakendur: Útivistarrćktin, 36 manns.                                                                     
GSM samband:  Já - gott samband
Gönguleiđalýsing: Létt ganga um skógarstíga í ţjóđgarđinum. Lagt frá Ţjónustumiđstöđ ađ  Skógarkoti ţađan er stefnan sett á Hrauntún. Ţar eru uppistandandi garđhleđslur og heimreiđ ađ bć sem er löngu horfinn

 Skogarkot

Sögustund viđ Skógarkot

Heimild:

Ferlir.is og thingvellir.is


Um bloggiđ

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Sept. 2010
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 306
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 246
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband