Norðmenn geta komist á HM

Eru hinir miklu íþróttablaðamenn Morgunblaðsins að klikka?

Í fréttinni stendur: "Norðmenn eru með 7 stig og ljóst að þeir fara ekki í umspil fyrir HM, enda eiga þeir ekki meira erindi þangað en lið Íslands miðað við leik liðanna í kvöld."

Mér sýnist Norðmenn eiga möguleika á að komast í umspil. Ef þeir vinna Makedóníu og Hollendingar halda sigurgöngu sinni áfram, þá verða Skotland og Noregur jöfn að stigum. Bæði verða með 10 stig. Norðmenn hafa þá bæði betri markatölu og einnig koma þeir betur úr innbyrðis viðureignum.

Hins vegar er það rétt hjá hinum miklu blaðamönnum Moggans. Norðmenn eiga ekkert erindi á HM.

Staðan fyrir síðustu umferð:

Staðan

 

Leikir á miðvikudaginn, 9. september:

Skotland - Holland

Noregur - Makedónía

Skemmtileg staða getur einnig komið upp, vinni Makedónía Noreg og Hollendingar standa sína pligt. Þá verða Makedónía og Skotland með 10 stig. 


mbl.is Norðmenn sluppu fyrir horn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einföld lykilorð skapa hættu á Netinu

Notar þú sama lykil fyrir húsnæði, bíl og bílskúr?

Svarið er neitandi, því  fólk vill ekki taka áhættur. Hins vegar er algengt að fólk noti sama lykilorð fyrir einkabankann, tölvupóstinn og fésbók.

Auk þess eru lykilorð yfirleitt einföld en þau ættu að vera samsett úr tölum og stöfum sem erfitt er að geta upp á.

Í könnun sem nýlega var gerð í Bretlandi af tryggingarfyrirtækinu CPP kom fram að helmingur notenda notaði sama lykilorð fyrir helstu athafnir í rafheimum.

Einnig kom fram að  40% tölvunotenda í könnunni svöruðu því játandi að þeir hefðu gefið lykilorðið upp til amk einnar annarrar persónu og einnig töldu þeir að 39% þeirra hefðu notað sér lykilorðið. 

Ekki hefur verið gerð nein rannsókn á notkun lykilorða hér á landi en ekki kæmi mér á óvart að niðurstöður yrðu svipaðar.


Inglourious Basterds ****

That's a bingo!    - Colonel Hans Landa

IBAusturríski leikarinn Christoph Waltz er stórgóður í hlutverki gyðingaveiðarans Hans Landa í stríðsmyndinni Inglourious Basterds. Stórmagnað  er að fylgjast með yfirheyrslum hans. Það er leikur kattarins að músinni. Setningin hér að ofan er hápunktur í einni yfirheyrslu hans.

Quentin Tarantino fer sínar óhefðbundnu leiðir í kvikmyndagerðinni. En handritið var í vinnslu í áratug. Myndin er kaflaskipt eins og í Kill Bill. Flott myndataka með löngum samtölum. Þetta er hans eigin stríðsmynd og í stiklu með myndinni segir hann að þarna séu stórbrotnar persónur sem hefðu breytt stríðinu hefðu þær verið til. 

Tónlistin er athyglisverð.  Hún spannar allt frá mexíkóskum spaghettívestrum til David Bovie með lagið Putting Out Fire úr Cat Peole, en undir laginu fylgdi eitt magnaðasta atriði myndarinnar.

Mér er minnisstætt þegar við vorum í smekkfullu Háskólabíó á Kvöldstund með Tarantino í lok árs 2005. Þar voru sýndar þrjár Kung-Fu myndir í einum rykk. Hann hvatti fólk til að hvetja söguhetjuna áfram og var fremstur í flokki. Þetta átti að minna á kappleik. Sama hugmynd er notuð í þessari mynd en sögusviðið gerist að hluta í kvikmyndahúsi í París.

Góður tímapunktur að fara á myndina og minnast þess að í dag, 1. september,  eru nákvæmlega 70 ár síðan Heimsstyrjöldin hófst.

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Sept. 2009
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 236838

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 99
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband