Frábært framtak Sjávarheimar

Þessa hugmynd líst mér mjög vel á. Ég var að koma frá Tenerife og sá meiriháttar sýningu í Loro Parque - Páfagaukagarðinum.

Garðurin var stofnaður 1972 af millanum Wolfgang Kiessling. Markmið hans var að halda um og sýna páfagauka. Í dag er garðurinn tíu sinnum stærri en í byrjun og búið að bæta við mörgum tegundum, sérstaklega er athyglinni beit að dýrum í útrýmingarhættu.  T.d. öpum, tígrisdýrum, skjaldbökum, mörgæsum, lundum úr Vestmannaeyjum og eðlum.

Sjávardýr eiga sinn sess í garðinum og gríðarlega góð hönnun er í kingum þau. Lýsing mögnuð. Glæsileg fiskabúr, spírall sem gengið er niðurmeð. Einnig gengið í gengum hárkarlabúrið.  Háhyrnigar eru í garðinum og var sýning á tveggja tíma fresti yfir daginn og var mesta fjörði að fá skvettur frá þeim. Höfrungasýning var og stóðu þeir sig vel. Sæljón komu skemmtilega á óvart og sýndu mikinn og góðan gamanleik.

Um 1,5 milljón manna kemur í Loro Parque í Puerto De La Cruz árlega. Hönnun er gríðar flott og rúmgott um dýrin. Ég var að velta því fyrir mér eftir ferðina hvort ekki væri grundvöllur fyrir svona garði hér á landi. Ef boðið yrði upp á sýningar höfrunga myndi þekking Íslendinga á hvölum aukast heilmikið.

Sandgerði og Blá lónið eiga eftir að spila vel saman. 

Einnig er garður hjá ferðamönnum í suðrið á Tenerife,  Aqualand. Þar var mikið af alls konar rennibrautum og boðið upp á magnaða höfrungasýningu. Myndin hér fyrir neðan er af henni.

Aqualand-hofrungar


mbl.is Stefnt að uppbyggingu sjávardýrasafns í Sandgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórbergsleikar

Tíunda Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Hornafirði um verzlunarmannahelgina. Þetta er frábært framtak hjá hreyfingunni og nauðsynlegt til að halda æskunni frá drykkjumenningu landans um þessa blautu helgi.  

Þegar ég las frétt í Eystrahorni fyrir tveim árum um að landsmótið yrði á Hornafirði þá skrifaði ég pistil á horn.is um nýja íþrótt, Þórbergsleika.  Ég sé mér til mikillar ánægju að Þórbergleikar verða á dagskránni.

Þórbergur Þórðarson frá Hala í Suðursveit er merkilegur maður. Allt héraðið er sögusvið bóka hans og honum tókst betur en nokkrum öðrum að kalla fram sérkenni íslenskrar alþýðumenningar með verkum sínum. Áskorun Þórbergsleika er að svara ákallinu í verkum hans og halda  áfram að draga fram sérkenni heimabyggðar, að bjarga menningarverðmætum frá glötun, að færa þekkingu fortíðar inn í framtíðina, að lifa með landinu.

Ég birti hér fyrir neðan pistilinn sem skrifaður var 13. marz 2005.  - Hittumst á Hornafirði á Þórbergsleikum.

 

Best er að hefja skrifin með því að óska Hornfirðingum til hamingju með að hafa fengið Unglingalandsmót UMFÍ 2007.

Forsíðufréttin í Eystrahorni þann 4. ágúst greinir frá niðurstöðunni og rætt er við bæjarstjóra okkar Albert Eymundsson. Bæjarstjórinn er eðlilega ánægður og þegar ég las þessa málsgrein í fréttinni kviknaði hugmynd í kolli mínum.

“Hann segir mótshaldara ráða hvaða greinar verði í boði og hvatt sé til þess að bjóða upp á nýjar keppnisgreinar og draga fram sérkenni svæðanna.”

Hvarflaði hugurinn til meistara Þórbergs Þórðarsonar. En ég var enn undir áhrifum af skrifum hans eftir að hafa lesið Ofvitann á sama tíma og  Unglingalandsmótið var haldið í Vík.

Rifjaðist þá upp frábært erindi, Hvað vildi Þórbergur? sem Guðmundur Andri Thorsson flutti í Norræna húsinu á afmælisdegi Þórbergs Þórðarsonar 12. mars 2004.  Það lagði hann út frá skoðunum Þórberg á íþróttum sem kom fram í samtalsbók þeirra Þórbergs Þórðarsonar og Matthíasar Johannesen, Í kompaníi við allífið. Þórbergur er stríðinn í samtalinu og gerir gys að þrístökki en þjóðin var þá nýbúin að eignast sinn fyrsta verðlaunagrip á Ólympíuleikum.

Draumsýn Þórbergs:

Fótboltinn mun blómstra í nýjum tilbrigðum og ferðast til kappleikja um allan jarðarhnöttinn. Mikil hástökk munu og reisa um jarðir, sömuleiðis hækkandi grindarhlaup, gaddavírshlaup, æ markvísari spjótköst, lengri og hraðari Maraþonhlaup, fimmstökk, sjöstökk og nístökk. (Kompaníið bls. 250).

Heimurinn er enn ekki kominn lengra á þróunarbrautinni en svo að stökkin eru ekki nema þrjú.

Draumur Guðmundar Andra Thorssyni var að sjá íþróttamót sem kennt væri við Þórberg. Þar sem keppt væri í hækkandi grindarhlaupi, gaddavírshlaupi, hoppi á einum fæti og nístökki. 

Því væri gaman að keppt væri í einni af þessari nýstárlegu  keppnisgrein á Unglingalandsmóti UMFÍ á Hornafirði 2007.  Þá myndum við einnig sjá nýtt heimsmet.  Ekki væri verra að halda eitt densilegt Þórbergsmót með nokkrum greinum.

Það er varla hægt að finna betri tengingu fyrir sérkenni Sveitarfélagsins og að minnast ofvitans Þórbergs um leið.

 

P.s.

Erindi Guðmundar Andra Thorssonar.

http://www.thorbergur.is/files/hvad_vildi_thorbergur.pdf


Uppselt á The Simpsons movie

Fór með Ara litla á The Simpsons movie í dag. Stefnan var tekin á Laugarásbíó, tvöbíó. Þegar við nálguðumst kvikmyndahúsið var mikið af bílum á bílastæðinu og mikill mannfjöldi við miðasölu. Fólk fór að snúa frá og kom í ljós að uppselt var á bæði ensku og íslensku sýninguna. Því var haldið í Regnbogann á þrjúsýningu. Þar var mikil biðröð og mikið um erlenda ferðamenn. Aðeins var boðið upp á ensku raddirnar. Við Ari sluppum inn en salurinn var fullur er myndin hófst.

En hvernig var myndin? Hún var skemmtileg. Umhverfismál voru tekin í gegn og Lisa Gore stóð sig vel. Stemmingin í salnum var góð og greinilegt að hörðustu Simpsons aðdáendurnir voru mættir. 

Því má segja að Íslendingar hafi tekið jafnmiklu ástfóstri við Simpsons fjölskylduna og Kanar og Kanadabúar. 


mbl.is Kvikmyndin um Simpsonsfjölskylduna fram úr vonum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórbergur Þórðarson, lýsir borgarmenningunni.

Fyrr í mánuðinum heimsótti ég Þórbergssetur á Hala í Suðursveit. Það var skemmtileg og fróðleg heimsókn. Svo vel vildi til að lesið var úr verkum Þórbergs á safninu. Þorbjörg Arnórsdóttir sá um lesturinn og gerði vel.

Ég hlustaði á lesturinn um baðstofuna í Bergshúsi við eftir gerð af Bergshúsi. Þórbergur var nákvæmur meður og lýsti hlutum vel og skemmtilega. Hann kunni að lesa hús. Það var gaman að sjá safngripinn umvafinn sögunni. 

Þorbjörg Arnórsdóttir benti á að bókmenntafræðingar hefðu fundið út að Þórbergur væri fyrsti sem skrifaði um lífið í borginni á 20. öldinni. Það á eflaust eftir að gera Þórberg merkilegri í framtíðinni. Þórbergur var því bloggari á undan sinni samtíð.

Í gærkveldi keyrði ég frá Keflavík í borgina sem Þórbergur lýsti svo vel fyrir öld. Snæfellsjökull og Snæfellsnes var glæsilegt að sjá í sólsetrinu. Skýin voru mögnuð, mynduðu flott mynstur í ákveðinni hæð eftir ósýnilegri beinni línu. Bezt að enda blogg dagsins á lýsingu á glugga í Bergshúsi.

"Og þegar við litum út um hann, blasti Faxaflóinn við augum okkar, en handan við flóann reis Snæfellsjökull yzt við sjóndeildarhringinn eins og risavaxinn tólgarskjöldur með gömlum myglufeyrum.
Það þótti fögur sjón, þegar maður gat borgað fyrir sig um næstu mánaðarmót. En hve heimurinn yrði fagur, ef allir gætu borgað fyrir sig!"

Ofvitinn, Þórbergur Þórðarson. Kaflinn um baðstofuna.


37 ár eftir

Nú þarf ég að fara í stefnumótunarvinnu og skipuleggja næstu 37 ár. Ég stefni samt að því að hækka meðalaldur íslenskra karlmanna og halda toppsætinu með þeim.

- Athuga vel hvern bita sem fer ofna í maga, tyggja matinn vel. Fylgja ráðum Þórberg Þórðarsonar og tyggja hvern bita 50 sinnum.

- Drekka  léttvín reglulega, eitt rauðvínsglas á dag. 

- Taka lýsi reglulega. 

- Ganga í vinnuna og á flest fjöll og landsins.  Einnig heimsæka jökla landsins. Huga að útrás í fjallamennsku.

- Halda félagslegum tengslum í hámarki.

- Brosa


mbl.is Japanskar konur og íslenskir karlmenn lifa að meðaltali lengst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið rætt á Kanaríeyjum

Miðlar á Kanaríeyjum fjalla lítið um innflytjendur frá Afríku. Ég var á Tenerife í tvær vikur og fylgdist vel með miðlum á enskum. Í fréttablöðum sem koma viku og hálfsmánaðarlega út var ekki stafur um flóttamenn og aðbúnað þeirra.  

Íbúar Tenerife eru þó meðvitaðir um vandan og var árleg hátíð sem haldin er í Orotava  tileinkuð vandamálum afrískra innflytjenda sem leggja allt í sölurnar til að eiga tækifæri á betra lífi. 

Landfræðilega eru Kanaríeyjar á Afríkuflekanum og um 100 km frá  norðvestur Afríku, Marakó og Vestur Sahara.

Á Tenerife voru nokkuð um konur frá Afríku sem höfðu atvinnu við að flétta hárið á unglingsstúlkum og tóku frá krónum 1.500 til 5.000 eftir því hvernig um samdist. Fléttað hár á stúlkum var nokkuð algeng sjón á ströndum Tenerife og fer þeim vel. Innflytjendurnir  eru að búa til afríska hártísku fyrir ferðamenn.

 


mbl.is Aðbúnaður barna slæmur í innflytjendabúðum á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reina Sofia airport og flugvöllur Vigdísar forseta

Sumarævintýrinu á Tenerife lauk kl. 22.53 á flugvellinum Sofia Reina í gærkveldi. Flugvél frá Astreus beið okkar og lentum við á Keflavíkurflugvelli kl. 3.25.

Annar alþjóðaflugvöllur er í norðri á eyjunni, hjá La Laguna. Hann heitir Tenerife Los Rodeos Airport.

Flugvöllur drottningar Soffíu var byggður og tekin í notkun árið 1978 eftir slysið hörmulega á Los Rodeos 27. mars árið 1977 er 583 farþegar létust og 61 slasaðist er tvær Boeing 747 þotur lentu í árekstri á flugvellinum. "Tenerife disaster" er þessi atburður kallaður og er mannskæðasta flugslys sögunnar.

En víkjum að nafninu á syðri flugvellinum í Tenerfie. Reina þýðir drottning of Sofia er nafnið á núverandi drottningu Spánar, Soffíu frá Greece og Denmark. Hún tók við tign árið 1975 og er gift Juan Carlos.

Erlendir flugvellir heita oft eftir þjóðhöfðingum sínum eða þekktum einstaklingum. Má nefna fyrir utan flugvöll Soffíu drottningar, John F. Kennedy flugvöll  hjá New York, Charles de Gaulle  hjá París og John Lennon í Liverpool.

Því spyr ég hvenær við Íslendingar eignumst okkar alþjóða flugvöll sem ber nafn þjóðhöfðinga okkar. Hefðin er að skíra flugvelli eftir nálægum stað, t.d. Hornafjarðarflugvöllur og Akureyrarflugvöllur. Hvernig væri að eignast Vigdísar flugvöll og flugvöllur Ólafs Ragnas.  Við höfum stigið skrefið til hálfs, nefnt flugstöðina eftir gamalli þjóðhetju, Leifi Eiríkssyni.

Íslendingar hafa ekki verið duglegir að halda nöfnum þjóðhöfðinga á lofti. Etv.  vegna þess að stéttarskipting er ekki mikil hér á landi. Ekki er til stytta af neinum af forsetum okkar, bara til af athafnaskáldum. 

Það hefði verið gaman að lenda í nótt á Vigdísar flugvelli eftir að hafa tekið á loft hjá Soffíu drottningu!


Fréttir frá Kanaríeyjum

Fréttir frá Kanaríeyjum eru ekki fyrirferðamiklar á Íslandi. Best að bæta úr því ástandi fyrst maður er búsettur á Tenerife um þessar mundir.

El Teide þjóðgarðurinn á Tenerife á heimsminjaskrá UNESCO.

Þann 27. júní samþykkti æðstaráð heimsminjaskrár UNESCO að setja El Teide þjóðgarðinn í efsta flokk á heimsminjalista sínum. Stjórn Tenerife hefur í nokkur ár unnið  að  umsókninni. Ég heimsótti þjóðgarðinn í vikunni og hefur hann upp á margt að bjóða. Um 3,5 milljónir ferðamanna heimsækja þjóðgarðìnn árlega.  Nú er spurningin hvenær Vatnajökulsþjóðgarðurinn kemst á heimsminjaskrá.

Vínrækt niður um 50%

Vedrìd á Tenerife er búid ad vera gott sídustu daga. Hiti frá 27 upp í 31 gráda um hádegi og sólríkt. Hins vegar eru vínframleidendur ekki nógu ánaegdir med vedrid, thad ringdi of lítid fyrri hluta árs og meiri raki í lofti. Búist er vid 50% samdrætti í vínframleidslu í árs. Brjálað veður eða "tiempo loco" kalla Spánverjar veðrið.  Þó eyjan sé lítil, þá eru einstaka staðir sem halda sínu. Vínin hér í Tenerife eru sæmileg. Ódýr og ekki algeng á vínlistum veitingahúsa.

Bananar eru ein helzta útflutningsgrein Tenerife. 500.000 tonn eru send út, mest til Spánar. Thetta eru litlir ávextir. Bananaframleidendur eru svartsýnir á framhaldid. Bananaplantan er frek á vatn og svo eru thorpin farin ad nálgast ekrurnar og hátt lódarverd freistar margan bananbóndann.

Ljósleiðari til La Gomera og El Hierro 

Eyjarnar í Kanaríeyjaklasanum eru sjö. Símaristinn Télefóníka aetlar ad leggja ljósleidara til La Gomera og El Hierro. La Gomera er fraegust fyrir ad vera sídasti stadurinn fyrir ferd Kólumbusar til Ameríku árid 1492. El Hierro er minnst af eyjunum sjö og var þá talin vera á enda veraldar.  Kanaríeyar eru á fleigiferd inn í nútímann.

El Hierro 100% hrein orka

Yfirvöld á El Hierro hafa ákvedid ad gera El Hierro ad sjálfbæra og verðafyrsta samfélagið í heiminum. Rafmagn verdur búid til fyrir 8.000 íbúa eyjarinnar med vindmillum. Vid thad spara eyjaskeggjar heiminum losun upp á 18.700 tonn af koltvísýringi og 6.000 tonn af díselolíu.

Al Gore heimsótti Tenerife í síðsta mánuði.

Heimsók Al Gore vakti mikla athygli á eyjunum. Eyjaskeggjar hlustudu á boðskap varaforsetns fyrrverandi og . Eina sem pirraði hótelhaldara einn var að hann breytti um áætlun á gistingu.

Íþróttir

CD Tenerife er helsta knattspurnulid eyjanna. Lidid lenti í 7. sæti í 2. deild La Liga. Liðið er að styrkja sig og hver veit nema Tenerife sjáist í efstu deild á næsta tímabili.

Hins vegar gengur Tenerife betur í körfurknattleik enda eru eyjaskeggjar nokkud hávaxnir.

 

 


F1 - Ecclestone býdur á móti í Arsenal

Sá frétt í enska bladinu Daily Mirror ad formúlu 1 eigandi, Bernie Ecclestone myndi bjóda á móti Stan Kroenke. Hann mun líklega eignast all félagid fyrir 700 milljón pund. Líst betur á thad. Hann er klókur og breskur.  Audvitad á stór enskur klúbbur ad vera í eigu Englendings. Líst ekkert á Kanan Stan Kroenke. 

Ecclestone á 3 sinnum meiri audaefi en  Kroenke eda 3 milljardar stelingspunda.


mbl.is Amerískur auðkýfingur að undirbúa tilboð í Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enska slúdrid í sólinni úr The Sun

Thegar madur laetur sólina steikja sig eins og humar á strondum Tenerife verdur madur ad hafa eitthvad ad lesa. Ensku blodin koma samdaegurs hingad og les madur thau a ponnunni. Kikjum a helztu frettir af Arsenal og enska boltanum i dag og fyrradag.

NO HENRY.. NO SWEAT    Cesc: Gunners will be OK

Cesc Fabregas segir ad Arsenal muni standa sig án Henry á komandi tímabili og segir thad draum sinn ad verda fyrirlidi hjá Arsenal.

Reyes er hraeddur um ad verda verdlagdur ut ur kortinu. Arsenal vill fa 16,5 millurnar til baka sem foru til Sevilla en ríku karlarnir í Madrid vilja adeins greida 6 millur fyrir kappann sem tryggdi theim Spánartitilinn.

LA GALAXY ...0  - TIGERS ... 3

A forsídu er mynd af Beckham i hugleidinum,  "Oh my God. I`ve signed up for a pub team". En hann var skrautlegur launalistinn sem birtist í bladinu i gaer.  Thear gnaefdi Beckham langt yfir adra lidsfelaga.

Henry skilinn?

I The Sun var vidhorfsdalkur. Thar helt dalkahofundir thvi fram ad Henry lifdi piparsveinalifi a Spani en kona og tveggja ara dottir vaeru busett i London.  Er Henry skilinn? Var thad astaedan sem olli brotthvarfi hans fra Arsenal?

Merida og Velas til Almeira

Spánverjinn efnilegi Merida og Mexíkóinn Velas hafa verid lanadir til spaenska lidsins Almeira.

Babel can be new Henry

Svo maelir Van Basten.

Heidar back to Watford

Stjori Watford vill fa Helguson til baka. Fyrir rumu ari var hann seldur vegna peningaerfidleika Watford en nu eru thau mal leyst.

Berezousky med box á Emirates

Hinn umdeildi audjofur Berezousky sem atti ad rada af dogum i London fyrr i vikunni er med box a dyrasta stad a Emirates, eflaust í Demantaklubbnum.  Rúmar 13 milljónir fyrir saeti í tvo ár.

Breskir midlar eru snillingar í ad semja fyrirsagnir. Lítum á nokkrar.

Tevasting

Frábaer fyrirsogn med mynd af Teves a Manchester flugvelli med dottur sína.

Carless Cole

En Charlton Cole, sóknarleikmadur West Ham a oflugan bílaflota. Fjóra lúxusbíla sem kosta  frá 2,5 milljónum til taepra tuttugu. Hann tímir hins vegar ekki ad greida vegaskatta upp á taepa milljón fyrir ad keyra um midborg Lundúna!


Næsta síða »

Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Júlí 2007
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 432
  • Frá upphafi: 235395

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 357
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband