Eyjafjallajökull geysivinsæll á Google

Leitarvélin Google er til margra hluta nýtanleg. Fyrir utan að gefa góðar leitarniðurstöður, þá er hægt að mæla vinsældir með því að slá inn leitarorð.  Fyrir nokkrum árum kannaði ég vinsældir íslenskra jökla og voru vinsældir þeirra í réttu hlutfalli við stærð. Snæfellsjökull skar sig þó úr enda sýnilegur frá Reykjavík í góðum veðrum og kom því oft fyrir í bloggi.

Hér er listi yfir 13 stærstu jökla landsins og fjöldi leitarniðurstaðna. Jöklum er raðað eftir stærð.

Jökull

Stærð

Niðurstöður

Vatnajökull

8.300

149.000

Langjökull

953

80.700

Hofsjökull

925

77.200

Mýrdalsjökull

596

233.000

Drangajökull

160

30.20

Eyjafjallajökull

78

5.650.000

Tungnafellsjökull

48

9.950

Þórisjökull

32

9.370

Eiríksjökull

22

15.200

Þrándarjökull

22

2.900

Tindfjallajökull

19

16.200

Torfajökull

15

22.500

Snæfellsjökull

11

69.300

 

Gosið í Eyjafjallajökli hefur gert hann 38 sinnum frægari en Vatnajökul. Sýnir það hversu mikil áhrif gosið hefur haft á heiminn en þrisvar hefur gosið í Vatnajökli frá 1996. 

Mýrdalsjökull hefur náð öðru sæti og hefur gosið á Fimmvörðuhálsi og ummæli forseta Íslands um væntanlegt gos í Kötlu eflaust kallað á fleiri leitarniðurstöður.


mbl.is Nýr gígur kominn í ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gígjökull

Nú er upplestrarfríi lokið á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.  Náttúruöflin búin að taka völdin á ný. Stórmerkilegt. Ég hlakka til að sjá Gígjökul eftir hamfarirnar en síðastliðinn júlí heimsótti ég Þórsmörk. Þá voru miklar breytingar á Gígjökli milli heimsókna hjá mér.

 Fyrri myndin var tekin árið 2001 og síðari í lok júlí 2009.

 Gígjökull-Falljökull

Jökulsporðurinn teygir sig langt fram í Lónið. Mynd tekin 2. júní 2001. Þrem árum fyrr (1998) var skriðjökullin upp fyrir kambinn alla leið niður.

 Gígjökull07-2009

Þann 28. júlí 2009 nær tungan varla niður í Lónið og það sér í nýtt berg


Hrossakjötsveisla og bridshátíð í Þórbergssetri

Það verður ein allsherjarskemmtun yfir spilum og áti á milli hjá mér um helgina. Stefnan er sett á hina árlegu bridshátíð og hrossakjötsveislu í Þórbergssetri. Torfi Steinþórsson á Hala  var mikill  félagsmálafrömuður og áhugamaður um spilamennsku og  gekkst  hann fyrir  bridskeppni og hrossakjötsveislum í Suðursveit á árum áður. Afkomendur hans hafa tekið að sér að halda merkinu á loftinu og halda við hefðinni. Þetta er því mót með sögu og karakter.

Ég mætti á hátíðina í fyrra og hafði mikla skemmtun af. Einnig var heppnin með okkur Guðmundi H. Guðjónssyni og höfðum við sigur. Vorum við leystir út með miklum verðlaunum. Fengum við glæsilegan farandgrip því til staðfestingar. Auk þess Jöklableikju frá Hala og bækur um ÞÞ í Fátæktarlandi og um Skaftafell.  Á bak við hönnunina á farandverðlaununum var djúp pæling enda ekki við öðru að búast. Úr steini úr Borgarhafnarfjalli stendur  hrútshorn og í það er grafið táknin fyrir, hjarta, spaða, tígul og lauf. En Torfi var mikill áhugamaður um brids og hrúta. Þetta bridsmót er lofsvert framtak hjá afkomendum Torfa.

En hvernig undirbýr maður sig fyrir svona bridshátíð? Jú, ég er að lesa kiljuna, Þegar ég varð óléttur, úrval úr ritum Þórbergs Þórðarsonar. Þá hellist spilaandinn vonandi yfir mig og makker.

Torfi

 


Heljarmenni á ferð

Þetta er mikið afrek hjá Guðjóni og félögum í Flugbjörgunarsveitinni. Björgunarsveitarmenn eiga heiður skilinn fyrir gott starf við eldstöðvar.  Brekkan er um 140 metrar há eða tvær Hallgrímskirkjur. Annars kemur það mér á óvart að þyrlan skyldi ekki geta lent á Morinsheiði, því hún er eins og þyrlupallur í laginu.

Hér fylgir með mynd sem var tekin á föstudaginn langa og sýnir brekkuna, hún er tekin í 765 metra hæð. Það var stanslaus umferð fólks upp og niður snjóbrekkuna.

Brekkan


mbl.is „Tók hana á öxlina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gosstöðvar af Morinsheiði

Svona litu gosstöðvarnar á út kl. 19.00 frá Morinsheiði, föstudaginn langa, 2. apríl. Svartir hrauntaumar renna beggja vegna Bröttufannarfells og mynduðu einstaka hraunfossa. Ekkert hraunrennsli var í gilin, Hrunagil og Hvannárgil.

Þegar skygga tók, tókur gosstöðvarar á sig allt aðra mynd. Þá sást eldbjarminn bakvið fellið. 

Gosstöðvar


Stórmagnaður föstudagurinn langi

Það var stórmögnuð páskastemming í gær, föstudaginn langa í Þórsmörk, skógi Þórs. Stanslaus umferð göngumanna frá Básum upp á Morinsheiði en þar var leiðinni lokað við Heljarkamb.  Rúmlega sex kílómetra langur ormur. Sumir kölluðu jarðeldagönguna á Morinsheiði, píslargöngu.

Aðstæður í hrikalegri náttúrusmíð voru ágætar en undir kvöld var komin hálka í einstaka staði á stígum og undir snjó orsakaði greinilega óhöpp.

Það var stórfenglegt að sjá stanslausa röð göngumanna upp Foldir að Morinsheiði en þetta er um tvær Hallgrímskirkjur í hækkun. Ekki sáust neinir hraunfossar enda eldstöðin að endurbyggja sig. Ekki heyrðust drunur frá jarðeldunum en þyrlur sáu um að magna hljóðið í kyrðinni. Margir komu þegar skyggja tók en þá var mikið sjónarspil. Eldurinn í gosinu sást mun betur og að ganga framhjá Útigönguhöfða með rauðan bjarma baksvið var einstök upplifun. Á leið úr Þórsmörkinni rétt fyrir miðnætti sást eitt mesta sjónarspil sem ég hef séð og hafa margar kvikmyndir runnið í gengum augun. Þá sást eftir Hvanngili í skarði sem kom í svart landslagið til gosstöðvanna. Það var ólýsanleg sýn.

Í myrkrinu sást einnig að fólk fór ótroðnari slóðir, lýsing af höfuðljósum sást um allt Goðaland og Þórsmörk. Venus, lágt á himni rímaði vel við göngustjörnunar.

Mér fannst vel af sér vikið að ekki skyldu verða meiri slys á fólki, rétt eins og í einum knattspyrnuleik. Gæsla var góð hjá björgunarsveitamönnum og lögreglu. Vakti það öryggistilfinningu göngumanna.

Það má ekki ræna fólki þessari upplifun með lokunum. Því má ekki loka svæðum. Þetta er hluti af því að vera Íslendingur, að fá að upplifa jarðelda í stórbrotinni náttúru.

Foldir

Frá kl. 15 til 22 og jafnvel lengur var stanslaus umferð upp og niður Morinsheiði. Heiðarhorn skagar framúr.

 


mbl.is Slasað fólk sótt í Þórsmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaldi - besti páskabjórinn

Það er orðin hefð hjá íslenskum bruggurum að bjóða upp á páskabjór. Fimm bjórar eru á markaðnum. Ég efndi til rannsóknar á vinnustað mínum og fékk átta bjóráhugamenn með í tilraunina. Smökkunin fór þannig fram að bjórinn var borinn fram í glösum og fengu smakkarar ekki að vita hvaða tengund var undir smásjánni. Fólk hafði í hug anda páskanna og vildi fá tenginu þarna á milli.  Smökkunin hófst á ljósustu bjórunum. Gefnar voru einkunir á bilinu 0 til 10.

 

Tegund

Styrkur

Flokkur

Litur

Verð

Lýsing

Stig

Egils páskabjór

5,0%

Lager

Gullinn

318

Meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Létt korn, kæfa, baunir, hey.

52

Tuborg páskabjór

5,4%

Lager

Gullinn

299

Meðalfylling, þurr, mildur, lítil beiskja. Létt malt, karamella, baunir.

54

Víking páskabjór

4,8%

Lager

Rafgullinn

309

Meðalfylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Léttristað korn, karamella, sítrus, mosi.

55

Kaldi páskabjór

5,2%

Lager

Rafgullinn

329

Mjúk meðalfylling, þurr, ferskur, lítil beiskja. Léttristað malt, grösugir humlar, baunir.

64

Miklholts papi

5,6%

Öl

Brúnn

399

Þétt fylling, þurr, ferskur, miðlungs beiskja. Malt, kakó, baunir, hey, létt krydd.

42

Kaldi - Paskabjor

Kaldi páskabjór frá Bruggsmiðjunni Árskógsströnd kom lang best út úr könnuninni. Hann fékk 64 stig. Hann er margslunginn og bragðgóður páskabjór sem kallar fram stemmingu og smellpassar með svínasteikinni.   Í bragðkönnun DV kom Kaldi eins vel út og var röðin mjög svipuð nema hvað vinnufélagar, sérstaklega kvennfólkið, var spart á háar einkunnir Miklholts Papa. Enda skapar sá bjór umræður.

Kaldi er bruggaður eftir aldagamli tékkneskri hefð. Vatnið er tekið úr lind við Sólarfjall í Eyjafirði. Saaz humlar og tékkneskt malt eru notaðir í framleiðsluna. Einn kostur er að bjórinn er án rotvarnarefna og viðbætts sykurs.

Ég er alltaf hrifinn af framleiðslu Ölvisholts manna. Finnst þessi súkkulaði-porter hjá þeim vel heppnaður og svo spyrða þeir söguna skemmtilega inn í framleiðsluna.

Risarnir, Egill, Tuborg og Vífilfell taka litla áhættu, þeir fylgja gömlu bragðlínunni og setja lítinn páskaanda í framleiðsluna.

Ég mæli því með bjórnum Kalda yfir páskahátíðina. Hann rímar einnig vel við veðrið síðustu daga, norðan Kaldi.


Um bloggið

Sigurpáll Ingibergsson

Höfundur

Sigurpáll Ingibergsson
Sigurpáll Ingibergsson
Hornfirðingur búsettur í Kópavogi. Árgerð 1965.
Apríl 2010
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG 4410
  • IMG 4385
  • IMG 4421
  • Á afskekktum stað
  • Tíminn051071

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 292
  • Frá upphafi: 236818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 239
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband