24.3.2013 | 11:38
Ísland og The Taking of Pelham 1 2 3 (5/10)
The Taking of Pelham 1 2 3 er Hollywood kvikmynd frá 2009. Leikstjóri er Tony Scott heitinn og helstu leikarar eru John Travolta og Denzel Washington. Þessi mynd er endurgerð eftir mynd frá 1974 og var sýnd á Ríkissjónvarpinu í gærkveldi.
Ísland kemur óvænt við sögu í gíslatökumáli en þá segir aðal söguhetjan frá ferðalagi til landsins árið 1998 með litháenskri rassfyrirsætu og jöklaferð á hundasleðum.
Ekki áttaði ég mig á samhenginu.
Í mistakasögu myndarinnar er sagt frá nokkrum mistökum í kvikmyndinni.
"Character mistake: Ryder says it takes 6 hours to fly to Iceland from New York. It takes less than 4."
Svo er hægt að sjá söguna um ferðalagið til Íslands á imdb. Ekki fannst mér myndin tilkomumikil og gef fimm stjörnur af tíu mögulegum. Sagan dularfulla um Ísland gerir hana minnisstæða.
13.3.2013 | 12:38
Text-Enhance fjarlægður
Viðbætur í vöfrurum eru öflug tól til að nýta kosti Netsins. Þær eru ekki allar jafn góðar viðbæturnar. Ein viðbótin er Text-Enhance eða auka-tenglar. En útsmognir tölvuþrjótar hafa komið þeim inn í vafrarann án samþykkis notanda. Flokkað sem browser hijacker.
Þessi viðbót er hvimleið og auglýsendur nýta hann eins og mögulegt er. Þetta lýsir sér þannig að tengill kemur í textann og ef ýtt er á hann, lendir maður á einhverri óumbeðinni síðu. Oftast eru þetta veðmálssíður eða stefnumótasíður.
Lausnin er að fjarlægja viðbótina. Einnig góðar leiðbeiningar hjá botcrawl.com. Hér er myndband sem sýnir hvernig hægt er að fjarlægja Text-Enhance úr Chrome.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurpáll Ingibergsson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 89
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar